Viðskipti innlent

Arion banki lokar útibúum á morgun

Jón Þór Stefánsson skrifar
Útibúum Arion banka verður lokað á morgun, en sextíu prósent starfsfólks bankans eru konur.
Útibúum Arion banka verður lokað á morgun, en sextíu prósent starfsfólks bankans eru konur. Vísir/Vilhelm

Útibú Arion banka verða lokuð á morgun, þriðjudag, vegna kvennaverkfalls.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum, en þar er tekið fram að sextíu prósent starfsfólks bankans séu konur og að margar þeirra muni leggja niður störf.

„Með því að leggja niður störf taka þær þátt í kvennaverkfallinu og mótmæla vanmati á störfum kvenna ásamt kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum,“ segir í tilkynningunni þar sem jafnframt er fullyrt að bankinn styðji umrætt framtak og muni því loka öllum útibúum bankans og afgreiðslum Varðar.

Þó segir að þjónustuver bankans verði opið, en fáliðað og að þjónusta verði því skert og að það sama megi segja um netspjall og samskipti gegnum tölvupóst. Þá verði Arion appið og netbankinn aðgengileg allan sólarhringinn á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×