Akranes Áður óséðir grænþörungar ollu óbragðinu Óbragð sem fannst í drykkjarvatni á Akranesi skýrist að öllum líkindum af grænþörungum sem uxu í lóni í nágrenni bæjarins. Lónið hefur nú verið hreinsað og ætti óbragðið því að heyra sögunni til. Innlent 21.8.2023 12:26 Telja vatnið á Akranesi öruggt þrátt fyrir óbragð Engar skaðlegar örverur fundust í sýnum sem voru tekin úr drykkjarvatni á Akranesi í gær eftir að íbúar kvörtuðu undan óbragði af því. Forstöðumaður hjá Veitum segir leit standa yfir að orsökum óbragðsins í lóni í nágrenni bæjarins. Innlent 18.8.2023 15:07 Vinnur hvert afrekið á fætur öðru fjörutíu kílóum léttari Jóna Björk Sigurjónsdóttir 42 ára hjúkrunarfræðingur hefur undanfarin ár hlaupið Laugaveginn, orðið Landvættur og skráð sig í krefjandi nám. Allt eftir að hún ákvað að fara í magaermisaðgerð og byrja að hreyfa sig. Hún segir fitufordóma víða í samfélaginu þótt ljóst sé að það sé ekki hollt að vera í ofþyngd. Lífið 9.8.2023 11:47 Lengsta regnbogagata landsins á Akranesi Lengsta regnbogagata landsins var máluð í miðbæ Akraness í gær. Forseti hinsegin Vesturlands segir mikilvægt sem aldrei fyrr að fagna fjölbreytileikanum. Innlent 4.7.2023 21:01 Íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna Formaður Verkalýðsfélags Akraness íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna ef ekkert verði af vertíðinni í ár. Hann gagnrýnir þingmenn Norðvesturkjördæmis harðlega fyrir aðgerðarleysi eftir að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar. Innlent 4.7.2023 17:57 Annasöm nótt á Írskum dögum og einn handtekinn með hníf Lögreglan á Vesturlandi handtók mann sem vopnaður var hníf og hamri á Akranesi í nótt. Töluvert var um mál á borði lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt en bæjarhátíðin Írskir dagar fer fram um helgina. Innlent 2.7.2023 15:14 Krýndur rauðhærðasti Íslendingurinn í annað sinn Pálmar Vígmundsson var krýndur rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2023. Þetta er í annað sinn sem hann hlýtur titilinn, þrettán árum eftir fyrra skiptið. Innlent 1.7.2023 22:21 Piparúða spreyjað á gesti Írskra daga og fíkniefnahundar frá Suðurnesjum Óprúttinn aðili spreyjaði piparúða yfir gesti á dansgólfinu í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Yfirlögregluþjónn segir Írska daga hafa farið vel fram en lögreglan væri þó með aukið fíkniefnaeftirlit þar sem um fjölskylduhátíð væri að ræða. Innlent 1.7.2023 16:43 Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi sem settir voru í tuttugasta og fjórða sinn á fimmtudaginn og nær hápunkti í kvöld. Formaður bæjarráðs segir hátíðarhöld hafa gengið vel, bærinn sé fullur af fólki og tjaldsvæðið fullt. Lífið 1.7.2023 12:26 Lægðin úr sögunni og besti sumardagurinn handan við hornið suðvestanlands Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að lægðin sem hefur hringsólað yfir landinu sé úr sögunni. Yfir helgina má suðvesturhornið eiga von á sólarglætu og mikilli hlýju. Mánudagurinn gæti síðan orðið einn besti dagur sumarsins. Veður 30.6.2023 11:24 Sjáðu Norðurálsmótið: Pönnsur í bíl og börnin í besta gír „Við eigum bara frábæra kennara og svo erum við búnir að æfa mikið í sumar,“ sögðu vaskir Eyjapeyjar eftir stórsigur í leik á Norðurálsmótinu á Akranesi, hressir og kátir líkt og aðrir af þeim tæplega 2.000 krökkum sem spiluðu á mótinu um síðustu helgi. Fótbolti 30.6.2023 09:02 Hæg umferð í Hvalfjarðargöngum reynir á þolinmæði ökumanna Mikil umferð hefur legið í gegnum Hvalfjarðargöngin á síðustu klukkustundum og náði löng bílaröð um tíma frá göngunum að Grundartanga. Innlent 25.6.2023 20:14 Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. Innlent 22.6.2023 16:28 Skyndilegt bann ekki góð stjórnsýsla að sögn bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar segist furða sig á vinnubrögðum matvælaráðherra í tengslum við skyndilegt bann á hvalveiðum út sumarið. Stjórnin