Innlent

Vilja að­stoða of­beldis­menn að axla á­byrgð

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hjálmar hvetur alla til að fylgjast með ráðstefnunni á morgun þar sem fjallað verður um ofbeldismenn á Íslandi.
Hjálmar hvetur alla til að fylgjast með ráðstefnunni á morgun þar sem fjallað verður um ofbeldismenn á Íslandi. Vísir/Sigurjón

Ráðgjafi á Stígamótum segir mikilvægt að karlmenn fái tæki og tól til að taka þátt í umræðu um kynbundið ofbeldi. Karlmenn séu meirihluti ofbeldismanna og umræðan komi öllum körlum við. Ofbeldismenn verða ræddir á ráðstefnu Stígamóta á morgun. 

Hjálmar Gunnar Sig­mars­son, ráð­gjafi á Stíga­mótum, hefur frá árinu 2018 haldið nám­skeiðið Banda­menn hjá Stíga­mótum. Námskeiðin voru sett af stað í kjölfar #met­oo en Hjálmar segir að þá hafi ráðgjöfum Stígamóta þótt kjörið tækifæri til að ræða það hvar karl­menn væru staddir í þeirri um­ræðu sem þá fór fram í sam­fé­laginu.

„Þá á­kváðum við að sam­eina nokkrar hug­myndir og í stuttu máli snýst þetta um að veita þeim mönnum sem vilja taka þátt í bar­áttunni verk­færi til þess,“ segir Hjálmar en samtökin halda á morgun ráðstefnuna Of­beldis­menn á Ís­landi.

„Það verður leitast við að svara eftir­farandi spurningunum: Hverjir beita of­beldi og af hverju? Hvernig er hægt að að­stoða menn til að hætta að beita of­beldi? Og hvað er það í sam­fé­laginu og menningunni sem við­heldur of­beldi? Þetta eru allt spurningar sem Stíga­mót hafa reynt að vekja at­hygli á árum saman og farið ýmsar leiðir til þess,” segir Hjálmar og að nám­skeiðin séu ein leið til þess.



Þar séu menn fræddir um ýmis hug­tök og staðan í sam­fé­laginu og um­ræðan skoðuð út frá feðra­veldinu og nauðgunar­menningu.

„Þannig sköpum við rými til að ræða þessa hluti,“ segir Hjálmar og að mark­miðið sé að karl­menn geti tekið þekkinguna sem þeir fái og nýtt hana í sam­ræður við aðra karl­menn.

Fá aðstoð við að taka umræðuna

„Þetta er þá eitt­hvað inn­legg sem hjálpar þeim að taka næsta skrefið og skapar rými fyrir þá til að á­kveða það hvernig þeir taki um­ræðuna í sínu nær­um­hverfi, vinnu eða heimili, eða sama hvar þar er. Þannig að sam­fé­lagið, vinnu­staðurinn og fjöl­skyldu­um­hverfið sé gert brota­þola­vænt.“

Finnst þér karl­menn til­búnir til að taka þessa um­ræðu?

„Já, það eru fleiri karlar til. Ekki nóg, en það eru fleiri sem hafa sýnt á­huga. Sumir sem hafa pælt í þessu lengi,“ segir Hjálmar.

Hann segir um 200 karl­menn þegar hafa komið á nám­skeiðið. Aldurs­bilið er breitt og hópurinn fjöl­breyttur.

„Það eru ó­líkar á­stæður fyrir því að þeir komu. Sumir voru búnir að velta þessu fyrir sér lengi á meðan aðrir voru að velta því fyrir sér hvar mála­flokkurinn væri staddur og um­ræðan,“ segir Hjálmar og að það hafi sýnt sig vel frá því að #met­oo hófst að um­ræðan er flóknari en svo að hægt sé að taka eina af­stöðu gagn­vart sínu um­hverfi.

„Þátt­tak­endur hafa verið frekar fjöl­breyttur hópur og ef þeir eiga eitt­hvað sam­eigin­legt er það að hafa eitt­hvað pælt í þessu. Allt frá því að eiga brota­þola í sínu nær­um­hverfi, að vera á vinnu­stað þar sem hefur komið upp mál eða upp­lifa að um­ræðan hafi komið við þá. Það hefur verið erfitt að láta um­ræðuna ekki koma við sig, en það virðist samt enn vera þannig á meðal sumra karla að þeim finnist þessi um­ræða ekki koma sér við, eða þeir fara í rosa­lega vörn,“ segir Hjálmar og að með því að kynna nálganir og rann­sóknir vonist Stíga­mót til þess að um­ræðan verði opin og góð.

Hjálmar segir gefið að flestir þekki ger­endur en að margir ef­laust viti ekki af því.

„Þú veist bara ekki af því. Við flest vitum af ein­hverjum brota­þolum í okkar lífi. Áður fyrr gat fólk sagt að það þekkti enga brota­þola, en það hefur breyst. Fólk veit betur og um­ræðan hefur opnað á það en um­ræðan á erfiðara með að taka á ger­endum og of­beldis­mönnum,“ segir Hjálmar.

Ráðstefna tileinkuð ofbeldismönnum

Á morgun halda Stíga­mót ráð­stefnu sem til­einkuð er of­beldis­mönnum. Hjálmar segir að til­gangurinn með ráð­stefnunni sé að skoða lands­lagið, hvar við erum stödd en einnig varpa ljósi á rann­sóknir, úr­ræði og leiðir til að taka á of­beldis­mönnum.



„Við vonum að þetta verði upp­hafið að því að við förum að tala meira og á mark­vissan hátt um ger­endur. Hverjir eru þeir og hvað við sem sam­fé­lag getum gert.“

Hjálmar segir þessa um­ræðu koma okkur öllum við.

„Það er ein­hver menning sem skapar og rétt­lætir og gerir lítið út nauðgunar­menningu. Þetta snýst ekki bara um of­beldið sjálft heldur líka að­dragandann og það sem gerist á eftir. Við á Stíga­mótum hvetjum alla á­huga­sama til að fylgjast með ráð­stefnunni á morgun, það er enn hægt að skrá sig í streymi. Á ráð­stefnunni verður einnig kynnt ný skýrsla Stíga­móta um of­beldis­menn kyn­ferðis­of­beldis. Í henni er einnig tekið saman hvað er hægt að gera til þess að vinna gegn kyn­bundnu of­beldi, nánar til­tekið hvað við getum öll gert til þess að skapa á­byrgða­menningu í okkar dag­lega lífi, það er menningu þar sem er ekki bara sjálf­gefið að styðja við brota­þola, heldur þar sem of­beldis­menn eru kallaðir til á­byrgðar og þeir að­stoðaðir við að axla á­byrgð,“ segir Hjálmar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×