Kaup og sala fyrirtækja Kaup SKEL á INNO verðlaunuð í Belgíu og sögð tryggja framtíð verslunarkeðjunnar Kaupin á belgísku verslunarkeðjunni INNO, sem fjárfestingafélagið SKEL stóð að í samfloti með sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia, hafa hlotið árleg viðskiptaverðlaun í flokki meðalstórra viðskipta í Belgíu á árinu 2024. Eftir kaupin er framtíð verslunarkeðjunnar sögð vera tryggð í höndum reynslumikilla fjárfesta á smásölumarkaði en SKEL hefur sagt aðstæður á þeim markaði í Evrópu vera mjög áhugaverðar eftir miklar áskoranir síðustu árin. Innherji 2.12.2024 16:15 Gunnars loksins selt Myllan-Ora ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem þekktast er fyrir framleiðslu á majónesi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur áður ógilt kaup á majónesframleiðandanum. Viðskipti innlent 2.12.2024 12:04 Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Hagar hafa undirritað endanlegan kaupsamning vegna kaupa á færeyska verslanarisanum P/F SMS. Félagið rekur átta Bónusverslanir í Færeyjum, fjórar smærri verslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn. Viðskipti innlent 27.11.2024 16:59 Framtakssjóðurinn Aldir verður leiðandi fjárfestir í Dropp Framtakssjóður í rekstri Aldir hefur eignast leiðandi hlut í fyrirtækinu Dropp, bæði með kaupum á nýju hlutafé sem er gefið út og eins með því að kaupa hluta af bréfum núverandi hluthafa. Félagið hefur stækkað hratt á undanförnum árum, meðal annars með kaupum á Górillu vöruhúsi, og sér fram á frekari fjárfestingar til að styðja við áframhaldandi vöxt. Innherji 25.11.2024 14:49 Aðaleigandi Novo Nordisk að kaupa Benchmark fyrir um 45 milljarða Félag í eigu Novo Holdings, sem fer með ráðandi eignarhlut í danska lyfjarisanum Novo Nordisk, hefur náð bindandi samkomulagi um að kaupa Benchmark Holdings fyrir samtals allt að 260 milljónir punda. Fyrirtækið er meðal annars eigandi Benchmark Genetics Iceland, áður Stofnfiskur, sem er með umfangsmikla starfsemi hér á landi í kynbótum á laxi og framleiðslu hrogna. Innherji 25.11.2024 11:09 Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Mæðgurnar og eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi þær Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundsdóttir hafa selt pylsuvagninn, sem stendur við Ölfusárbrú. Nýju eigendurnir eru þau Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg og núverandi bæjarfulltrúi og Snorri Sigurðarson, athafnamaður. Þau taka við rekstrinum 1. janúar 2025. Kaupverð er trúnaðarmál. Viðskipti innlent 22.11.2024 14:59 KS við það að kaupa B. Jensen Kaupfélag Skagfirðinga er sagt í þann mund að kaupa B. Jensen. Viðskipti innlent 14.11.2024 22:58 ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Norska fjármála og tæknifyrirtækisins ECIT AS hefur keypt meirihluta í bókhalds- og launaþjónustu KPMG sem rekin hefur verið undir heitinu Bókað. Gert er ráð fyrir endanlegum frágangi viðskiptanna í ársbyrjun 2025 en KPMG verður áfram hluthafi. Greint er frá þessu í tilkynningu frá KPMG. Viðskipti innlent 6.11.2024 15:46 Akademias tekur yfir rekstur Avia Fræðslufyrirtækið Akademias tók nýverið yfir rekstur Avia, sem stofnað var árið 2021 og þjónustar nú þegar um fimmtán þúsund notendur hjá um fjörutíu vinnustöðum. Viðskipti innlent 4.11.2024 15:45 Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðræðum Samkaupa og Skeljar fasteignarfélags um samruna Samkaupa og dótturfélaga Skeljar, Heimkaupa og Orkunnar, hefur verið slitið. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA á Skel hafi haft áhrif á slitin. Viðskipti innlent 30.10.2024 18:24 Hagar færa út kvíarnar og kaupa færeyskt verslunarfélag fyrir um níu milljarða Smásölurisinn Hagar hefur náð samkomulagi við eigendur verslunarfélagsins P/F SMS í Færeyjum, sem rekur meðal annara átta Bónusverslanir, fyrir jafnvirði meira en níu milljarða króna í því skyni að auka umsvif félagsins í dagvöruverslun. Hinir færeysku eigendur SMS fá að hluta greitt með bréfum í Högum en fjárfestar taka vel í tíðindin og hlutabréfaverðið hækkað skarpt í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni. Innherji 