Samgönguslys

Fréttamynd

Sjö bíla á­rekstur í Ár­túns­brekku

Laust eftir klukkan 17 í dag varð árekstur í Ártúnsbrekku við eldsneytisstöð N1 í austurátt. Alls voru sjö bílar sem lentu saman. Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka.

Innlent
Fréttamynd

Strokkur vélarinnar gaf sig vegna málm­þreytu­brots í gormi

Flugvél sem nauðlenti á Fúlukinnarfjalli í júlí síðasta sumar var með brotinn gormahaldara og ábótavana smurningu á strokki. Er því beint til umsjónarmanna véla með svipaða hreyfla að huga vel að tengingu olíuleiðsna. Þá er því beint til hönnuðar vélarinnar að endurskoða notkun á riffluðum málmrörum í olíkerfi hreyfilsins. 

Innlent
Fréttamynd

Mörg þúsund lítrar málningar láku í Mosfellsbæ

Mörg þúsund lítrar af hvítri málningu láku út á þjóðveginn við Varmá í Mosfellsbæ þegar farmur bíls valt um hálf sex leytið í kvöld. Fulltrúar Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlitsins og efnaeyðingar Terra eru að vinna að því að hreinsa upp málninguna.

Innlent
Fréttamynd

Tærð­ur geym­ir olli spreng­ing­unn­i í Álf­heim­um

Þrýstigeymirinn sem sprakk í bíl sem lagt var á þjónuststöð Olís við Álfheima í febrúar síðastliðnum var verulega tærður og orsakaði það skert þrýstingsþol. Ökumaðurinn bílsins kastaðist frá bílnum þegar sprengingin varð við áfyllingu metaneldsneytis, tvö önnur ökutæki skemmdust einnig og tveir hlutu áverka.

Innlent
Fréttamynd

Safna fyrir vin sinn sem lenti í hjólaslysi

Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Félagar hans úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar hafa tekið sig til og efnt til söfnunar fyrir Elís. Markmiðið er að ná að safna fyrir sérútbúnu fjallahjóli svo Elís geti hjólað með þeim á ný.

Innlent
Fréttamynd

Hinn látni karlmaður um áttrætt

Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Bíl­slys á Reykja­nes­braut

Umferðarslys varð á Reykjanesbraut á áttunda tímanum í kvöld. Talið er að ökumaður hafi keyrt út af nálægt Kúagerði. Ekki hafi verið um að ræða árekstur.

Innlent
Fréttamynd

Bíll með hesta­kerru valt nærri Blá­fjalla­af­leggjara

Ökumann og hest sakaði lítið þegar bíll með hestakerru í eftirdragi valt á Suðurlandsvegi nærri afleggjaranum að Bláfjöllum í dag. Dælubíll slökkviliðs var sendur á staðinn vegna þess að slysið átti sér stað inni á vatnsverndarsvæði.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir var­kárni öku­manna eftir að hafa orðið fyrir bíl

Ekið var á arkitektinn Hildi Gunnlaugsdóttur er hún hjólaði á gangstétt upp Njálsgötu í gær. Hún slapp vel með skrekkinn en biður ökumenn um að gæta sín betur þegar gangstéttir eru þveraðar. Hver viti nema kona með barnavagn eða barn á hjóli sé sá sem er á leið á gangstéttinni. 

Innlent
Fréttamynd

Fiskur þakti Suður­lands­veg

Farmur sem innihélt fisk féll af vörubíl á Suðurlandsvegi við Svínahraun á fimmta tímanum í dag. Lögregla segir að hreinsun hafi gengið vel á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ennþá í áfalli eftir þetta“

„Við héldum að þetta væri eitthvað hryðjuverkadæmi. Það var ekki eins og þetta væri einhver lítil Súkka að bakka óvarlega út úr stæði,“ segir kærasta konunnar sem slasaðist í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

„Það rigndi yfir okkur gler­brotum“

Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum, keyrði á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík í dag. Glerbrotum rigndi yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar sem var verulega brugðið.

Innlent
Fréttamynd

Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi.

Innlent