Brúðkaup

Fréttamynd

Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi

Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona og Teitur Skúlason lögfræðingur giftu sig með sínu nánasta fólki að Borg á Mýrum í sumar en slógu svo upp í veislu í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöld þar sem Kristín Tómasdóttir stýrði athöfninni.

Lífið
Fréttamynd

Bryn­dís og Haukur ný­bökuð hjón

Bryndís Ýrr Pálsdóttir, lögfræðingur hjá Arion banka, og Haukur Harðarson, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, giftu sig á laugardaginn í Dómkirkjunni.

Lífið
Fréttamynd

„Dagurinn var al­gjör­lega full­kominn“

Hinir nýgiftu Einar Guðmundsson og Aron Freyr eru búnir að vera par í rúm átta ár, eru báðir grafískir hönnuðir og reka saman verslunina Mikado á Hafnartorgi. Þeir trúlofuðu sig í Lissabon og á borgin svo stóran stað í hjarta þeirra að þeir ákváðu að halda brúðkaupið þar sömuleiðis. Blaðamaður ræddi við Einar og Aron um stóra daginn.

Lífið
Fréttamynd

María Thelma og Steinar Thors héldu brúð­kaup ársins

Nýgiftu hjónin María Thelma Smáradóttir leikkona og Steinar Thors, skiptastjóri hjá Straumi, gengu í hjónaband við fallega athöfn í Hallgrímskirkju liðna helgi. Lífið ræddi við hjúin um stóra daginn, og ógleymanlegt og þaulskipulagt bónorð Steinars.

Lífið
Fréttamynd

„Ekki þurrt auga í salnum“

„Við vissum svo sem að þetta yrði magnað en vá, það var bara ekki þurrt auga í salnum á þessu augnabliki,“ segir Guðríður Gunnlaugsdóttir. Hún og eiginmaður hennar Andri Jóns komu sínu nánasta fólki rækilega á óvart um helgina þegar tvöfalt fertugsafmæli þeirra breyttist óvænt í brúðkaup.

Lífið
Fréttamynd

Heyrði varla í bón­orðinu fyrir látum

„Ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir hin nýtrúlofaða Berglind Jónsdóttir. Berglind, sem starfar hjá breska sendiráðinu og sem danskennari, er búin að vera í sambandi með Halldóri Arnarssyni sálfræðingi í þrettán ár og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann bað hennar í Eistlandi á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Töru Sif meinað að fara í bað

Skemmtanalífið var upp á sitt allra besta um helgina með fjöldanum öllum af árshátíðum og öðrum líflegum viðburðum. Stjörnur landsins skinu skært hvort sem það var í brúðkaupum eða hlaupagallanum í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk.

Lífið
Fréttamynd

„Fimm ár af alls­konar og hamingjan er enn hér“

Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytis, og Karl Sig­urðsson hljóm­sveit­armeðlim­ur í Baggal­úti, fögnuðu fimm ára trébrúðkaupi í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Rat­leikur sem endaði með ó­væntu brúð­kaupi

Árni Oddur Þórðarson fyrrverandi forstjóri Marel og Kristrún Auður Viðarsdóttir fjárfestir giftu sig óvænt í Dómkirkjunni í gær. Árni Oddur og Kristrún hafa verið saman í um tvö ár. Hjónin höfðu ekki boðið til brúðkaups heldur var veislan óvænt. Greint var fyrst frá brúðkaupinu á vef mbl.is í gær. 

Lífið
Fréttamynd

„Full­komið frá upp­hafi til enda, svo ekki sé minna sagt“

„Dagurinn líður hjá á ljóshraða og mitt besta ráð er að sleppa takinu, treysta ferlinu og njóta,“ segir hin nýgifta Fanney Ingvarsdóttir. Hún giftist ástinni sinni Teiti Páli Reynissyni í Gamla Bíói í ágúst og var dagurinn draumi líkastur. Blaðamaður ræddi við Fanneyju um stóra daginn og brúðkaupsferðina sem sprengdi skalann á rómantíkinni.

Lífið
Fréttamynd

„Besti mánu­dagur í manna minnum“

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Emil Páls­son og Sunna Rún Heiðars­dótt­ir læknir eru orðin hjón. Parið lét gefa sig saman í gær og fögnuðu tímamótunum með lítilli veislu í heimahúsi.

Lífið
Fréttamynd

Ólafía Þórunn og Thomas orðin hjón

Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Thomasi Bojanowski gengu í hjónaband við fallega athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 17 ágúst síðastliðinn.

Lífið
Fréttamynd

Ekki lengur kærustu­par, núna orðin hjón

Um helgina fór eitt fallegasta brúðkaup sumarsins fram þegar Björgvin Axel og Sandra Lind giftu sig. Þau eru bæði með Downs og búa bæði í íbúðakjarnanum Stuðlaskarði í Hafnarfirði. 

Innlent
Fréttamynd

Tára­flóð eftir ó­vænt at­riði brúð­gumans

Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor, giftu sig við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 17. ágúst síðastliðinn. Nýbökuðu hjónin svífa um á bleiku skýi og njóta nú hveitibrauðsdaganna á fimm stjörnu hóteli á grísku eyjunni Krít. Lífið á Vísi ræddi við hjúin um ástina og stóra daginn.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gleðigangan, ástin og Pamela Ander­son

Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Gleðigangan bar þar hæst og fyllti samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika um helgina. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn.

Lífið
Fréttamynd

„Þannig að við erum ekki gift“

Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar.

Lífið
Fréttamynd

„Hugsuðum hver and­skotinn væri í gangi“

Eftir langan undirbúning og mikla eftirvæntingu var senn komið að því. Ladislav Carda og Lucie Surovcova komu til landsins frá Tékklandi á föstudag og ætluðu að gifta sig í Reynisfjöru tveimur dögum síðar.

Lífið
Fréttamynd

„Það var eigin­lega ég sem bað hann um að giftast mér, held ég“

Rithöfundurinn, þúsundþjalasmiðurinn og athafnakonan Silja Björk og Ísak Vilhjálmsson, deildarstjóri hjá Klettabæ, fögnuðu ástinni með pomp og prakt þegar þau gengu í hjónaband síðastliðna helgi. Brúðkaupið fór fram í sveitasælu og segjast þau enn vera að ná sér niður eftir hinn fullkomna dag. Lífið á Vísi ræddi við hjúin um ástina og stóra daginn.

Lífið
Fréttamynd

Arna Ýr uppljóstrar um kostnað brúð­kaupsins

Brúðkaup Örnu Ýrar Jónsdóttur, fegurðardrottningar og hjúkrunarfræðinema, og eiginmanns hennar Vignis Þór Bollasonar kírópraktors, kostaði rúmar átta milljónir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti Stöllur í öllu sem er í umsjón Örnu Ýrar og Chrissie Thelmu.

Lífið
Fréttamynd

Þakk­látir að búa í landi þar sem þeir geta gifst ástinni sinni

„Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir það að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum,“ segja hinir nýgiftu Bjarni Snæbjörnsson og Bjarmi Fannar. Þeir gengu í hjónaband í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. júní síðastliðinn við litla og einlæga athöfn.

Lífið