Fimmfalda aðgangseyrinn í Guðlaugu: „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi“ Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 13:02 Þessir gestir þurftu ekkert að borga fyrir aðgang að Guðlaugu, þegar hún var opnuð árið 2018. Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri á Akranesi. Vísir Aðgangur að Guðlaugu á Akranesi kostar nú 2.500 krónur fyrir fullorðna. Gjaldtaka í laugina hófst árið 2021 og var þangað til nú aðeins 500 krónur. Bæjarstjóri Akraness segir hækkunina til komna vegna kostnaðarhækkana í tengslum við kröfur um aukna þjónustu. Gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramótin á Akranesi líkt og í öðrum sveitarfélögum landsins. Sú gjaldskrárhækkun sem mesta athygli vakti á Skaganum er hækkun aðgangseyris í baðstaðinn Guðlaugu. Stakur miði kostar nú 2.500 krónur en kostaði áður aðeins 500 krónur. Það gerir hækkun upp á 400 prósent, eða fimmfalda hækkun. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við Vísi að hækkunin sé vissulega veruleg en ástæður fyrir henni séu margþættar. „Það var í upphafi reiknað með því að þetta yrði laug sem gæti verið með lágmarkstilkostnað. Fyrst var frítt í hana og svo var tekinn fimmhundruðkall í nokkur ár. Svo líður tíminn og það eru gerðar meiri kröfur um alls konar, svo verður að vera eftirlit og allt þetta. Þegar rekstrarkostnaður er 33 milljónir og innkoman er 8,9, þá taldi bæjarstjórnin að nú yrði að stoppa þennan leka.“ Ekki hægt að niðurgreiða þjónustu sem er ekki hluti af grunnþjónustu Haraldur segir að þannig hafi gestir Guðlaugar undanfarin ár verið að greiða 250 krónur af hverjum 1.000 krónum sem það kostar Akranesbæ að reka laugina. Það gangi ekki að greiða svo mikið með lauginni, sem falli ekki undir grunnþjónustu sveitarfélagsins. Á sama tíma sé stöðugt meiri krafa um opnunartíma frá íbúum, öðrum gestum og ferðaþjónustunni. Til að mynda séu komnar kröfum um opnun yfir hátíðardaga. „Það eru mörg prósent á milli 500 króna og 2.500 en jafnframt var engin þjónusta þarna, bara kaldur útiklefi. Með þessari breytingu verður einnig veittur aðgangur að laugum bæjarins þar sem eru böð og heitir pottar og sána og allt slíkt. Þannig að þetta er líka veruleg þjónustubreyting. Afsláttarkort og árskort í aðrar laugar gildir Haraldur bendir á að tíu skipta afsláttarkort í Guðlaugu kosti ekki nema 17.000 krónur. Þannig fari stakt skipti niður í 1.700 krónur. Þá segir í gjaldskránni að frítt sé í Guðlaugu gegn framvísun árskorts í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Slíkt kort kostar 31.520 krónur. Haraldur segir að öllum sé frjálst að kaupa árskort, hvort sem þeir eru íbúar Akraness eða ekki. Það séu margir utan sveitarfélagsins sem halda á slíkum kortum og það sé gott. „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi.“ Akranes Sundlaugar Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramótin á Akranesi líkt og í öðrum sveitarfélögum landsins. Sú gjaldskrárhækkun sem mesta athygli vakti á Skaganum er hækkun aðgangseyris í baðstaðinn Guðlaugu. Stakur miði kostar nú 2.500 krónur en kostaði áður aðeins 500 krónur. Það gerir hækkun upp á 400 prósent, eða fimmfalda hækkun. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við Vísi að hækkunin sé vissulega veruleg en ástæður fyrir henni séu margþættar. „Það var í upphafi reiknað með því að þetta yrði laug sem gæti verið með lágmarkstilkostnað. Fyrst var frítt í hana og svo var tekinn fimmhundruðkall í nokkur ár. Svo líður tíminn og það eru gerðar meiri kröfur um alls konar, svo verður að vera eftirlit og allt þetta. Þegar rekstrarkostnaður er 33 milljónir og innkoman er 8,9, þá taldi bæjarstjórnin að nú yrði að stoppa þennan leka.“ Ekki hægt að niðurgreiða þjónustu sem er ekki hluti af grunnþjónustu Haraldur segir að þannig hafi gestir Guðlaugar undanfarin ár verið að greiða 250 krónur af hverjum 1.000 krónum sem það kostar Akranesbæ að reka laugina. Það gangi ekki að greiða svo mikið með lauginni, sem falli ekki undir grunnþjónustu sveitarfélagsins. Á sama tíma sé stöðugt meiri krafa um opnunartíma frá íbúum, öðrum gestum og ferðaþjónustunni. Til að mynda séu komnar kröfum um opnun yfir hátíðardaga. „Það eru mörg prósent á milli 500 króna og 2.500 en jafnframt var engin þjónusta þarna, bara kaldur útiklefi. Með þessari breytingu verður einnig veittur aðgangur að laugum bæjarins þar sem eru böð og heitir pottar og sána og allt slíkt. Þannig að þetta er líka veruleg þjónustubreyting. Afsláttarkort og árskort í aðrar laugar gildir Haraldur bendir á að tíu skipta afsláttarkort í Guðlaugu kosti ekki nema 17.000 krónur. Þannig fari stakt skipti niður í 1.700 krónur. Þá segir í gjaldskránni að frítt sé í Guðlaugu gegn framvísun árskorts í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Slíkt kort kostar 31.520 krónur. Haraldur segir að öllum sé frjálst að kaupa árskort, hvort sem þeir eru íbúar Akraness eða ekki. Það séu margir utan sveitarfélagsins sem halda á slíkum kortum og það sé gott. „Ég held að þetta sé áfram ódýrasta baðlón á Íslandi.“
Akranes Sundlaugar Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira