Jafnréttismál

Fréttamynd

Máttu ekki synja barni um hjálpar­­tæki

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar.

Innlent
Fréttamynd

Rauði krossinn sekur um kyn­bundna mis­munun

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rauði kross Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar laun karls sem starfaði hjá samtökunum hækkuðu umfram laun konu sem sinnti áþekkum störfum.

Innlent
Fréttamynd

Hringdu bjöllunni á Skólavörðustíg

Kauphallarbjöllunni var hringt á regnboganum á Skólavörðustíg klukkan hálf tíu í morgun í tilefni þess að Hinsegin dagar hefjast í dag. Sjálf setningin er í hádeginu en Nasdaq tók forskot á sæluna og hringdi bjöllunni í nafni fjölbreytileikans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alls ekki ein­angrað til­vik

Kona sem notar hjólastól segir ítrekað farið með fatlað fólk líkt og farangur frekar en manneskjur um borð í flugvélum. Hún fordæmir hversu lítið flugfélög og flugvellir komi til móts við fatlað fólk sem hafi flest erfiða reynslu af flugsamgöngum. 

Innlent
Fréttamynd

Söfnuðu milljón krónum á einni viku fyrir bók um þriðju vaktina

Söfnun fyrir útgáfu bókar um þriðju vaktarina lauk á rúmri viku. Höfundur segir markmiðið vera að veita pörum aðgengilegt samansafn af upplýsingum um fyrirbærið. Þegar hafa á fimmta tug frásagna borist og segist höfundur trúa því að hægt og rólega muni hinar verstu karlrembur vakna úr dvala, karlar muni ekki lengur geta skýlt sér á bakvið skilningsleysi þegar komin er út heil bók um viðfangsefnið. Þriðja vaktin geti rústað hjónaböndum.

Lífið
Fréttamynd

Staða kvenna í fangelsum verri en karla

Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki vinnu vegna fötlunar sinnar

Hreyfihömluð kona á fertugsaldri sem hefur verið atvinnulaus í tæpt ár segir atvinnurekendur ítrekað hafa hafnað henni um starf á grundvelli fötlunar hennar. Hún segir málið skammarlegt og skrítið.

Innlent
Fréttamynd

Ók ó­léttri konu heim og rak hana í leiðinni

Fyrirtækið Dýralæknar Sandhólaferju er talið hafa brotið lög þegar framkvæmdastjóri þess sagði þungaðri konu upp störfum á meðan hann ók henni heim úr vinnu. Konan segir framkvæmdastjórann hafa ausið yfir hana fúkyrðum á leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdu vefsíðuhönnuði sem vildi ekki vinna fyrir hinsegin hjón í hag

Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að kristinn grafískur hönnuður sem vill hanna brúðkaupsvefsíður mætti neita því að vinna fyrir hinsegin hjón. Dómurinn er talinn mikið bakslag fyrir hinsegin réttindi og hann gefi fyrirtækjum leyfi til að mismuna fólki á grundvelli trúarbragða.

Erlent
Fréttamynd

Dregist úr hófi að tryggja nem­endum pláss á starfs­brautum

Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar í af­neitun um þriðju vaktina

Meistaranemi í kynjafræði segir að það sé dulin misskipting á íslenskum heimilum þegar kemur að skipulagningu og verkstjórnun þriðju vaktarinnar. Hún segir hugræna vinnu vanmetna á meðan líkamleg vinna, sérstaklega karla, sé gjarnan ofmetin.

Innlent
Fréttamynd

Barátta kvenna

Því er ekki náð margumræddu jafnréttinu þó mörg hafi barist fyrir því svo áratugum skiptir. Í dag 19. júní minnumst við þess að konur fengu kosningarétt fyrir 108 árum. Kosningarétt sem kostaði blóð, svita og tár. Svo sjálfsagður þykir þessi réttur í dag að hann er jafnvel ekki nýttur, sem er öllu verr.

Skoðun
Fréttamynd

Jöfn - Tæknilega séð

Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni.

Skoðun
Fréttamynd

Það er ekkert gefið í þessum heimi

Í dag heiðrum við minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og annarra baráttukvenna fyrir kvenfrelsi, á sjálfan kvennréttindadaginn 19. júní. Þennan dag árið 1915, fengu konur á Íslandi í fyrsta sinn kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Æ síðan hefur baráttufólk fyrir kvenréttindum og jafnrétti haldið daginn hátíðlegan og hefur Reykjavíkurborg heiðrað Bríeti og stöllur hennar sérstaklega með því að leggja blómsveig á leiði hennar frá árinu 2011.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum

„Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Til hamingju Austur­land!

Til hamingju með stofnun FKA Austurland. Takk nýkjörin stjórn og forsvarskonur FKA Austurland fyrir hugrekkið og kraftinn. Við höfum lengi beðið eftir þessari stund og ekki að ástæðulausu því hér á Austurlandi er verk að vinna.

Skoðun
Fréttamynd

Við höfum lagt 23 ár í púkkið

Fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna snýr að jafnrétti kynja – þ.e. að jafna tækifæri og réttindi kynja á öllum sviðum samfélagsins. Hluti af því er að jafna kaup og kjör, þannig að fólk í sömu og jafn verðmætum störfum sé að fá greitt með sama hætti. Það þýðir líka að auka fjölbreytileika í ákveðnum tegundum af störfum, þannig að karllæg störf og kvenlæg störf heyri sögunni til.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn friður án kvenna, ekkert kven­frelsi án fjöl­breytni

Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar ályktun nr. 1325 sem viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags kvenna til friðar. Í ályktuninni er lögð áhersla á aðkomu kvenna að öllum ákvarðanatökum til að koma á friði.

Skoðun