22.10.2024 10:15 Fimm milljarða dómur ekki talinn varða mikilvæga hagsmuni Dómur í máli þrotabús Karl Wernerssonar og Jóns Hilmars Karlssonar, sonar hans, stendur óhaggaður. Landsréttur dæmdi Jón Hilmar til greiðslu alls um fimm milljarða króna en Hæstiréttur telur málið ekki varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni hans. Innlent 16.10.2024 14:22 Rotovia kaupir mexíkóskt fyrirtæki Dalvíska plastfyrirtækið Rotovia hefur fest kaup á mexíkóska fyrirtækinu Ollin Plastics, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hverfisteyptum afurðum. Viðskipti innlent 16.10.2024 10:37 Gengið frá sölu á hluta Endor Sýn hf. og Hexatronic hafa undirritað kaupsamning um hluta af starfsemi Endor ehf. en áður hafði verið tilkynnt um viljayfirlýsingu um kaup Hexatronic á erlendri starfsemi Endor. Viðskipti innlent 1.10.2024 16:23 Stofna félag utan um Origo og þrettán önnur rekstrarfélög Frá og með 1. nóvember mun Skyggnir eignarhaldsfélag taka til starfa og þar með flyst starfsemi Origo sem snýr að rekstrarþjónustu, innviðum og hugbúnaði í aðskilið dótturfélag, Origo ehf. Skyggnir mun fara með hluti í fjórtán rekstrarfélögum. Viðskipti innlent 1.10.2024 14:35 Framtakssjóðurinn VEX fer fyrir kaupum á sjötíu prósenta hlut í Kaptio Framtakssjóður í rekstri VEX, ásamt meðal annars stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Annata, hafa gengið frá kaupum á samtals um 70 prósenta hlut í Kaptio. Á meðal helstu seljenda á hlutum sínum eru sjóðurinn Frumtak II og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins en áætlanir gera ráð fyrir að Kaptio muni velta meira en einum milljarði í ár. Innherji 1.10.2024 12:12 Framtakssjóður Stefnis fjárfestir í Örnu og eignast kjölfestuhlut Framtakssjóðurinn SÍA IV í rekstri Stefnis hefur ákveðið að leggja mjólkurvinnslunni Örnu til nýtt hlutafé og jafnframt kaupa eignarhluti af tilteknum hluthöfum félagsins. Fjárfesting sjóðsins á að tryggja uppbyggingu og vöxt Örn en fyrirtækið, sem var með fremur lítil eigið fé um síðustu áramót, velti nærri tveimur milljörðum króna á liðnu ári. Innherji 23.9.2024 13:00 Steinar fjárfestir í Snjallgögnum Steinar Björnsson hefur bæst við hluthafahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Bright Ventures og Gísli Kr., Founders Ventures, Icelandic Venture Studio, MGMT Ventures og Tennin. Snjallgögn er tíu manna hugbúnaðarhús með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið þróar lausnir er gera vinnustöðum mögulegt að hagnýta gervigreind og gagnavísindi til að efla sölu og þjónustu ásamt því að bæta daglegan rekstur. Viðskipti innlent 17.9.2024 16:10 Árni verður hægri hönd Decks Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður næstráðandi í sameinuðu félagi JBT og Marels verði af sameiningu. Viðskipti innlent 13.9.2024 09:07 Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Áreiðanleikakönnunum í tengslum við samruna Samkaupa og tiltekinna félaga í samstæðu Skeljar fjárfestingafélags er lokið. Nú er áætlað að hlutur Skeljar í sameiginlegu félagi verði 47 prósent en áður var áætlað að hann yrði 42,7 prósent. Viðskipti innlent 9.9.2024 14:56 Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Arion banki hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Arngrimsson Advisors Limited við hluthafa félagsins. Arngrimsson Advisors hefur sinnt eignastýringarráðgjöf með áherslu á erlenda fagfjárfestasjóði og sérhæfðar fjárfestingar frá árinu 2013. Viðskipti innlent 6.9.2024 14:32 Tryggja selt til Þýskalands Tryggja ehf., sem er elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi, hefur verið selt til samevrópsku tryggingasamstæðunnar GGW Group í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggja sem verður með sölunni samstarfsfyrirtæki Leading Brokers United. Undir þeim hatti eru vátryggingarmiðlanir GGW Group sameinaðar. Viðskipti innlent 5.9.2024 09:57 Gísli Kr. bætist í eigendahóp Snjallgagna Gísli Kr. og fjárfestingafélag hans, Bright Ventures, hafa bæst við eigendahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Tennin, MGMT Ventures, Founders Ventures og Icelandic Venture