„Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. janúar 2025 20:00 Ellen og Arnmundur kynntust innan veggja Borgarleikhússins fyrir um ellefu árum síðan. Ljósmynd/Eva Schram Hjónin og listaparið Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman gengu í hjónaband við hátíðlega athöfn í Nesvík á Kjalarnesi þann 21. desember síðastliðinn í návist sinna nánustu. Blaðamaður ræddi við Ellen um ástina og stóra daginn. Ellen og Arnmundur kynntust fyrir um ellefu árum þegar þau voru bæði að vinna í Borgarleikhúsinu. Arnmundur var nýútskrifaður leikari og hún starfaði sem dansari hjá Íslenska Dansflokknum. „Við tókum strax eftir hvoru öðru og svo einn góðan veðurdag fékk ég símtal frá honum þar sem hann bauð mér á deit. Fyrsta deitið var þann 11.11 sem nú er gjarnan kallaður Singles Day í okkar dásamlega kapítalíska neyslusamfélagi en fyrir okkur er dagurinn no-more-single-day því við erum búin að vera límd saman síðan þá, í 11 ár,“ segir Ellen á léttum nótum. Hjónin eiga saman tvo drengi, þá Hrafn Jóhann og Halldór Hólmar. Ljósmynd/Eva Schram Hvenær trúlofuð þið ykkur? Addi bað mín í apríl 2019 svo við erum búin að vera trúlofuð í rúm fimm ár en við fundum að við höfðum enga þörf fyrir að gifta okkur strax og langaði eiginlega bara til að eiga það inni. Einn daginn vöknuðum við svo og bara fundum að það var kominn tími til að kýla á þetta. Fyrsta hugmyndin var nú bara að fara til sýslumanns í laumi, bjóða svo foreldrum okkar út að borða og eiga inni seinna að halda grand og flotta brúðkaupsveislu. Svo var bara eitthvað svo gaman að láta sig dreyma og þannig fór þetta að vinda uppá sig hjá okkur. Synir Ellenar og Arnmundar.Ljósmynd/Eva Schram Skipulöggðu brúðkaupið á tíu dögum Fór langur tími í að skipuleggja stóra daginn? Nei alls ekki, þar sem þetta átti að vera svo lítið og einfalt vorum við alveg á síðustu stundu. Það var ekki fyrr en svona tíu dögum fyrir að við fórum í alvöru að skipuleggja. Einhverjar vinkonur mínar sem vissu af fyrirætlununum spurðu mig reglulega hvar þetta ætti að vera og hvernig við ætluðum að hátta þessu og það var mikið hlegið þegar það voru aðeins tólf dagar í þetta og ég gat enn engu svarað. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var dásamlegur. Við fjölskyldan vöknuðum saman um morguninn, gerðum okkur fín og svo keyrðum við upp í Nesvík á Kjalarnesi þar sem athöfnin fór fram. Þar tók við svolítill undirbúningur og svo fór fólkið okkar að tínast inn. Við tókum á móti gestunum og höfðum þetta rosalega “casual”. Við gerðum allt bara rosalega mikið eftir okkar eigin höfði, fylgdum þeim hefðum sem okkur fannst passa við okkur og hentum öðrum út um gluggann. Ragnar Ísleifur hjá Siðmennt gaf okkur saman og hann var æðislegur, kom með góða blöndu af sprelli og fallegum orðum. Við fórum með heiti til hvors annars sem við hágrétum og hlóum yfir til skiptis.Það var minn uppáhalds hluti af athöfninni og deginum öllum, ásamt því að finna fyrir væntumþykjunni og stuðningnum frá nánasta fólkinu okkar. Allir voru svo opnir og glaðir og ástin áþreifanleg í loftinu. Þetta var bara fullkomið, meira að segja sólin lét sjá sig þrátt fyrir að spáin hefði verið herfileg. Ljósmynd/Eva Schram Yesmine Olsson, ásamt tveimur stórkostlegum kokkum frá henni rigguðu upp algjörri veislu fyrir bragðlaukana. Indverskir smáréttir með sænsku ívafi, frumlegir og öðruvísi réttir sem voru sjónrænt mjög fallegir í þokkabót. Yesmine er með æðislegan veitingastað á Pósthús Mathöll sem heitir Funky Bhangra og landinn getur aldeilis verið spenntur því þau hjónin, Yesmine og Addi Fannar ætla einmitt að opna veisluþjónustu á þessu ári, en við vorum svo heppin að fá að vera einskonar tilraunadýr. Svo var bara borðað, spjallað, dansað og knúsað þar til fólk fór að tínast heim. Við þurftum að byrja svo snemma til að ná sólarljósinu á þessum stysta degi ársins að við vorum bara komin snemma heim og gátum svæft synina og haft það svo huggulegt saman heima um kvöldið. Ljósmynd/Eva Schram Ljósmynd/Eva Schram Dönsuðu fyrsta dansinn með strákana í fanginu Hvaðan fenguði innblástur? Við vorum ekki beint að elta neinn innblástur nema okkur sjálf og kannski einfaldleikann. Við gerðum allt bara nákvæmlega eins og okkur langaði og reyndum að halda flækjustiginu sem lægstu. Við vorum meðvituð um að við værum að gera þetta til að eiga góða stund og búa til fallegar minningar en ekki til að hafa þetta “fullkomið” eða til að þóknast neinum öðrum en okkur sjálfum. Voru einhver skemmtiatriði? Ekki beint en í lok athafnarinnar fluttu vinir okkar og vinkona lag. Ég vissi að vinir okkar, Guðmundur Óskar og Rubin myndu spila en Addi kom mér á óvart með að fá Unni Elísabetu eina af bestu vinkonum mínum til að syngja lagið. Það var mjög óvænt ánægja. Svo dönsuðum við Addi fyrsta dansinn með strákana okkar í fanginu á milli aðal- og eftirréttar og þá myndaðist rosalega falleg stemning þar sem gestirnir mynduðu hring í kringum litlu fjölskylduna, leiddust og sungu til okkar. Ljósmynd/Eva Schram Brúðarkjóllinn og skórnir úr Extraloppunni Hvað voru margir gestir? Þetta hafa verið milli 30 og 40 manns. Hvaðan eru fötin ykkar? Jakkafötin hans Adda eru frá Kormáki og Skyldi en það er nú gaman að segja frá því að bæði kjóllinn minn og skórnir fundust í Extraloppunni í vikunni fyrir og kostuðu saman innan við 10 þúsund krónur. Ég hef verið spurð hvort kjóllinn hafi verið sérsaumaður og ég veit ekki hvað og hvað og finnst það mjög fyndið í ljósi aðstæðna. Ljósmynd/Eva Schram Var eitthvað sem kom mest á óvart? Kannski bara hvað þetta var ótrúlega gaman og mikið þess virði að láta verða af þessu. Ég mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar. Að gefa ástinni pláss og fagna henni. Ekkert er sjálfsagt í þessum heimi, lífið er hverfult og það er svo þess virði að gefa sér tíma og rými til að fagna og þakka fyrir það fallega sem maður hefur. Eruð þið með eitthvað gullið ráð fyrir komandi brúðhjón? Verið þið sjálf í einu og öllu. Eltið þær hefðir sem heilla ykkur og sleppið hinum. Gerið þetta fyrir ykkur og munið að þetta á að vera gaman. Munið að fegurðin býr í ykkur eins og þið eruð og fólk elskar að koma saman og samgleðjast ykkur. Ljósmynd/Eva Schram Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Leikhús Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Ellen og Arnmundur kynntust fyrir um ellefu árum þegar þau voru bæði að vinna í Borgarleikhúsinu. Arnmundur var nýútskrifaður leikari og hún starfaði sem dansari hjá Íslenska Dansflokknum. „Við tókum strax eftir hvoru öðru og svo einn góðan veðurdag fékk ég símtal frá honum þar sem hann bauð mér á deit. Fyrsta deitið var þann 11.11 sem nú er gjarnan kallaður Singles Day í okkar dásamlega kapítalíska neyslusamfélagi en fyrir okkur er dagurinn no-more-single-day því við erum búin að vera límd saman síðan þá, í 11 ár,“ segir Ellen á léttum nótum. Hjónin eiga saman tvo drengi, þá Hrafn Jóhann og Halldór Hólmar. Ljósmynd/Eva Schram Hvenær trúlofuð þið ykkur? Addi bað mín í apríl 2019 svo við erum búin að vera trúlofuð í rúm fimm ár en við fundum að við höfðum enga þörf fyrir að gifta okkur strax og langaði eiginlega bara til að eiga það inni. Einn daginn vöknuðum við svo og bara fundum að það var kominn tími til að kýla á þetta. Fyrsta hugmyndin var nú bara að fara til sýslumanns í laumi, bjóða svo foreldrum okkar út að borða og eiga inni seinna að halda grand og flotta brúðkaupsveislu. Svo var bara eitthvað svo gaman að láta sig dreyma og þannig fór þetta að vinda uppá sig hjá okkur. Synir Ellenar og Arnmundar.Ljósmynd/Eva Schram Skipulöggðu brúðkaupið á tíu dögum Fór langur tími í að skipuleggja stóra daginn? Nei alls ekki, þar sem þetta átti að vera svo lítið og einfalt vorum við alveg á síðustu stundu. Það var ekki fyrr en svona tíu dögum fyrir að við fórum í alvöru að skipuleggja. Einhverjar vinkonur mínar sem vissu af fyrirætlununum spurðu mig reglulega hvar þetta ætti að vera og hvernig við ætluðum að hátta þessu og það var mikið hlegið þegar það voru aðeins tólf dagar í þetta og ég gat enn engu svarað. