Lífið

Sann­færandi sigur í úr­slitum Kviss

Stefán Árni Pálsson skrifar
ÍA og ÍR kepptu til úrslita.
ÍA og ÍR kepptu til úrslita.

Úrslitin í spurningaþættinum vinsæla Kviss fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardagskvöldið.

Þar mættust ÍA og ÍR. Í liði ÍA voru þau Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Arnór Smárason. Hjá ÍR mættu þau Gauti Þeyr Másson og Viktoría Hermannsdóttir.

Mikið undir og pressan á liðunum þó nokkur.

Ef þú vilt ekki vita hvaða lið vann Kviss í ár ættir þú ekki að lesa meira. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild sinni inni á frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+.

.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við.

.

.

.

.

.

.

ÍR-ingar voru gríðarlega sterkir á laugardagskvöldið og fengu spurningu þar sem þau áttu að nefna fimm instagramfiltera sem eru nefndir eftir borgum víðs vegar um heiminn. 

Þau náðu því að telja upp fimm borgir og voru þá með sjö stiga forskot á ÍA fyrir báðar þrjú hint spurningarnar. 7 stiga munur og 6 stig eftir í pottinum. 

Því var viðureignin búin eins og sjá má hér að neðan þegar Breiðhyltingar tryggðu sér sigurinn í Kviss.

Viktoría Hermannsdóttir er gift Sólmundi Hólm. Þau hafa nú bæði unnið Kviss. Sóli fyrir hönd Þróttar og nú Viktoría. Það gerist sennilega aldrei aftur, að hjón nái bæði að vinna Kviss.

Klippa: Unnu Kviss nokkuð sannfærandi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.