Fór hörðum orðum um Ríkisútvarpið og hefur lagt fram kæru Snorri Másson skrifar 14. desember 2022 19:31 Arnþrúður Karlsdóttir eigandi Útvarps Sögu hefur lagt fram kæru á hendur íslenska ríkinu vegna hindrana í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Hún segir fjölmiðlastyrki hins opinbera vera orðnir að geðþóttaákvörðun stjórnvalda hverju sinni, eins og sýni sig í því að N4 geti fengið fjárlaganefnd til að bæta við 100 milljóna styrk, en að Útvarp Saga fái engan. Umrædd kæra hefur verið send til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, og ríkið er þar sakað um brot á samkeppnisreglum EES-samningsins. Arnþrúður greindi frá kærunni í viðtali í Íslandi í dag, en viðtalið má sjá hér að ofan og það hefst á sautjándu mínútu. Þar er farið um víðan völl. Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri hefur marga fjöruna sopið á fjölmiðlamarkaði. Hún hefur engin svör fengið um lögmæti starfsemi Ríkisútvarpsins samkvæmt EES-samningnum og hefur nú kært málið til evrópskra eftirlitsaðila.Vísir/Bjarni Útvarp Saga hefur að sögn Arnþrúðar ítrekað óskað eftir skýringum frá Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á því hver réttlætingin sé á því að Ríkisútvarpið sé hvort tveggja fjármagnað með nefskatti og með þátttöku í samkeppni á auglýsingamarkaði, en engin svör hafi borist. Arnþrúður segir þetta ekki síst spurningu um tjáningarfrelsi í landinu. Ef yfirburðir ríkismiðilsins kæfa rekstrarmöguleika annarra miðla, eins og þeir hafi þegar gert, sé tjáningarfrelsinu hætta búin. „Eftir því sem fjölmiðlar hafa meira fjármagni úr að spila þeim mun lengra ná þeir, geta stækkað og blómstrað og komið sínu að,“ segir Arnþrúður. „Tekjufallið notað gegn okkur“ Útvarp Saga er eini ljósvakamiðillinn sem ekki fékk rekstrarstyrk frá hinu opinbera á þessu ári, þrátt fyrir að hafa lagt inn umsókn. Arnþrúður var spurð hvers vegna hún teldi að svo hefði verið; hvort það væri vanskil fyrirtækisins, sem eru nokkur, eða hvort það væri vegna þess að miðillinn sé á „dauðalista djúpríkisins“ eins og Arnþrúður hefur sjálf sagt. „Margir spyrja sig að því. Auðvitað erum við eini ljósvakamiðillinn sem fengum ekki stuðning. En Útvarp Saga greiðir margar milljónir í tekjuskatt árlega og þetta er feykilega góður rekstur hjá okkur. Aftur á móti urðum við fyrir miklu tekjufalli þegar Covid kom upp og vorum ekki búin að borga alla skatta um áramót. Það var notað gegn okkur en að öðru leyti uppfylltum við öll skilyrði,“ segir Arnþrúður. Ekki var fallist á beiðni Arnþrúðar um að áhrif faraldursins yrðu tekin til greina við endurskoðun málsins. Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður helstu stjörnur Útvarps Sögu hafa staðið vaktina árum saman.Útvarp Saga Arnþrúður segir að Útvarp Saga gæti verið stærri og öflugri miðill ef ekki væri fyrir fjárhagstjónið sem fyrirtækið hafi beðið á undanförnum árum. „Ég tel okkar stöðu gríðarlega mikilvæga vegna þess að við erum að varpa ljósi á hina hlið mála oft og tíðum, af því að við segjum gjarnan að það sem er stóra fréttin í dag er það sem kemur ekki í fréttum hjá til dæmis RÚV,“ segir Arnþrúður. „RÚV er með lagaskyldu á sér, þeir hafa lagaskyldu til að draga saman sem flest sjónarmið en það þverbrjóta þeir að mínu mati og það er látið viðgangast.