Innlent

Leita manns á Akra­nesi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Leitað er að manni í nágrenni Akraness.
Leitað er að manni í nágrenni Akraness. vísir

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld vegna leitar sem nú stendur yfir að manni í nágrenni Akraness.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson í samtali við Vísi. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um leitina eða umfang hennar og vísaði til lögreglunnar á Vesturlandi sem annast leitina. 

Ekki hefur náðst í lögregluna á Vesturlandi við vinnslu fréttarinnar. 

Uppfært kl. 23:48: 

Ásmundur Kristinn Ásmundsson staðfestir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi fundist heill á húfi. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið afturkölluð að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×