segir atvinnu- og tekjumissi fjölda heimila ein afleiðinga þess. Innlent 21.6.2023 20:54 Ljósleiðarinn fékk ekki ríkisaðstoð Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, lokaði í dag rannsókn á meintri ríkisaðstoð Orkuveitu Reykjavíkur til dótturfélags síns, Gagnaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Ljósleiðarinn. Því var haldið fram að fjármögnun og lánveitingar OR til dótturfélags síns hafi leitt til ósanngjarns forskots og væri brot á EES-reglum um ríkisaðstoð. ESA heldur nú ekki. Innlent 21.6.2023 10:13 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. Innlent 20.6.2023 15:07 Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. Innlent 20.6.2023 13:26 Svona verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn og verða af því tilefni mikil dagskrá víða um land og sums staðar alla helgina. Lífið 2.6.2023 10:49 Mest hissa á að húsið hafi aldrei verið notað í bíómynd Einbýlishús að Bjarkargrund 26 á Akranesi sem nú er á sölu hefur að sögn fasteignasala vakið gríðarlega athygli. Innréttingar, ljós og gólfefni eru upprunalegar frá því að húsið var byggt árið 1968 og er líkt og stigið sé inn í tímavél. Fasteignasalinn segir fólk mikið spyrja um innbúið. Lífið 24.5.2023 14:09 Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. Viðskipti innlent 14.5.2023 07:00 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. Innlent 6.5.2023 06:12 „Hann getur ekki gert neinum mein og er besti vinur allra“ „Ég gæti ekki ímyndað mér að lifa án hans,“ segir dóttir konu sem tók að sér hund systur sinnar sem lést úr krabbameini. Nágrannar eru ósáttir við veru hundsins í húsinu þrátt fyrir að þeir búi ekki á sama stigagangi. Enginn hefur borið fyrir sig ofnæmi né ónæði. Innlent 5.5.2023 20:01 Gjaldþrot Engilberts nam 245 milljónum króna Engar eignir fundust í þrotabúi Engilberts Runólfssonar athafnamanns og verktaka á Akranesi. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 245 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Viðskipti innlent 5.5.2023 12:30 Samþykkja aukningu hlutafjár Ljósleiðarans Þrjú sveitarfélög sem eru eigendur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og endanlegir eigendur Ljósleiðarans ehf., hafa samþykkt að auka hlutafé félagsins. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð bjóða því nýjum hluthöfum það til kaups. Innlent 3.5.2023 11:43 Lögreglan á Vesturlandi komin á Teslu Lögreglan á Vesturlandi hefur fest kaup á tveimur Teslu-bifreiðum sem notaðar verða við almenna löggæslu framvegis. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir bifreiðakaupin hluta af kolefnisjöfnun embættisins. Innlent 5.4.2023 19:20 Vesturlandsvegi var lokað vegna slyss Vesturlandsvegi var lokað í norðurátt nú síðdegis. Vegurinn hefur verið opnaður á ný en töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna slyssins. Innlent 31.3.2023 18:31 Teitur Björn mun taka sæti Haraldar: „Nokkuð óvænt“ Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, mun taka sæti Haraldar Benediktssonar á Alþingi eftir að sá síðarnefndi tekur við stöðu bæjarstjóra Akraness á næstu vikum. Teitur Björn segist spenntur fyrir verkefninu. Innlent 17.3.2023 10:58 Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Innlent 17.3.2023 10:24 Flotinn mokveiddi hrognafulla loðnu undan Reykjanesi í dag Loðnuvertíðin stendur nú sem hæst. Loðnan er komin að hrygningu og þar með í sitt verðmætasta form og er hver dagur að skila eins til tveggja milljarða króna gjaldeyristekjum. Viðskipti innlent 9.3.2023 22:44 Hótel, baðlón og heilsulind við Langasand á Akranesi Viljayfirlýsing um uppbyggingu við Langasand á Akranesi var undirrituð í dag. Byggt verður hótel, baðlón og heilsulind á svæðinu en einnig er áformuð uppbygging á svæði ÍA þar sem verða nýir knattspyrnuvellir fyrir félagið og stórbætt aðstaða fyrir iðkendur og íbúa. Viðskipti innlent 7.3.2023 10:59 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 14 ›
Áður óséðir grænþörungar ollu óbragðinu Óbragð sem fannst í drykkjarvatni á Akranesi skýrist að öllum líkindum af grænþörungum sem uxu í lóni í nágrenni bæjarins. Lónið hefur nú verið hreinsað og ætti óbragðið því að heyra sögunni til. Innlent 21.8.2023 12:26
Telja vatnið á Akranesi öruggt þrátt fyrir óbragð Engar skaðlegar örverur fundust í sýnum sem voru tekin úr drykkjarvatni á Akranesi í gær eftir að íbúar kvörtuðu undan óbragði af því. Forstöðumaður hjá Veitum segir leit standa yfir að orsökum óbragðsins í lóni í nágrenni bæjarins. Innlent 18.8.2023 15:07
Vinnur hvert afrekið á fætur öðru fjörutíu kílóum léttari Jóna Björk Sigurjónsdóttir 42 ára hjúkrunarfræðingur hefur undanfarin ár hlaupið Laugaveginn, orðið Landvættur og skráð sig í krefjandi nám. Allt eftir að hún ákvað að fara í magaermisaðgerð og byrja að hreyfa sig. Hún segir fitufordóma víða í samfélaginu þótt ljóst sé að það sé ekki hollt að vera í ofþyngd. Lífið 9.8.2023 11:47
Lengsta regnbogagata landsins á Akranesi Lengsta regnbogagata landsins var máluð í miðbæ Akraness í gær. Forseti hinsegin Vesturlands segir mikilvægt sem aldrei fyrr að fagna fjölbreytileikanum. Innlent 4.7.2023 21:01
Íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna Formaður Verkalýðsfélags Akraness íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna ef ekkert verði af vertíðinni í ár. Hann gagnrýnir þingmenn Norðvesturkjördæmis harðlega fyrir aðgerðarleysi eftir að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar. Innlent 4.7.2023 17:57
Annasöm nótt á Írskum dögum og einn handtekinn með hníf Lögreglan á Vesturlandi handtók mann sem vopnaður var hníf og hamri á Akranesi í nótt. Töluvert var um mál á borði lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt en bæjarhátíðin Írskir dagar fer fram um helgina. Innlent 2.7.2023 15:14
Krýndur rauðhærðasti Íslendingurinn í annað sinn Pálmar Vígmundsson var krýndur rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2023. Þetta er í annað sinn sem hann hlýtur titilinn, þrettán árum eftir fyrra skiptið. Innlent 1.7.2023 22:21
Piparúða spreyjað á gesti Írskra daga og fíkniefnahundar frá Suðurnesjum Óprúttinn aðili spreyjaði piparúða yfir gesti á dansgólfinu í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Yfirlögregluþjónn segir Írska daga hafa farið vel fram en lögreglan væri þó með aukið fíkniefnaeftirlit þar sem um fjölskylduhátíð væri að ræða. Innlent 1.7.2023 16:43
Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi sem settir voru í tuttugasta og fjórða sinn á fimmtudaginn og nær hápunkti í kvöld. Formaður bæjarráðs segir hátíðarhöld hafa gengið vel, bærinn sé fullur af fólki og tjaldsvæðið fullt. Lífið 1.7.2023 12:26
Lægðin úr sögunni og besti sumardagurinn handan við hornið suðvestanlands Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að lægðin sem hefur hringsólað yfir landinu sé úr sögunni. Yfir helgina má suðvesturhornið eiga von á sólarglætu og mikilli hlýju. Mánudagurinn gæti síðan orðið einn besti dagur sumarsins. Veður 30.6.2023 11:24
Sjáðu Norðurálsmótið: Pönnsur í bíl og börnin í besta gír „Við eigum bara frábæra kennara og svo erum við búnir að æfa mikið í sumar,“ sögðu vaskir Eyjapeyjar eftir stórsigur í leik á Norðurálsmótinu á Akranesi, hressir og kátir líkt og aðrir af þeim tæplega 2.000 krökkum sem spiluðu á mótinu um síðustu helgi. Fótbolti 30.6.2023 09:02
Hæg umferð í Hvalfjarðargöngum reynir á þolinmæði ökumanna Mikil umferð hefur legið í gegnum Hvalfjarðargöngin á síðustu klukkustundum og náði löng bílaröð um tíma frá göngunum að Grundartanga. Innlent 25.6.2023 20:14
Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. Innlent 22.6.2023 16:28
Skyndilegt bann ekki góð stjórnsýsla að sögn bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar segist furða sig á vinnubrögðum matvælaráðherra í tengslum við skyndilegt bann á hvalveiðum út sumarið. Stjórnin segir atvinnu- og tekjumissi fjölda heimila ein afleiðinga þess. Innlent 21.6.2023 20:54