“ „Þetta er orðið núna eins og geðþóttaákvörðun“ Arnþrúður nefnir að Útvarp Saga fái ekki að biðja fjárlaganefnd um sérstakan stuðning, eins og virðist hafa verið tilfellið í beiðni norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 um aukinn rekstrarstuðning fyrir sjónvarpsmiðla á landsbyggðinni, sem var samþykktur í vikunni. Hann hljóðar upp á 100 milljónir og einu fyrirtækin sem uppfylla skilyrðin eru einmitt N4 og Víkurfréttir. Arnþrúður segir eðlilegt að það sé tekið til sérstakrar rannsóknar ef raunveruleikinn er sá að Alþingi telji rétt að styðja þessa tvo miðla sérstaklega. „Þá er ríkið farið að misnota þessa heimild sína til að veita fjölmiðlum aðstoð,“ segir Arnþrúður. „Þetta er orðið núna eins og geðþóttaákvörðun. Mér sýnist það líka gagnvart okkur. Þetta er geðþóttaákvörðun. Og verkin tala og það er ráðherra sem ber ábyrgð á því.“ Tilkynning Útvarps Sögu um kæru á hendur íslenska ríkinu Útvarp Saga hefur sent kæru til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna brota á samkeppnisreglum EES samningsins. Íslensk stjórnvöld heimila RÚV að starfa á auglýsingamarkaði jafnframt því að ríkisfjölmiðillinn fær lögbundnar greiðslur í formi nefskatts. Forréttindastaða RÚV hindrar eðlilega samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Útvarp Saga vill ekki starfa lengur og búa við þessi ólögmætu samkeppnisskilyrði á markaði þar sem réttmætar samkeppnisreglur eru hafðar að engu. RÚV starfar eins og einkarekinn fjölmiðill á markaði í eigu ríkisins með lögbundnar tekjur frá skattgreiðendum. Telur Útvarp Saga að hér sé um að ræða brot á 4. gr. samkeppnislaga EES samningsins og erfitt sé reka frjálsa fjölmiðla við þessar aðstæður þar sem valdhafar mismuni fjölmiðlum með þessum hætti. Útvarp Saga hefur sent fyrirspurn til Lilju Alfreðsdóttur menningar - og viðskiptaráðherra og óskað ítrekað eftir svörum þess efnis hvaða lagaheimildir séu til staðar sem heimili RUV að vera á auglýsingamarkaði jafnframt því að hafa lögbundnar tekjur frá skattgreiðendur í formi nefskatts en ráðherrann hafi engu svarað s.l. 3 mánuði. Einnig spurði Utvarp Saga ráðherrann hvort RUV væri á auglýsingamarkaði á grundavelli undanþágu frá samkeppnisreglum EES samningsins en ráðherrann hefur heldur elkki viljað svara því. Vegna lagaóvissu og mismunum á markaði leitar Útvarp Saga nú til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA í þeirri von að stofnunin láti málið til sín taka. Jafnframt kemur fram að Útvarp Saga telur að á starfsfólki Útvarps Sögu sé brotið tjáningarfrelsi skv. 10.gr. mannréttindasáttmála Evrópusambandsins sem hefur verið leiddur inn í íslenskan landsrétt. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Menning Samkeppnismál Evrópusambandið Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Arnþrúður segir sig og Útvarp Sögu á dauðalista Djúpríkisins Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segir meiðyrðadóminn að engu hafandi. 12. febrúar 2020 10:33 Rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segir dóm Landsréttar furðulegan. 12. apríl 2019 16:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Umrædd kæra hefur verið send til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, og ríkið er þar sakað um brot á samkeppnisreglum EES-samningsins. Arnþrúður greindi frá kærunni í viðtali í Íslandi í dag, en viðtalið má sjá hér að ofan og það hefst á sautjándu mínútu. Þar er farið um víðan völl. Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri hefur marga fjöruna sopið á fjölmiðlamarkaði. Hún hefur engin svör fengið um lögmæti starfsemi Ríkisútvarpsins samkvæmt EES-samningnum og hefur nú kært málið til evrópskra eftirlitsaðila.Vísir/Bjarni Útvarp Saga hefur að sögn Arnþrúðar ítrekað óskað eftir skýringum frá Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á því hver réttlætingin sé á því að Ríkisútvarpið sé hvort tveggja fjármagnað með nefskatti og með þátttöku í samkeppni á auglýsingamarkaði, en engin svör hafi borist. Arnþrúður segir þetta ekki síst spurningu um tjáningarfrelsi í landinu. Ef yfirburðir ríkismiðilsins kæfa rekstrarmöguleika annarra miðla, eins og þeir hafi þegar gert, sé tjáningarfrelsinu hætta búin. „Eftir því sem fjölmiðlar hafa meira fjármagni úr að spila þeim mun lengra ná þeir, geta stækkað og blómstrað og komið sínu að,“ segir Arnþrúður. „Tekjufallið notað gegn okkur“ Útvarp Saga er eini ljósvakamiðillinn sem ekki fékk rekstrarstyrk frá hinu opinbera á þessu ári, þrátt fyrir að hafa lagt inn umsókn. Arnþrúður var spurð hvers vegna hún teldi að svo hefði verið; hvort það væri vanskil fyrirtækisins, sem eru nokkur, eða hvort það væri vegna þess að miðillinn sé á „dauðalista djúpríkisins“ eins og Arnþrúður hefur sjálf sagt. „Margir spyrja sig að því. Auðvitað erum við eini ljósvakamiðillinn sem fengum ekki stuðning. En Útvarp Saga greiðir margar milljónir í tekjuskatt árlega og þetta er feykilega góður rekstur hjá okkur. Aftur á móti urðum við fyrir miklu tekjufalli þegar Covid kom upp og vorum ekki búin að borga alla skatta um áramót. Það var notað gegn okkur en að öðru leyti uppfylltum við öll skilyrði,“ segir Arnþrúður. Ekki var fallist á beiðni Arnþrúðar um að áhrif faraldursins yrðu tekin til greina við endurskoðun málsins. Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður helstu stjörnur Útvarps Sögu hafa staðið vaktina árum saman.Útvarp Saga Arnþrúður segir að Útvarp Saga gæti verið stærri og öflugri miðill ef ekki væri fyrir fjárhagstjónið sem fyrirtækið hafi beðið á undanförnum árum. „Ég tel okkar stöðu gríðarlega mikilvæga vegna þess að við erum að varpa ljósi á hina hlið mála oft og tíðum, af því að við segjum gjarnan að það sem er stóra fréttin í dag er það sem kemur ekki í fréttum hjá til dæmis RÚV,“ segir Arnþrúður. „RÚV er með lagaskyldu á sér, þeir hafa lagaskyldu til að draga saman sem flest sjónarmið en það þverbrjóta þeir að mínu mati og það er látið viðgangast.“ „Þetta er orðið núna eins og geðþóttaákvörðun“ Arnþrúður nefnir að Útvarp Saga fái ekki að biðja fjárlaganefnd um sérstakan stuðning, eins og virðist hafa verið tilfellið í beiðni norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 um aukinn rekstrarstuðning fyrir sjónvarpsmiðla á landsbyggðinni, sem var samþykktur í vikunni. Hann hljóðar upp á 100 milljónir og einu fyrirtækin sem uppfylla skilyrðin eru einmitt N4 og Víkurfréttir. Arnþrúður segir eðlilegt að það sé tekið til sérstakrar rannsóknar ef raunveruleikinn er sá að Alþingi telji rétt að styðja þessa tvo miðla sérstaklega. „Þá er ríkið farið að misnota þessa heimild sína til að veita fjölmiðlum aðstoð,“ segir Arnþrúður. „Þetta er orðið núna eins og geðþóttaákvörðun. Mér sýnist það líka gagnvart okkur. Þetta er geðþóttaákvörðun. Og verkin tala og það er ráðherra sem ber ábyrgð á því.“ Tilkynning Útvarps Sögu um kæru á hendur íslenska ríkinu Útvarp Saga hefur sent kæru til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna brota á samkeppnisreglum EES samningsins. Íslensk stjórnvöld heimila RÚV að starfa á auglýsingamarkaði jafnframt því að ríkisfjölmiðillinn fær lögbundnar greiðslur í formi nefskatts. Forréttindastaða RÚV hindrar eðlilega samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Útvarp Saga vill ekki starfa lengur og búa við þessi ólögmætu samkeppnisskilyrði á markaði þar sem réttmætar samkeppnisreglur eru hafðar að engu. RÚV starfar eins og einkarekinn fjölmiðill á markaði í eigu ríkisins með lögbundnar tekjur frá skattgreiðendum. Telur Útvarp Saga að hér sé um að ræða brot á 4. gr. samkeppnislaga EES samningsins og erfitt sé reka frjálsa fjölmiðla við þessar aðstæður þar sem valdhafar mismuni fjölmiðlum með þessum hætti. Útvarp Saga hefur sent fyrirspurn til Lilju Alfreðsdóttur menningar - og viðskiptaráðherra og óskað ítrekað eftir svörum þess efnis hvaða lagaheimildir séu til staðar sem heimili RUV að vera á auglýsingamarkaði jafnframt því að hafa lögbundnar tekjur frá skattgreiðendur í formi nefskatts en ráðherrann hafi engu svarað s.l. 3 mánuði. Einnig spurði Utvarp Saga ráðherrann hvort RUV væri á auglýsingamarkaði á grundavelli undanþágu frá samkeppnisreglum EES samningsins en ráðherrann hefur heldur elkki viljað svara því. Vegna lagaóvissu og mismunum á markaði leitar Útvarp Saga nú til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA í þeirri von að stofnunin láti málið til sín taka. Jafnframt kemur fram að Útvarp Saga telur að á starfsfólki Útvarps Sögu sé brotið tjáningarfrelsi skv. 10.gr. mannréttindasáttmála Evrópusambandsins sem hefur verið leiddur inn í íslenskan landsrétt.
Tilkynning Útvarps Sögu um kæru á hendur íslenska ríkinu Útvarp Saga hefur sent kæru til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna brota á samkeppnisreglum EES samningsins. Íslensk stjórnvöld heimila RÚV að starfa á auglýsingamarkaði jafnframt því að ríkisfjölmiðillinn fær lögbundnar greiðslur í formi nefskatts. Forréttindastaða RÚV hindrar eðlilega samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Útvarp Saga vill ekki starfa lengur og búa við þessi ólögmætu samkeppnisskilyrði á markaði þar sem réttmætar samkeppnisreglur eru hafðar að engu. RÚV starfar eins og einkarekinn fjölmiðill á markaði í eigu ríkisins með lögbundnar tekjur frá skattgreiðendum. Telur Útvarp Saga að hér sé um að ræða brot á 4. gr. samkeppnislaga EES samningsins og erfitt sé reka frjálsa fjölmiðla við þessar aðstæður þar sem valdhafar mismuni fjölmiðlum með þessum hætti. Útvarp Saga hefur sent fyrirspurn til Lilju Alfreðsdóttur menningar - og viðskiptaráðherra og óskað ítrekað eftir svörum þess efnis hvaða lagaheimildir séu til staðar sem heimili RUV að vera á auglýsingamarkaði jafnframt því að hafa lögbundnar tekjur frá skattgreiðendur í formi nefskatts en ráðherrann hafi engu svarað s.l. 3 mánuði. Einnig spurði Utvarp Saga ráðherrann hvort RUV væri á auglýsingamarkaði á grundavelli undanþágu frá samkeppnisreglum EES samningsins en ráðherrann hefur heldur elkki viljað svara því. Vegna lagaóvissu og mismunum á markaði leitar Útvarp Saga nú til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA í þeirri von að stofnunin láti málið til sín taka. Jafnframt kemur fram að Útvarp Saga telur að á starfsfólki Útvarps Sögu sé brotið tjáningarfrelsi skv. 10.gr. mannréttindasáttmála Evrópusambandsins sem hefur verið leiddur inn í íslenskan landsrétt.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Menning Samkeppnismál Evrópusambandið Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Arnþrúður segir sig og Útvarp Sögu á dauðalista Djúpríkisins Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segir meiðyrðadóminn að engu hafandi. 12. febrúar 2020 10:33 Rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segir dóm Landsréttar furðulegan. 12. apríl 2019 16:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Arnþrúður segir sig og Útvarp Sögu á dauðalista Djúpríkisins Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segir meiðyrðadóminn að engu hafandi. 12. febrúar 2020 10:33
Rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segir dóm Landsréttar furðulegan. 12. apríl 2019 16:41