Fótbolti

Rúrik í brúð­kaupi Karius

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diletta Leotta og Loris Karius gengu í hjónaband um helgina.
Diletta Leotta og Loris Karius gengu í hjónaband um helgina.

Rúrik Gíslason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, var gestur í brúðkaupi fyrrverandi markvarðar Liverpool um helgina.

Loris Karius, sem varði mark Liverpool á árunum 2016-18, gekk að eiga ítölsku íþróttafréttakonuna Dilettu Leotta á ítölsku eyjunni Vulcano um helgina.

Rúrik var meðal gesta í brúðkaupinu og birti myndir úr því á Instagram. „Ástinni fagnað! Takk fyrir að hafa mig í fallega brúðkaupinu ykkar Loris og Diletta,“ skrifaði Rúrik við myndirnar.

Karius og Leotta hafa verið saman síðan 2022. Þau eiga eitt barn saman, dótturina Ariu sem fæddist í ágúst í fyrra.

Karius yfirgefur Newcastle United þegar samningur hans við félagið rennur út um mánaðarmótin. Hann gekk í raðir liðsins fyrir tveimur árum en lék aðeins tvo leiki fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×