Ástin og lífið

Fréttamynd

Ní­ræður skíðakappi fer á kostum í brekkunum

Pétur Kjartansson, fyrrverandi bólstrari í Reykjavík og hestamaður, kallar ekki allt ömmu sína.  Hann skíðar eins og herforingi í brekkunum í Bláfjöllum 90 ára gamall. Sömuleiðis fer hann reglulega í skíðaferðir til útlanda

Lífið
Fréttamynd

Upp­lifði sig í framandi líkama fer­tug og ó­létt

Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við.

Lífið
Fréttamynd

Góður dansari og á­gætis kokkur

Tinna Aðalbjörnsdóttir er jákvæð, glaðlynd og húmorísk kona frá Hnífsdal. Hún starfar sem umboðsmaður hjá umboðsskrifstofunni Ey agency og segist spennt fyrir framtíð ört stækkandi fyrirtækis.

Makamál
Fréttamynd

Öll fjöl­skyldan sefur í sama rúminu

Björg Kristjánsdóttir segist ekki geta hugsað sér að sofa öðruvísi en í fjölskyldurúmi. Hún og eiginmaður hennar sofa í 270 sentímetra rúmi með fjögurra ára dóttur sinni og hafa gert allt frá því dóttir þeirra fæddist.

Lífið
Fréttamynd

Sunn­eva, Bene­dikt og nú Rómeó

Sunneva Einarsdóttir, einn liðsmanna LXS-hópsins og samfélagsmiðlastjarna, frumsýndi nýjasta fjölskyldumeðliminn í gær. Um er að ræða hundinn Rómeó.

Lífið
Fréttamynd

„Ég var í mörg ár að fá sjálfa mig til baka“

„Það er baráttukona í mér en það kom mér rosalega á óvart hvað ég var hugrökk í þessu ferli,“ segir tónlistarkonan Jóna Margrét sem hafnaði nýverið öðru sæti í Idolinu. Blaðamaður ræddi við Jónu um tónlistina, taugaáfall í æsku, að byggja sig upp, hafa trú á sér, tileinka sér jákvætt og kraftmikið hugarfar og taka framtíðinni opnum örmum.

Tónlist
Fréttamynd

Natalie Portman segir skilið við Millepied

Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman er skilin við leikstjórann og danshöfundinn Benjamin Millepied. Portman og Millepied voru hjón í ellefu ár en slitu sambúð fyrir átta mánuðum síðan. Þau eru nú skilin að borði og sæng.

Lífið
Fréttamynd

Fékk alla í vélinni til að syngja afmælissönginn til eigin­konunnar

Andri Hrafn Agnarsson, flugstjóri hjá Play og fasteignasali hjá Domus Nova, vaknaði ekki við hlið eiginkonu sinnar Söru Petru á afmælisdaginn hennar síðastliðinn miðvikudag. Hann þurfti að fljúga farþegaflugvél frá Dublin til Íslands, en ákvað þrátt fyrir það að skila góðri afmæliskveðju til hennar.

Lífið
Fréttamynd

Fimm leiðir til að kveikja neistann eftir fram­hjá­hald

Framhjáhald er með því versta sem getur komið fyrir ástarsambönd. Hvort sem um ræðir líkamlegt eða andlegt framhjáhald. Ef pör ákveða að leggja svikin á bakvið sig og bjarga sambandinu krefst það mikillar einbeitingar og skuldbindingar af hálfu beggja aðila. Á danska lífstílsefnum Alt.dk má finna fimm ráð til fólks í þessari stöðu.

Lífið
Fréttamynd

Safna fyrir lit­ríkri endur­komu Lilla tígurs

Hinn sex ára gamli Grettir Thor Árnason safnar nú fyrir framhaldsseríu af geysivinsæla barnaefninu um Lilla tígur ásamt móður sinni Þórhildi Stefánsdóttur á Karolina Fund. Að þessu sinni mun Lilli tígur leika sér með litina og hafa mæðgurnar Fanný Ragna Gröndal og Elma Örk Johansen bæst í hópinn.

Lífið
Fréttamynd

Með alls konar í bak­pokanum eftir að hún varð móðir

Sara Linneth, förðunarfræðingur og meistaranemi, segir að það hafi haft ýmsar áskoranir í för með sér að vera móðir, meðal annars á edrúlífið. Sara ræðir málin á einlægan hátt í hlaðvarpsþættinum Mömmulífið með þeim Ástrósu Trausta og Guðrúnu Sørtveit.

Lífið
Fréttamynd

Enn læstur úti en ó­viss um að hann langi aftur inn

Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur og leikari er ennþá læstur út af samfélagsmiðlinum Facebook eftir að samfélagsmiðillinn hrundi í gær. Hann man ekki lykilorðið sitt en segist þrátt fyrir allt vera að íhuga að hætta bara alfarið á miðlinum.

Lífið
Fréttamynd

Edda Falak á von á barni: „Loksins mamma“

Edda Falak baráttukona og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið greinir frá tímamótunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Elísa Viðars orðin strákamamma

Knattspyrnuparið Elísa Viðarsdóttir og Rasmus Christiansen eignuðust dreng 2. mars síðastliðinn. Elísa greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í gær.

Lífið
Fréttamynd

„Heyrðu, hún er fundin“

Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir var ungabarn þegar hún var ættleidd frá Sri Lanka. Eftir að hafa horft á sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum kviknaði hjá henni löngun; hún vildi finna blóðmóður sína. Hana grunaði hins vegar aldrei að það ættu einungis eftir að líða tvær vikur þar til að móðir hennar kæmi í leitirnar. Atburðarásin var að mörgu leyti lygileg.

Lífið
Fréttamynd

Kyssti eigin­manninn í skugga skandals

Kryddpían Geri Halliwell mætti á fyrstu keppni formúlunnar í ár í Bahrain í gær til að vera viðstödd keppnina ásamt eiginmanni sínum Christian Horner. Um stuðningsyfirlýsingu er að ræða að sögn erlendra miðla.

Lífið
Fréttamynd

Gifti sig á Ís­landi og upp­götvaði gat á markaðnum

Hin bandaríska Ann Peters féll fyrir Íslandi í fyrstu heimsókn sinni til landsins árið 2010. Röð atvika leiddi til þess að hún settist að hér á landi og í dag rekur hún fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa fyrir erlenda ferðamenn.

Lífið
Fréttamynd

Rit­höfundar nýttu aukadaginn í brúð­kaup

Bragi Páll Sigurðsson og Bergþóra Snæbjörnsdóttir eru hjón. Sannkölluð rithöfundahjón. Þau létu pússa sig saman við persónulega athöfn á heimili sínu í gær, 29. febrúar. Átta ára dóttir þeirra stýrði athöfninni.

Lífið
Fréttamynd

Hefði verið skelfi­legt að byrja ævina á skjalafalsi

Hlaupár er á fjögurra ára fresti líkt og flestum er kunnugt. Í ár bættist auka dagur við almanakið, 29. febrúar. Mest fæddust þrjátíu börn á Íslandi á hlaupársdaginn árið 1980, tuttugu og sjö börn árið 1988 en aðeins sjö börn þennan dag árið 2020.

Lífið
Fréttamynd

Baltasar og Sunn­eva Ása eiga von á barni

Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, eiga von á sínu fyrsta barni saman í byrjun ágúst. Um er að ræða fyrsta barn Sunnevu en Baltasar á fjögur börn fyrir.

Lífið