Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 18:48 Landhelgisgæslan vísaði Amelíu Rose til hafnar á Akranesi þar sem lögregla beið þess. Vísir/Margrét Björk Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir varðskipið Þór hafa verið við hefðbundið eftirlit í dag þegar farið var um borð í skipið. „Þar kom í ljós að um borð voru allt of margir farþegar miðað við útgefið farþegaleyfi þessa skips á þessum stað. Í kjölfarið var skipinu vísað til hafnar í þágu rannsóknar en næsta höfn var Akranes. Þar tóku lögreglumenn á móti skipinu og töldu upp úr því og tóku skýrslu af skipstjóranum.“ Amelía Rose við Akraneshöfn í dag. Vísir/Margrét Björk Um áttatíu manns voru um borð sem aðeins hefur leyfi fyrir tólf. Ásgeir segir verklag skýrt við þessar aðstæður, Landhelgisgæslan vísi skipi til næstu hafnar sem í þessu tilfelli var Akranes. „Öryggi farþega skiptir okkur mestu máli. Okkur ber að framfylgja lögum á hafsvæðinu umhverfis Ísland og það er alvarlegt ef of margir farþegar eru um borð miðað við útgefið farþegaleyfi.“ Ítrekað verið stöðvað með of marga farþega Þetta er langt í frá í fyrsta skipti sem afskipti eru höfð af Amelíu Rose vegna of margra farþega. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessar aðgerðir og sakað yfirvöld um einelti. „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu sem fyrirtækið gaf út á síðasta ári. Um áttatíu farþegar voru um borð í skipinu sem aðeins er með leyfi fyrir tólf. Vísir/Margrét Björk Forsvarsmenn Seatrips sem gerir út Amelíu Rose, höfðu sótt um hjá Samgöngustofu að skráningu á skipinu yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt. Væri skipið skráð gamalt mætti flytja fleiri en tólf farþega um borð í því. Samgöngustofa synjaði erindinu, en forsvarsmenn fyrirtækisins kærðu þá ákvörðun. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun Samgöngustofu í síðustu viku. Hægt er að lesa ítarlega frétt um dóminn hér að neðan. Ásgeir segir ekki ljóst hvaða afleiðingar málið í dag muni hafa. „Það fer í hefðbundið ferli. Það var tekin skýrsla af skipstjóra af lögreglu og síðan verður framhaldið að ráðast.“ Ferðamennska á Íslandi Akranes Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir varðskipið Þór hafa verið við hefðbundið eftirlit í dag þegar farið var um borð í skipið. „Þar kom í ljós að um borð voru allt of margir farþegar miðað við útgefið farþegaleyfi þessa skips á þessum stað. Í kjölfarið var skipinu vísað til hafnar í þágu rannsóknar en næsta höfn var Akranes. Þar tóku lögreglumenn á móti skipinu og töldu upp úr því og tóku skýrslu af skipstjóranum.“ Amelía Rose við Akraneshöfn í dag. Vísir/Margrét Björk Um áttatíu manns voru um borð sem aðeins hefur leyfi fyrir tólf. Ásgeir segir verklag skýrt við þessar aðstæður, Landhelgisgæslan vísi skipi til næstu hafnar sem í þessu tilfelli var Akranes. „Öryggi farþega skiptir okkur mestu máli. Okkur ber að framfylgja lögum á hafsvæðinu umhverfis Ísland og það er alvarlegt ef of margir farþegar eru um borð miðað við útgefið farþegaleyfi.“ Ítrekað verið stöðvað með of marga farþega Þetta er langt í frá í fyrsta skipti sem afskipti eru höfð af Amelíu Rose vegna of margra farþega. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessar aðgerðir og sakað yfirvöld um einelti. „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu sem fyrirtækið gaf út á síðasta ári. Um áttatíu farþegar voru um borð í skipinu sem aðeins er með leyfi fyrir tólf. Vísir/Margrét Björk Forsvarsmenn Seatrips sem gerir út Amelíu Rose, höfðu sótt um hjá Samgöngustofu að skráningu á skipinu yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt. Væri skipið skráð gamalt mætti flytja fleiri en tólf farþega um borð í því. Samgöngustofa synjaði erindinu, en forsvarsmenn fyrirtækisins kærðu þá ákvörðun. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun Samgöngustofu í síðustu viku. Hægt er að lesa ítarlega frétt um dóminn hér að neðan. Ásgeir segir ekki ljóst hvaða afleiðingar málið í dag muni hafa. „Það fer í hefðbundið ferli. Það var tekin skýrsla af skipstjóra af lögreglu og síðan verður framhaldið að ráðast.“
Ferðamennska á Íslandi Akranes Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14
Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14
Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent