Samkeppni um innlán skilar heimilum yfir tíu milljörðum í auknar vaxtatekjur
Það hefur orðið „algjör breyting“ á innlánamarkaði eftir innkomu Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, fyrir meira en þremur árum og núna eru allir bankarnir að bjóða innlánavexti á óbundnum reikningum sem eru nálægt stýrivöxtum Seðlabankans, að sögn bankastjóra Kviku. Auðvelt sé að færa rök fyrir því að þessi umskipti séu að skila heimilum um 10 milljörðum króna eða meira í auknar vaxtatekjur á hverju ári.
Tengdar fréttir
Landsbankinn mætir aukinni samkeppni með hærri innlánsvöxtum
Landsbankinn býður nú viðskiptavinum sem spara í appi 5,25 prósent innlánsvexti. Það eru hæstu vextir sem bankinn býður á óbundnum innlánsreikningum, óháð fjárhæð. Bankinn hækkaði innlánsvexti á óbundnum innlánum um 1,35 prósent úr 3,9 prósentum.