Samkeppnismál

Fréttamynd

Samkeppniseftirlitið skoðaði tengsl erlendu innviðafjárfestanna

Athugun Samkeppniseftirlitsins á samstarfi Digital Bridge, kaupanda á tilteknum fjarskiptainnviðum Sýnar og Nova, við franska sjóðastýringarfélagið Ardian, sem hefur náð samkomulagi um kaup á Mílu, leiddi í ljós að hagsmunatengsl erlendu innviðafjárfestanna væru hverfandi lítil.

Innherji
Fréttamynd

Mögu­leg á­byrgð dóttur­fé­lags á sam­keppnis­laga­brotum móður­fé­lags

Í réttarframkvæmd hefur almennt verið gengið út frá því að náin tengsl á milli tveggja eða fleiri lögaðila geti leitt til þess að litið verður á þá sem eitt og sama fyrirtækið í skilningi samkeppnislaga enda sé hugtakið fyrirtæki af efnahagslegum toga en ekki lagalegu. Slík tengsl geta meðal annars verið á milli móður- og dótturfélaga sem hefur þá í för með sér að þau verða talin mynda eina efnahagslega einingu.

Umræðan
Fréttamynd

Samkeppni við sjálfstæða Mílu verður prófsteinn fyrir Ljósleiðarann

Salan á Mílu, dótturfélagi Símans, gæti leitt til harðari samkeppni um stærstu kúnna Ljósleiðarans, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur og er helsti keppinautur Mílu. Ljósleiðarinn vill fá betri aðgang að NATO-strengnum og framkvæmdastjórinn segist sjá tækifæri á lagningu á nýjum ljósleiðarastreng hringinn í kringum landið. 

Innherji
Fréttamynd

Tæki­færi til að koma viti í á­fengis­markaðinn

Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu ítrekað vakið athygli á furðulegri stöðu, óvissu og þversögnum, sem uppi eru á áfengismarkaðnum á Íslandi. Nú þegar stjórnarflokkarnir sitja og ræða áframhaldandi samstarf er frábært tækifæri til að leggja drög að því að koma viti í þennan markað.

Skoðun
Fréttamynd

Rót­grónir heild­sölurisar fá að sam­einast

ÍSAM, Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifing hafa fengið heimild frá Samkeppniseftirlitinu til sameiningar á heildsölurekstri. Samkeppniseftirlitið birti í dag ákvörðun þess efnis en sameiningunni fylgja skilyrði þar sem fyrirtækin skuldbinda sig til að „eyða þeirri samkeppnisröskun sem samruninn hefði að öðrum kosti leitt til“.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir ný tíðindi að MS sé boðberi sannleikans

Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku og síðar Mjólkurbúsins KÚ, segir alveg ný tíðindi að Mjólkursamsalan sé boðberi sannleikans. Mjólkursamsalan gagnrýndi orð forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu fylgiblaði Fréttablaðsins í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Við styðjum aukna sam­keppni á raf­orku­markaði

Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl á raforkumarkaði hér á landi á undanförnum árum og samkeppnin þar með aukist hröðum skrefum. Heimili og fyrirtæki hafa notið góðs af lækkandi raforkuverði, sem fylgt hefur þessari jákvæðu þróun.

Skoðun
Fréttamynd

TT3 kaupir Ormsson og SRX

TT3 ehf. hefur keypt allt hlutafé í raftækjaheildversluninni SRX ehf. og Ormsson ehf. Með kaupunum munu fyrirtækin SRX ehf. og Ormsson ehf. verða sameinuð sem mun gefa mikla möguleika á kostnaðarhagræðingu og aukinni hagkvæmni vegna stærðar og breiddar, segir í tilkynningu. Kaupin hafa verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vonar að stjórnvöld endurtaki ekki leikinn

Styrkir sem stjórnvöld veittu háskólum til að bjóða upp á sumarnámskeið á síðasta ári fólu ekki í sér ólögmæta ríkisaðstoð að sögn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Félag atvinnurekenda (FA) er ósammála niðurstöðunni og segir hana vera vonbrigði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slökkva á 156 götu­hleðslum í borginni og kenna Ísorku um

Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní.

Neytendur