Lífið

Inga Tinna og Logi greina frá kyni barnsins

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Logi Geirsson fyrrverandi landsliðsmaður og Inga Tinna eigandi Dineout eru glæsilegt par.
Logi Geirsson fyrrverandi landsliðsmaður og Inga Tinna eigandi Dineout eru glæsilegt par. Instgram

Athafnakonan Inga Tinna Sigurðardóttir og handboltakempan Logi Geirsson eiga von á stúlku í ágúst.

Parið greindi frá kyni barnsins í myndbandi á Instagram í dag. Þar sjást þau hleypa af bleikum konfettísprengjum á sólarströnd. „Prinsessa Logadóttir væntanleg í ágúst,“ stendur við færsluna. Þau greindu frá því að þau ættu von á barni á sumardaginn fyrsta.

Inga Tinna og Logi fóru að stinga saman nefjum í upphafi ársins 2023. Bæði hafa getið sér góðs orðs innan sinna starfsgreina. Inga sem frumkvöðull á sviði hugbúnaðarlausna og Logi í handboltanum.

Stúlkan verður fyrsta barn Ingu en fyir á Logi tvö börn. 


Tengdar fréttir

Inga Tinna og Logi Geirs nýtt stjörnupar

Inga Tinna Sigurðardóttir stofnandi og framkvæmdarstýra Dineout og Logi Geirsson fyrrum landsliðsmaður í handbolta og einkaþjálfari eru nýtt par.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×