Innlent

Karl­maðurinn sem lést í Lækjar­götu var þriggja barna faðir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Marek Dementiuk var pólskur og hafði verið búsettur á Íslandi í sextán ár.
Marek Dementiuk var pólskur og hafði verið búsettur á Íslandi í sextán ár.

Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.

Marek var starfsmaður hjá H.K. Trésmíði og var á vinnubíl fyrirtækisins þegar slysið átti sér stað. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, vinur Mareks úr Njarðvík, sér á eftir traustum vini.

„Þetta var góður drengur sem vildi öllum vel,“ segir Sveinbjörns. Marek hafi komið til landsins í leit að betra lífi árið 2007. Nokkrum árum síðar tókst með þeim mikill og traustur vinskapur.

„Hann var hörkuduglegur drengur og góður vinur minn. Alltaf tilbúinn að hjálpa öllum, fullur af hugmyndum og alltaf að leita að leiðum til að gera hlutina enn betur.“

Styrktarsjóður hefur verið stofnaður til að létta álagið á fjölskyldu Mareks.

Kt: 040984-4619

Rnr: 0123-15-129201

Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×