Studio. Viðskipti innlent 3.9.2024 15:03 InfoMentor kaupir INNU og Völu Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Viðskipti innlent 3.9.2024 07:54 Handbært fé þúsundfaldaðist milli ára Handbært fé eignarhaldsfélags Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar, forstjóra Kerecis, ríflega þúsundfaldaðist milli áranna 2022 og 2023, úr tæpum ellefu milljónum króna í tæpa þrettán milljarða króna. Viðskipti innlent 2.9.2024 16:21 Pálmasynir selja IKEA-starfsemina í Eystrasaltslöndunum Þeir Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir hafa selt rekstur IKEA í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Þeir munu áfram reka IKEA verslunina á Íslandi. Viðskipti innlent 30.8.2024 07:37 Högnuðust um nærri tuttugu milljarða eftir söluna á Kerecis Fjárfestingafélag Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, sem var stærsti einstaki hluthafinn í Kerecis, hagnaðist um meira en nítján milljarða við risasölu á íslenska líftæknifyrirtækinu á liðnu ári, en frekari viðbótargreiðslur gætu átt eftir að skila sér. Áformað er að greiða út stærstan hluta söluhagnaðarins í arð til hluthafa. Innherji 29.8.2024 11:32 Kaupa allt hlutafé í Promennt Félagið Grenihæð ehf. hefur keypt allt hlutafé í Promennt ehf. en fyrir á félagið allt hlutafé í NTV skólanum. Viðskipti innlent 27.8.2024 08:51 Gildistími tilboðsins framlengdur John Bean Technologies Corporation hefur tilkynnt að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi í dag samþykkt beiðni félagsins um framlengingu á gildistíma valfrjáls tilboðs til hluthafa Marel hf. í allt útgefið og útistandandi hlutafé í félaginu. Viðskipti innlent 26.8.2024 15:03 Mata-systkinin gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Eik Langisjór ehf. keypti í dag sex milljónir hluta í Eik fasteignafélagi hf. og 442 milljónir hlutabréfa í félaginu af Brimgörðum ehf. Fer Langisjór og samstarfsaðilar nú með 1.029.061.237 hluta í Eik sem nemur um 30,06 prósent atkvæðisréttar í fasteignafélaginu. Viðskipti innlent 23.8.2024 14:38 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 12 ›
Kaup SKEL á INNO verðlaunuð í Belgíu og sögð tryggja framtíð verslunarkeðjunnar Kaupin á belgísku verslunarkeðjunni INNO, sem fjárfestingafélagið SKEL stóð að í samfloti með sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia, hafa hlotið árleg viðskiptaverðlaun í flokki meðalstórra viðskipta í Belgíu á árinu 2024. Eftir kaupin er framtíð verslunarkeðjunnar sögð vera tryggð í höndum reynslumikilla fjárfesta á smásölumarkaði en SKEL hefur sagt aðstæður á þeim markaði í Evrópu vera mjög áhugaverðar eftir miklar áskoranir síðustu árin. Innherji 2.12.2024 16:15
Gunnars loksins selt Myllan-Ora ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem þekktast er fyrir framleiðslu á majónesi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur áður ógilt kaup á majónesframleiðandanum. Viðskipti innlent 2.12.2024 12:04
Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Hagar hafa undirritað endanlegan kaupsamning vegna kaupa á færeyska verslanarisanum P/F SMS. Félagið rekur átta Bónusverslanir í Færeyjum, fjórar smærri verslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn. Viðskipti innlent 27.11.2024 16:59
Framtakssjóðurinn Aldir verður leiðandi fjárfestir í Dropp Framtakssjóður í rekstri Aldir hefur eignast leiðandi hlut í fyrirtækinu Dropp, bæði með kaupum á nýju hlutafé sem er gefið út og eins með því að kaupa hluta af bréfum núverandi hluthafa. Félagið hefur stækkað hratt á undanförnum árum, meðal annars með kaupum á Górillu vöruhúsi, og sér fram á frekari fjárfestingar til að styðja við áframhaldandi vöxt. Innherji 25.11.2024 14:49
Aðaleigandi Novo Nordisk að kaupa Benchmark fyrir um 45 milljarða Félag í eigu Novo Holdings, sem fer með ráðandi eignarhlut í danska lyfjarisanum Novo Nordisk, hefur náð bindandi samkomulagi um að kaupa Benchmark Holdings fyrir samtals allt að 260 milljónir punda. Fyrirtækið er meðal annars eigandi Benchmark Genetics Iceland, áður Stofnfiskur, sem er með umfangsmikla starfsemi hér á landi í kynbótum á laxi og framleiðslu hrogna. Innherji 25.11.2024 11:09
Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Mæðgurnar og eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi þær Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundsdóttir hafa selt pylsuvagninn, sem stendur við Ölfusárbrú. Nýju eigendurnir eru þau Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg og núverandi bæjarfulltrúi og Snorri Sigurðarson, athafnamaður. Þau taka við rekstrinum 1. janúar 2025. Kaupverð er trúnaðarmál. Viðskipti innlent 22.11.2024 14:59
KS við það að kaupa B. Jensen Kaupfélag Skagfirðinga er sagt í þann mund að kaupa B. Jensen. Viðskipti innlent 14.11.2024 22:58
ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Norska fjármála og tæknifyrirtækisins ECIT AS hefur keypt meirihluta í bókhalds- og launaþjónustu KPMG sem rekin hefur verið undir heitinu Bókað. Gert er ráð fyrir endanlegum frágangi viðskiptanna í ársbyrjun 2025 en KPMG verður áfram hluthafi. Greint er frá þessu í tilkynningu frá KPMG. Viðskipti innlent 6.11.2024 15:46
Akademias tekur yfir rekstur Avia Fræðslufyrirtækið Akademias tók nýverið yfir rekstur Avia, sem stofnað var árið 2021 og þjónustar nú þegar um fimmtán þúsund notendur hjá um fjörutíu vinnustöðum. Viðskipti innlent 4.11.2024 15:45
Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðræðum Samkaupa og Skeljar fasteignarfélags um samruna Samkaupa og dótturfélaga Skeljar, Heimkaupa og Orkunnar, hefur verið slitið. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA á Skel hafi haft áhrif á slitin. Viðskipti innlent 30.10.2024 18:24
Hagar færa út kvíarnar og kaupa færeyskt verslunarfélag fyrir um níu milljarða Smásölurisinn Hagar hefur náð samkomulagi við eigendur verslunarfélagsins P/F SMS í Færeyjum, sem rekur meðal annara átta Bónusverslanir, fyrir jafnvirði meira en níu milljarða króna í því skyni að auka umsvif félagsins í dagvöruverslun. Hinir færeysku eigendur SMS fá að hluta greitt með bréfum í Högum en fjárfestar taka vel í tíðindin og hlutabréfaverðið hækkað skarpt í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni. Innherji 22.10.2024 10:15
Fimm milljarða dómur ekki talinn varða mikilvæga hagsmuni Dómur í máli þrotabús Karl Wernerssonar og Jóns Hilmars Karlssonar, sonar hans, stendur óhaggaður. Landsréttur dæmdi Jón Hilmar til greiðslu alls um fimm milljarða króna en Hæstiréttur telur málið ekki varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni hans. Innlent 16.10.2024 14:22
Rotovia kaupir mexíkóskt fyrirtæki Dalvíska plastfyrirtækið Rotovia hefur fest kaup á mexíkóska fyrirtækinu Ollin Plastics, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hverfisteyptum afurðum. Viðskipti innlent 16.10.2024 10:37
Gengið frá sölu á hluta Endor Sýn hf. og Hexatronic hafa undirritað kaupsamning um hluta af starfsemi Endor ehf. en áður hafði verið tilkynnt um viljayfirlýsingu um kaup Hexatronic á erlendri starfsemi Endor. Viðskipti innlent 1.10.2024 16:23
Stofna félag utan um Origo og þrettán önnur rekstrarfélög Frá og með 1. nóvember mun Skyggnir eignarhaldsfélag taka til starfa og þar með flyst starfsemi Origo sem snýr að rekstrarþjónustu, innviðum og hugbúnaði í aðskilið dótturfélag, Origo ehf. Skyggnir mun fara með hluti í fjórtán rekstrarfélögum. Viðskipti innlent 1.10.2024 14:35
Framtakssjóðurinn VEX fer fyrir kaupum á sjötíu prósenta hlut í Kaptio Framtakssjóður í rekstri VEX, ásamt meðal annars stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Annata, hafa gengið frá kaupum á samtals um 70 prósenta hlut í Kaptio. Á meðal helstu seljenda á hlutum sínum eru sjóðurinn Frumtak II og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins en áætlanir gera ráð fyrir að Kaptio muni velta meira en einum milljarði í ár. Innherji 1.10.2024 12:12
Framtakssjóður Stefnis fjárfestir í Örnu og eignast kjölfestuhlut Framtakssjóðurinn SÍA IV í rekstri Stefnis hefur ákveðið að leggja mjólkurvinnslunni Örnu til nýtt hlutafé og jafnframt kaupa eignarhluti af tilteknum hluthöfum félagsins. Fjárfesting sjóðsins á að tryggja uppbyggingu og vöxt Örn en fyrirtækið, sem var með fremur lítil eigið fé um síðustu áramót, velti nærri tveimur milljörðum króna á liðnu ári. Innherji 23.9.2024 13:00