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var dásamlegur. Við fjölskyldan vöknuðum saman um morguninn, gerðum okkur fín og svo keyrðum við upp í Nesvík á Kjalarnesi þar sem athöfnin fór fram. Þar tók við svolítill undirbúningur og svo fór fólkið okkar að tínast inn. Við tókum á móti gestunum og höfðum þetta rosalega “casual”. Við gerðum allt bara rosalega mikið eftir okkar eigin höfði, fylgdum þeim hefðum sem okkur fannst passa við okkur og hentum öðrum út um gluggann. Ragnar Ísleifur hjá Siðmennt gaf okkur saman og hann var æðislegur, kom með góða blöndu af sprelli og fallegum orðum. Við fórum með heiti til hvors annars sem við hágrétum og hlóum yfir til skiptis.Það var minn uppáhalds hluti af athöfninni og deginum öllum, ásamt því að finna fyrir væntumþykjunni og stuðningnum frá nánasta fólkinu okkar. Allir voru svo opnir og glaðir og ástin áþreifanleg í loftinu. Þetta var bara fullkomið, meira að segja sólin lét sjá sig þrátt fyrir að spáin hefði verið herfileg. Ljósmynd/Eva Schram Yesmine Olsson, ásamt tveimur stórkostlegum kokkum frá henni rigguðu upp algjörri veislu fyrir bragðlaukana. Indverskir smáréttir með sænsku ívafi, frumlegir og öðruvísi réttir sem voru sjónrænt mjög fallegir í þokkabót. Yesmine er með æðislegan veitingastað á Pósthús Mathöll sem heitir Funky Bhangra og landinn getur aldeilis verið spenntur því þau hjónin, Yesmine og Addi Fannar ætla einmitt að opna veisluþjónustu á þessu ári, en við vorum svo heppin að fá að vera einskonar tilraunadýr. Svo var bara borðað, spjallað, dansað og knúsað þar til fólk fór að tínast heim. Við þurftum að byrja svo snemma til að ná sólarljósinu á þessum stysta degi ársins að við vorum bara komin snemma heim og gátum svæft synina og haft það svo huggulegt saman heima um kvöldið. Ljósmynd/Eva Schram Ljósmynd/Eva Schram Dönsuðu fyrsta dansinn með strákana í fanginu Hvaðan fenguði innblástur? Við vorum ekki beint að elta neinn innblástur nema okkur sjálf og kannski einfaldleikann. Við gerðum allt bara nákvæmlega eins og okkur langaði og reyndum að halda flækjustiginu sem lægstu. Við vorum meðvituð um að við værum að gera þetta til að eiga góða stund og búa til fallegar minningar en ekki til að hafa þetta “fullkomið” eða til að þóknast neinum öðrum en okkur sjálfum. Voru einhver skemmtiatriði? Ekki beint en í lok athafnarinnar fluttu vinir okkar og vinkona lag. Ég vissi að vinir okkar, Guðmundur Óskar og Rubin myndu spila en Addi kom mér á óvart með að fá Unni Elísabetu eina af bestu vinkonum mínum til að syngja lagið. Það var mjög óvænt ánægja. Svo dönsuðum við Addi fyrsta dansinn með strákana okkar í fanginu á milli aðal- og eftirréttar og þá myndaðist rosalega falleg stemning þar sem gestirnir mynduðu hring í kringum litlu fjölskylduna, leiddust og sungu til okkar. Ljósmynd/Eva Schram Brúðarkjóllinn og skórnir úr Extraloppunni Hvað voru margir gestir? Þetta hafa verið milli 30 og 40 manns. Hvaðan eru fötin ykkar? Jakkafötin hans Adda eru frá Kormáki og Skyldi en það er nú gaman að segja frá því að bæði kjóllinn minn og skórnir fundust í Extraloppunni í vikunni fyrir og kostuðu saman innan við 10 þúsund krónur. Ég hef verið spurð hvort kjóllinn hafi verið sérsaumaður og ég veit ekki hvað og hvað og finnst það mjög fyndið í ljósi aðstæðna. Ljósmynd/Eva Schram Var eitthvað sem kom mest á óvart? Kannski bara hvað þetta var ótrúlega gaman og mikið þess virði að láta verða af þessu. Ég mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar. Að gefa ástinni pláss og fagna henni. Ekkert er sjálfsagt í þessum heimi, lífið er hverfult og það er svo þess virði að gefa sér tíma og rými til að fagna og þakka fyrir það fallega sem maður hefur. Eruð þið með eitthvað gullið ráð fyrir komandi brúðhjón? Verið þið sjálf í einu og öllu. Eltið þær hefðir sem heilla ykkur og sleppið hinum. Gerið þetta fyrir ykkur og munið að þetta á að vera gaman. Munið að fegurðin býr í ykkur eins og þið eruð og fólk elskar að koma saman og samgleðjast ykkur. Ljósmynd/Eva Schram
Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Leikhús Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira