Jafnvægisvogin '23: „Samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. október 2023 07:00 Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, segir vinnustaði geta breytt miklu þótt bakslag sé sýnilegt í samfélaginu, til dæmis varðandi fordóma eða jafnrétti. Áminningar eða brottvikningar úr starfi með nýjum mælikvarða sé dæmi um það sem breytist þegar vinnustaðir lýsa því yfir hvaða hegðun eða tal líðist ekki innan þeirra. Vísir/Vilhelm „Við erum á vegferð, við erum ekki í höfn svo það sé ekki misskilið,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, en hann er einn fyrirlesara viðurkenningarhátíðar Jafnvægisvogar FKA sem haldin verður á morgun. „Að jafna hlut kvenna innan okkar fyrirtækis er í raun samofið þeirri stefnu sem við erum að vinna að um aukinn fjölbreytileika og að við séum fordómalaus vinnustaður,“ segir Andri, en síðustu mánuði hefur Ölgerðin verið nokkuð í sviðsljósinu fyrir sína nálgun í mannauðsmálum. Til dæmis sem fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem stefnir að því að hljóta Hinsegin vottun Samtakanna 78. „Ég get alveg viðurkennt að ég sé helst eftir að hafa ekki byrjað á þessu verkefni fyrr,“ segir Andri þegar hann horfir til baka á þann tíma sem hann hefur verið við stjórnvölinn sem forstjóri stórfyrirtækis. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um Jafnvægisvog FKA, en ráðstefna og viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogar FKA verður haldin á morgun. Dagskráin hefst klukkan tólf og hægt er að skrá sig á viðburðinn HÉR. Samkeppnin um starfsfólk Andri segir margt hvetja til þess að vinnustaðir setji sér markmið um að ná jöfnum hlutföllum kynja í röðum stjórnenda. Jafnvel þótt það taki tíma. „Samfélagið breytist hratt og við vitum að krafan er orðin sú í dag að fólk ætlast til þess að svona mál séu í lagi. Ekki aðeins að fyrirtæki séu að vinna að jafnréttismálum, heldur að þau séu líka að standa sig vel í sjálfbærnimálum og fleiru. Þetta hefur allt breyst gríðarlega mikið og sjálfur hefði ég til dæmis aldrei trúað því fyrir fimmtán árum síðan að til dæmis sjálfbærnimál fyrirtækja myndu taka svona mikið pláss í rekstri fyrirtækja eins og þau eru þó að gera í dag, þetta hefur einfaldlega allt breyst,“ segir Andri og bætir við: „Þá er það staðreynd að samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil. Við viljum að Ölgerðin sé fyrsti valkostur fólks sem sækir um störf hjá okkur og þeirra sem starfa hjá okkur nú þegar. Ef Ölgerðin á að vera þessi fyrsti valkostur, verðum við að sýna í verki að við séum að vinna að þessum málum.“ Fleira telst líka til segir Andri. Staðreyndin er líka sú að yngri kynslóðir eru með allt aðrar og breyttar kröfur miðað við það sem áður þekktist. Yngri kynslóðir og starfsfólk framtíðarinnar gera einfaldlega kröfur um að mál eins og jafnréttismálin séu í farvegi eða í góðu lagi. Við erum sama sinnis.“ Andri segir þáttaka í Jafnvægsvog FKA ekki vera yfirlýsingu um að nú sé fyrirtækið komið á þann stað sem það vilji vera á í jafnréttismálunum. „Þvert á móti er Jafnvægisvog FKA hvetjandi leið til að vinna að því markmiði að hér verði hlutföllin á endanum jafnari. Því það er aðeins með auknum fjölbreytileika sem við getum tryggt fyrirtækinu hæfasta fólkið til framtíðar.“ Innanhús segir Andri verkefnum sem þessum sé fylgt eftir með ýmsum hætti. „Við gerum kannanir og erum alltaf að vinna í einhverri fræðslu. Við erum líka markvisst að vinna í því að ráða hærra hlutfall af konum inn sem millistjórnendur. Því með millistjórnendum erum við að þróa upp nýtt lag af stjórnendum til framtíðar. Ég tel þetta miklu raunhæfari og betri leið en að setja kynjakvóta eða reglur um að skipta út hæfu fólki til að jafna hlutföll á blaði. Fyrst og fremst er þetta spurning um að breyta menningu til framtíðar og vera skýr í þeirri stefnu að það sé aðeins með fjölbreytileikanum sem við tryggjum fyrirtækinu hæfasta fólkið.