Viðskipti innlent

Kaup KS á Gunnars ógild

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kaupfélag Skagfirðinga festi kaup á Gunnars ehf. síðasta sumar með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Kaupfélag Skagfirðinga festi kaup á Gunnars ehf. síðasta sumar með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. vísir

Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum.

Samkeppniseftirlitið tilkynnti um ákvörðun sína í dag. 

Tilkynnt var um kaup KS á Gunnars ehf. síðasta sumar og voru þá háð samþykki Samkeppniseftirlitsins sem fékk tilkynningu um samrúnann 19. júlí 2022. 

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að með kaupunum hefðu runnið saman tveir af stærstu framleiðendum á majónesi og köldum sósum á Íslandi. Fyrirtækin selji sömu vörur til dagvöruverslana og stórnotenda en KS framleiðir og deifir sósum undir merkjum E. Finnsson og Vogabæjar. 

Samkeppniseftirlitið telur að samruninn haft alvarlegar afleiðingar fyrir samkeppni, viðskiptavinum og neytendum til tjóns. Með samrunanum hefði markðasráðandi staða orðið til á markaði þar sem fáir framleiðendur séu þegar til staðar. Þá séu fyrirtækin nánir og mikilvægir keppinautar en auk þess hefði samruninn skaðleg útilokunaráhrif og umsvif Kaupfélagsins aukist með lóðréttri samþættingu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×