Steinar fjárfestir í Snjallgögnum Steinar Björnsson hefur bæst við hluthafahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Bright Ventures og Gísli Kr., Founders Ventures, Icelandic Venture Studio, MGMT Ventures og Tennin. Snjallgögn er tíu manna hugbúnaðarhús með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið þróar lausnir er gera vinnustöðum mögulegt að hagnýta gervigreind og gagnavísindi til að efla sölu og þjónustu ásamt því að bæta daglegan rekstur. Viðskipti innlent 17.9.2024 16:10
Árni verður hægri hönd Decks Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður næstráðandi í sameinuðu félagi JBT og Marels verði af sameiningu. Viðskipti innlent 13.9.2024 09:07
Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Áreiðanleikakönnunum í tengslum við samruna Samkaupa og tiltekinna félaga í samstæðu Skeljar fjárfestingafélags er lokið. Nú er áætlað að hlutur Skeljar í sameiginlegu félagi verði 47 prósent en áður var áætlað að hann yrði 42,7 prósent. Viðskipti innlent 9.9.2024 14:56
Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Arion banki hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Arngrimsson Advisors Limited við hluthafa félagsins. Arngrimsson Advisors hefur sinnt eignastýringarráðgjöf með áherslu á erlenda fagfjárfestasjóði og sérhæfðar fjárfestingar frá árinu 2013. Viðskipti innlent 6.9.2024 14:32
Tryggja selt til Þýskalands Tryggja ehf., sem er elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi, hefur verið selt til samevrópsku tryggingasamstæðunnar GGW Group í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggja sem verður með sölunni samstarfsfyrirtæki Leading Brokers United. Undir þeim hatti eru vátryggingarmiðlanir GGW Group sameinaðar. Viðskipti innlent 5.9.2024 09:57
Gísli Kr. bætist í eigendahóp Snjallgagna Gísli Kr. og fjárfestingafélag hans, Bright Ventures, hafa bæst við eigendahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Tennin, MGMT Ventures, Founders Ventures og Icelandic Venture Studio. Viðskipti innlent 3.9.2024 15:03
InfoMentor kaupir INNU og Völu Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Viðskipti innlent 3.9.2024 07:54
Handbært fé þúsundfaldaðist milli ára Handbært fé eignarhaldsfélags Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar, forstjóra Kerecis, ríflega þúsundfaldaðist milli áranna 2022 og 2023, úr tæpum ellefu milljónum króna í tæpa þrettán milljarða króna. Viðskipti innlent 2.9.2024 16:21
Pálmasynir selja IKEA-starfsemina í Eystrasaltslöndunum Þeir Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir hafa selt rekstur IKEA í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Þeir munu áfram reka IKEA verslunina á Íslandi. Viðskipti innlent 30.8.2024 07:37
Högnuðust um nærri tuttugu milljarða eftir söluna á Kerecis Fjárfestingafélag Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, sem var stærsti einstaki hluthafinn í Kerecis, hagnaðist um meira en nítján milljarða við risasölu á íslenska líftæknifyrirtækinu á liðnu ári, en frekari viðbótargreiðslur gætu átt eftir að skila sér. Áformað er að greiða út stærstan hluta söluhagnaðarins í arð til hluthafa. Innherji 29.8.2024 11:32
Kaupa allt hlutafé í Promennt Félagið Grenihæð ehf. hefur keypt allt hlutafé í Promennt ehf. en fyrir á félagið allt hlutafé í NTV skólanum. Viðskipti innlent 27.8.2024 08:51
Gildistími tilboðsins framlengdur John Bean Technologies Corporation hefur tilkynnt að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi í dag samþykkt beiðni félagsins um framlengingu á gildistíma valfrjáls tilboðs til hluthafa Marel hf. í allt útgefið og útistandandi hlutafé í félaginu. Viðskipti innlent 26.8.2024 15:03
Mata-systkinin gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Eik Langisjór ehf. keypti í dag sex milljónir hluta í Eik fasteignafélagi hf. og 442 milljónir hlutabréfa í félaginu af Brimgörðum ehf. Fer Langisjór og samstarfsaðilar nú með 1.029.061.237 hluta í Eik sem nemur um 30,06 prósent atkvæðisréttar í fasteignafélaginu. Viðskipti innlent 23.8.2024 14:38