“ Vinnustaðir geta breytt miklu Andri segist horfa á þessa vegferð Ölgerðarinnar í víðari samhengi en eingöngu markmið um að jafna hlut kvenna. „Við erum með yfirlýst markmið um að fyrirtækið sé fordómalaus vinnustaður. Og þá má spyrja hvað fordómalaus vinnustaður felur í sér? Það er heilmargt. Í þessu samhengi má nefna orð eins og kvenfyrirlitning eða eitruð karlmennska. Allt er þetta að endurspegla þá umræðu sem verið hefur í samfélaginu síðustu árin og við höfum tekið ákvörðun um að mæta því kalli með því að breyta menningu sem fáir veltu fyrir sér fyrir einhverjum árum síðan.“ En hvernig metur þú það bakslag sem talað er um hér sem erlendis, þar sem hatursorðræða eða bakslag í réttindum kvenna er að sýna sig? Það góða við að fyrirtæki séu að vinna í þessum málum sem breytingu á vinnustaðamenningu er að við þessu öllu geta fyrirtækin sagt: Við líðum ekki svona hér. Hvorki í tali né í hegðun. Við líðum ekki fordóma að neinu leyti sem þýðir að til dæmis áminningar eða brottvikningu úr starfi er með nýjan mælikvarða miðað við það sem áður gilti. Að þessu leytinu verða fyrirtæki ekki fyrir áhrifum á bakslagi í samfélaginu, hvernig sem þau birtast.“ Andri segir vegferðina vissulega taka tíma. Að hans mati skipti hins vegar máli að hugur fylgi máli og að það sé sýnilegt öllum. „Allt sem þú segist ætla að gera í fyrirtækinu eða í rekstri, verður þú að gera. Það þýðir aldrei fyrir fyrirtæki að vera með yfirlýsingar sem síðan reynast orðin tóm. Við erum ekkert endilega framarlega í jafnréttismálum. En við erum einbeitt og höfum sagt hvað við viljum gera og hverju við erum að vinna að.“ Andri segir Ölgerðina vilja vera hreyfiafl breytinga, það sé drifkrafturinn á bakvið þá vinnu sem breyting á vinnustaðamenningu felur í sér. „Til þess að breytingarnar nái fram að ganga og til þess að fyrirtæki geti fyrir alvöru staðið undir því að vera hreyfiafl breytinga þarf samt að vinna að málum eins og þessum af ástríðu.“ Sjálfur segist hann ekki upplifa verkefnið sem erfiða áskorun. „Nei alls ekki og raunar þvert á móti. Ég myndi frekar segja að þetta væri auðveld ákvörðun fyrir fyrirtæki að taka, því nú vitum við að það er með auknum fjölbreytileika sem við getum tryggt fyrirtækinu hæfasta fólkið til framtíðar. Að vinna að því að auka hlutfall kvenna í rótgrónu umhverfi sem lengi hefur verið karllægt umhverfi tekur vissulega tíma. En með því að vinna að þessum málum erum við að segja: Við viljum slá í takt við hjarta þjóðarinnar. Við erum að hlusta á neytendur, samfélagið, umsækjendur sem eru að sækja um störf hjá okkur og svo framvegis,“ segir Andri og bætir við: „Aðalmálið er að við erum á þessari vegferð og sláum ekkert af því markmiði okkar að ætla okkur að ná árangri í þessu sem öðru til lengri tíma litið. Því þetta er framtíðin.“ Jafnréttismál Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stjórnun Mannauðsmál Góðu ráðin Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01 Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. 23. ágúst 2023 07:00 Góð ráð til að eyða ómeðvituðum fordómum á vinnustöðum Fyrir stuttu síðan fjallaði Atvinnulífið um ómeðvitaða hlutdrægni á vinnustöðum, en það er sú hegðun okkar sem við erum oftast ekki meðvituð um en endurspeglast í fordómum og mismunun. 19. nóvember 2021 07:01 Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01 Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Að jafna hlut kvenna innan okkar fyrirtækis er í raun samofið þeirri stefnu sem við erum að vinna að um aukinn fjölbreytileika og að við séum fordómalaus vinnustaður,“ segir Andri, en síðustu mánuði hefur Ölgerðin verið nokkuð í sviðsljósinu fyrir sína nálgun í mannauðsmálum. Til dæmis sem fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem stefnir að því að hljóta Hinsegin vottun Samtakanna 78. „Ég get alveg viðurkennt að ég sé helst eftir að hafa ekki byrjað á þessu verkefni fyrr,“ segir Andri þegar hann horfir til baka á þann tíma sem hann hefur verið við stjórnvölinn sem forstjóri stórfyrirtækis. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um Jafnvægisvog FKA, en ráðstefna og viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogar FKA verður haldin á morgun. Dagskráin hefst klukkan tólf og hægt er að skrá sig á viðburðinn HÉR. Samkeppnin um starfsfólk Andri segir margt hvetja til þess að vinnustaðir setji sér markmið um að ná jöfnum hlutföllum kynja í röðum stjórnenda. Jafnvel þótt það taki tíma. „Samfélagið breytist hratt og við vitum að krafan er orðin sú í dag að fólk ætlast til þess að svona mál séu í lagi. Ekki aðeins að fyrirtæki séu að vinna að jafnréttismálum, heldur að þau séu líka að standa sig vel í sjálfbærnimálum og fleiru. Þetta hefur allt breyst gríðarlega mikið og sjálfur hefði ég til dæmis aldrei trúað því fyrir fimmtán árum síðan að til dæmis sjálfbærnimál fyrirtækja myndu taka svona mikið pláss í rekstri fyrirtækja eins og þau eru þó að gera í dag, þetta hefur einfaldlega allt breyst,“ segir Andri og bætir við: „Þá er það staðreynd að samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil. Við viljum að Ölgerðin sé fyrsti valkostur fólks sem sækir um störf hjá okkur og þeirra sem starfa hjá okkur nú þegar. Ef Ölgerðin á að vera þessi fyrsti valkostur, verðum við að sýna í verki að við séum að vinna að þessum málum.“ Fleira telst líka til segir Andri. Staðreyndin er líka sú að yngri kynslóðir eru með allt aðrar og breyttar kröfur miðað við það sem áður þekktist. Yngri kynslóðir og starfsfólk framtíðarinnar gera einfaldlega kröfur um að mál eins og jafnréttismálin séu í farvegi eða í góðu lagi. Við erum sama sinnis.“ Andri segir þáttaka í Jafnvægsvog FKA ekki vera yfirlýsingu um að nú sé fyrirtækið komið á þann stað sem það vilji vera á í jafnréttismálunum. „Þvert á móti er Jafnvægisvog FKA hvetjandi leið til að vinna að því markmiði að hér verði hlutföllin á endanum jafnari. Því það er aðeins með auknum fjölbreytileika sem við getum tryggt fyrirtækinu hæfasta fólkið til framtíðar.“ Innanhús segir Andri verkefnum sem þessum sé fylgt eftir með ýmsum hætti. „Við gerum kannanir og erum alltaf að vinna í einhverri fræðslu. Við erum líka markvisst að vinna í því að ráða hærra hlutfall af konum inn sem millistjórnendur. Því með millistjórnendum erum við að þróa upp nýtt lag af stjórnendum til framtíðar. Ég tel þetta miklu raunhæfari og betri leið en að setja kynjakvóta eða reglur um að skipta út hæfu fólki til að jafna hlutföll á blaði. Fyrst og fremst er þetta spurning um að breyta menningu til framtíðar og vera skýr í þeirri stefnu að það sé aðeins með fjölbreytileikanum sem við tryggjum fyrirtækinu hæfasta fólkið.