Ljósleiðarinn fékk ekki ríkisaðstoð Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, lokaði í dag rannsókn á meintri ríkisaðstoð Orkuveitu Reykjavíkur til dótturfélags síns, Gagnaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Ljósleiðarinn. Því var haldið fram að fjármögnun og lánveitingar OR til dótturfélags síns hafi leitt til ósanngjarns forskots og væri brot á EES-reglum um ríkisaðstoð. ESA heldur nú ekki. Innlent 21.6.2023 10:13
Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. Innlent 20.6.2023 15:07
Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. Innlent 20.6.2023 13:26
Svona verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn og verða af því tilefni mikil dagskrá víða um land og sums staðar alla helgina. Lífið 2.6.2023 10:49
Mest hissa á að húsið hafi aldrei verið notað í bíómynd Einbýlishús að Bjarkargrund 26 á Akranesi sem nú er á sölu hefur að sögn fasteignasala vakið gríðarlega athygli. Innréttingar, ljós og gólfefni eru upprunalegar frá því að húsið var byggt árið 1968 og er líkt og stigið sé inn í tímavél. Fasteignasalinn segir fólk mikið spyrja um innbúið. Lífið 24.5.2023 14:09
Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. Viðskipti innlent 14.5.2023 07:00
Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. Innlent 6.5.2023 06:12
„Hann getur ekki gert neinum mein og er besti vinur allra“ „Ég gæti ekki ímyndað mér að lifa án hans,“ segir dóttir konu sem tók að sér hund systur sinnar sem lést úr krabbameini. Nágrannar eru ósáttir við veru hundsins í húsinu þrátt fyrir að þeir búi ekki á sama stigagangi. Enginn hefur borið fyrir sig ofnæmi né ónæði. Innlent 5.5.2023 20:01
Gjaldþrot Engilberts nam 245 milljónum króna Engar eignir fundust í þrotabúi Engilberts Runólfssonar athafnamanns og verktaka á Akranesi. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 245 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Viðskipti innlent 5.5.2023 12:30
Samþykkja aukningu hlutafjár Ljósleiðarans Þrjú sveitarfélög sem eru eigendur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og endanlegir eigendur Ljósleiðarans ehf., hafa samþykkt að auka hlutafé félagsins. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð bjóða því nýjum hluthöfum það til kaups. Innlent 3.5.2023 11:43
Lögreglan á Vesturlandi komin á Teslu Lögreglan á Vesturlandi hefur fest kaup á tveimur Teslu-bifreiðum sem notaðar verða við almenna löggæslu framvegis. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir bifreiðakaupin hluta af kolefnisjöfnun embættisins. Innlent 5.4.2023 19:20
Vesturlandsvegi var lokað vegna slyss Vesturlandsvegi var lokað í norðurátt nú síðdegis. Vegurinn hefur verið opnaður á ný en töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna slyssins. Innlent 31.3.2023 18:31
Teitur Björn mun taka sæti Haraldar: „Nokkuð óvænt“ Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, mun taka sæti Haraldar Benediktssonar á Alþingi eftir að sá síðarnefndi tekur við stöðu bæjarstjóra Akraness á næstu vikum. Teitur Björn segist spenntur fyrir verkefninu. Innlent 17.3.2023 10:58
Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Innlent 17.3.2023 10:24
Flotinn mokveiddi hrognafulla loðnu undan Reykjanesi í dag Loðnuvertíðin stendur nú sem hæst. Loðnan er komin að hrygningu og þar með í sitt verðmætasta form og er hver dagur að skila eins til tveggja milljarða króna gjaldeyristekjum. Viðskipti innlent 9.3.2023 22:44
Hótel, baðlón og heilsulind við Langasand á Akranesi Viljayfirlýsing um uppbyggingu við Langasand á Akranesi var undirrituð í dag. Byggt verður hótel, baðlón og heilsulind á svæðinu en einnig er áformuð uppbygging á svæði ÍA þar sem verða nýir knattspyrnuvellir fyrir félagið og stórbætt aðstaða fyrir iðkendur og íbúa. Viðskipti innlent 7.3.2023 10:59