Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2020 14:13 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. Nokkrir voru utan sóttkvíar við greiningu og virðast við fyrstu sýn hafa „dreifst víða“, að því er fram kemur í færslu lögreglu á Norðurlandi eystra í dag. Þá hefur enginn greinst með veiruna í tengslum við veitingastaðinn Berlín á Akureyri eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að aðili sem eigi sér sögu hjá lögreglu hafi gert smitrakningu erfitt fyrir. Sá hafi verið smitaður en ekki virt sóttkví. Hann sé nú kominn á réttan stað, eins og hann orði það, og vonandi verði hann ekki til frekari vandræða. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rekja megi smitin tíu sem greindust í gær til nokkurra mismunandi staða. „Þau eru ekki öll úr sama hópnum. Við rekjum þetta inn í íþróttafélag, grunnskóla, jarðarför og svo eru líka eitt eða tvö með óþekktan uppruna. Það er svona túlkunin á því að þetta hafi dreifst víða,“ segir Hermann. Þá segir hann marga hafa komið í sýnatöku í umdæminu í gær og á von á því að staðan verði eins í dag. Engir fleiri smitaðir í tengslum við Berlín Lögregla óskaði eftir því í gær að allir viðskiptavinir veitingastaðarins Berlínar á Akureyri, sem voru á staðnum laugardaginn 24. október frá 11-14, hefðu samband við lögreglu vegna smits sem þar kom upp í fyrradag. Lögregla kveðst í dag hafa fengið mikil og góð viðbrögð við þeirri ósk sinni. Fram kemur í Facebook-færslu Berlínar í gær að starfsmaður í hlutastarfi hafi greinst með veiruna eftir að hann vann eina vakt umræddan laugardag, 24. október. Allir sem unnu með viðkomandi starfsmanni voru sendir í sjö daga sóttkví og fara í sýnatöku að henni lokinni. Þeir starfsmenn sem störfuðu ekki á sömu vakt fóru í sýnatöku í gær. Þá var ákveðið að loka staðnum í dag eða þar til niðurstöður úr skimuninni liggja fyrir. Hermann segir að hann viti ekki til þess að fleiri en umræddur starfsmaður hafi greinst með veiruna eftir skimanir í gær. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. Nokkrir voru utan sóttkvíar við greiningu og virðast við fyrstu sýn hafa „dreifst víða“, að því er fram kemur í færslu lögreglu á Norðurlandi eystra í dag. Þá hefur enginn greinst með veiruna í tengslum við veitingastaðinn Berlín á Akureyri eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að aðili sem eigi sér sögu hjá lögreglu hafi gert smitrakningu erfitt fyrir. Sá hafi verið smitaður en ekki virt sóttkví. Hann sé nú kominn á réttan stað, eins og hann orði það, og vonandi verði hann ekki til frekari vandræða. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rekja megi smitin tíu sem greindust í gær til nokkurra mismunandi staða. „Þau eru ekki öll úr sama hópnum. Við rekjum þetta inn í íþróttafélag, grunnskóla, jarðarför og svo eru líka eitt eða tvö með óþekktan uppruna. Það er svona túlkunin á því að þetta hafi dreifst víða,“ segir Hermann. Þá segir hann marga hafa komið í sýnatöku í umdæminu í gær og á von á því að staðan verði eins í dag. Engir fleiri smitaðir í tengslum við Berlín Lögregla óskaði eftir því í gær að allir viðskiptavinir veitingastaðarins Berlínar á Akureyri, sem voru á staðnum laugardaginn 24. október frá 11-14, hefðu samband við lögreglu vegna smits sem þar kom upp í fyrradag. Lögregla kveðst í dag hafa fengið mikil og góð viðbrögð við þeirri ósk sinni. Fram kemur í Facebook-færslu Berlínar í gær að starfsmaður í hlutastarfi hafi greinst með veiruna eftir að hann vann eina vakt umræddan laugardag, 24. október. Allir sem unnu með viðkomandi starfsmanni voru sendir í sjö daga sóttkví og fara í sýnatöku að henni lokinni. Þeir starfsmenn sem störfuðu ekki á sömu vakt fóru í sýnatöku í gær. Þá var ákveðið að loka staðnum í dag eða þar til niðurstöður úr skimuninni liggja fyrir. Hermann segir að hann viti ekki til þess að fleiri en umræddur starfsmaður hafi greinst með veiruna eftir skimanir í gær. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00