“ Vinnustaðir geta breytt miklu Andri segist horfa á þessa vegferð Ölgerðarinnar í víðari samhengi en eingöngu markmið um að jafna hlut kvenna. „Við erum með yfirlýst markmið um að fyrirtækið sé fordómalaus vinnustaður. Og þá má spyrja hvað fordómalaus vinnustaður felur í sér? Það er heilmargt. Í þessu samhengi má nefna orð eins og kvenfyrirlitning eða eitruð karlmennska. Allt er þetta að endurspegla þá umræðu sem verið hefur í samfélaginu síðustu árin og við höfum tekið ákvörðun um að mæta því kalli með því að breyta menningu sem fáir veltu fyrir sér fyrir einhverjum árum síðan.“ En hvernig metur þú það bakslag sem talað er um hér sem erlendis, þar sem hatursorðræða eða bakslag í réttindum kvenna er að sýna sig? Það góða við að fyrirtæki séu að vinna í þessum málum sem breytingu á vinnustaðamenningu er að við þessu öllu geta fyrirtækin sagt: Við líðum ekki svona hér. Hvorki í tali né í hegðun. Við líðum ekki fordóma að neinu leyti sem þýðir að til dæmis áminningar eða brottvikningu úr starfi er með nýjan mælikvarða miðað við það sem áður gilti. Að þessu leytinu verða fyrirtæki ekki fyrir áhrifum á bakslagi í samfélaginu, hvernig sem þau birtast.“ Andri segir vegferðina vissulega taka tíma. Að hans mati skipti hins vegar máli að hugur fylgi máli og að það sé sýnilegt öllum. „Allt sem þú segist ætla að gera í fyrirtækinu eða í rekstri, verður þú að gera. Það þýðir aldrei fyrir fyrirtæki að vera með yfirlýsingar sem síðan reynast orðin tóm. Við erum ekkert endilega framarlega í jafnréttismálum. En við erum einbeitt og höfum sagt hvað við viljum gera og hverju við erum að vinna að.“ Andri segir Ölgerðina vilja vera hreyfiafl breytinga, það sé drifkrafturinn á bakvið þá vinnu sem breyting á vinnustaðamenningu felur í sér. „Til þess að breytingarnar nái fram að ganga og til þess að fyrirtæki geti fyrir alvöru staðið undir því að vera hreyfiafl breytinga þarf samt að vinna að málum eins og þessum af ástríðu.“ Sjálfur segist hann ekki upplifa verkefnið sem erfiða áskorun. „Nei alls ekki og raunar þvert á móti. Ég myndi frekar segja að þetta væri auðveld ákvörðun fyrir fyrirtæki að taka, því nú vitum við að það er með auknum fjölbreytileika sem við getum tryggt fyrirtækinu hæfasta fólkið til framtíðar. Að vinna að því að auka hlutfall kvenna í rótgrónu umhverfi sem lengi hefur verið karllægt umhverfi tekur vissulega tíma. En með því að vinna að þessum málum erum við að segja: Við viljum slá í takt við hjarta þjóðarinnar. Við erum að hlusta á neytendur, samfélagið, umsækjendur sem eru að sækja um störf hjá okkur og svo framvegis,“ segir Andri og bætir við: „Aðalmálið er að við erum á þessari vegferð og sláum ekkert af því markmiði okkar að ætla okkur að ná árangri í þessu sem öðru til lengri tíma litið. Því þetta er framtíðin.“
Jafnréttismál Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stjórnun Mannauðsmál Góðu ráðin Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01 Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. 23. ágúst 2023 07:00 Góð ráð til að eyða ómeðvituðum fordómum á vinnustöðum Fyrir stuttu síðan fjallaði Atvinnulífið um ómeðvitaða hlutdrægni á vinnustöðum, en það er sú hegðun okkar sem við erum oftast ekki meðvituð um en endurspeglast í fordómum og mismunun. 19. nóvember 2021 07:01 Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01 Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01
Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. 23. ágúst 2023 07:00
Góð ráð til að eyða ómeðvituðum fordómum á vinnustöðum Fyrir stuttu síðan fjallaði Atvinnulífið um ómeðvitaða hlutdrægni á vinnustöðum, en það er sú hegðun okkar sem við erum oftast ekki meðvituð um en endurspeglast í fordómum og mismunun. 19. nóvember 2021 07:01
Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01
Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00