Akureyri

Fréttamynd

Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá

Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann.

Innlent
Fréttamynd

Enn svekktari eftir fundinn en fyrir hann

Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn á Akureyri, segist svekkt eftir fund sinn með aðilum málsins er snýr að lokun fangelsisins á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Vísar á­sökunum um van­rækslu gjafa á bug

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, vísar á bug ásökunum um að skólinn hafi svívirt minningu konu hvers afkomendur ánöfnuðu Háskólanum jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri KA vonast eftir nýjum heimavelli í síðasta lagi árið 2024

„Völlurinn var ekki upp á sitt besta í gær, það eru margar ástæður fyrir því en kannski sú helsta að hér var búið að spila 200 leiki á N1 mótinu daganna á undan,“ sagði Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA í viðtali við Stöð 2 en mikið hefur verið rætt um ástand Greifavöllsins, þar sem KA spilar heimaleiki sína, undanfarið og sagði Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks undirlag vallarins það versta í efstu deild í Evrópu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kviknaði í gróðri á Akureyri

Slökkvilið á Akureyri var kallað út rétt fyrir klukkan tvö í dag til þess að glíma við smávegis gróðureld sem kviknað hafði við göngustíg í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum á stórum mannamótum

Stór mannamót fara fram um helgina og þurfti lögregla að hafa afskipti af fótboltamóti á Akureyri þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum en slíkt geti leitt til þess að ekki sé hægt að halda álíka viðburði. 

Innlent
Fréttamynd

Þurftu að stöðva flóðið

Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna.

Innlent