Sagðir hafa hótað drengnum ofbeldi með ostaskera og pinna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2020 13:01 Mennirnir voru handteknir á Akureyri. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur vísað frá kröfu annars þeirra sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við frelssissviptingarmál á Akureyri í síðustu viku, þess efnis að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn og félagi hans séu grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi sínu í tvær klukkustundir, rakað af honum hárið og hótað honum og fjölskyldu hans. Mennirnir tveir voru handteknir í síðustu viku af sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Norðurlandi eystra. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október, grunaðir um að hafa í sameiningu svipt ungan mann frelsi sínu, beitt hann ofbeldi og haft í hótunum við hann um frekara ofbeldi gagnvart ættingjum hans ef hann greiddi þeim ekki háa fjárhæð, að því er segir í færslu lögreglunnar um málið frá síðustu viku. Handtekinn með amfetamín og e-pillur Lögmaður annars þeirra skaut málinu til Landsréttar sem vísaði því frá fyrir helgi á þeim grundvelli að kæran fullnægði ekki lögum um meðferð sakamála. Í úrskurðinum er málið rakið. Þar segir að brotaþolinn hafi upphaflega verið handtekinn þann 9. október með um 140 grömm af amfetamíni og nokkrar e-pillur. Taldi lögregla ljóst að hluti efnanna væri ætlaður til sölu auk þess sem að lögregla rannsakaði hvaðan efnið hafi komið. Hárið rakað af að hluta Grunur beindist að því að efnin hafi komið frá tilgreindum manni. Húsleit heima hjá honum varð til þess að lagt var hald á hvítt efni sem lögreglu gruni að séu fíkniefni. Nokkrum dögum síðar fékk lögregla tilkynningu um að setið hefði verið fyrir drengnum, hann frelssisviptur og farið með hann á heimili mannsins sem húsleitin var gerð hjá. Í úrskurði Landsréttar er atburðum lýst svo, samkvæmt lýsingu brotaþola, að mennirnir tveir hafi haldið honum föngnum í tvær klukkustundir, slegið hann utan undir, tekið hann hálstaki, rakað hluta af hári hans af, þeir hafi hótað að skera tattú af hendi hans með ostaskera og að pinna yrði stungið í augað á honum. Á meðan þessu stóð eru mennirnir jafnframt sagðir hafa hótað fjölskyldu brotaþola og að honum hafi aðeins verið sleppt með því skilyrði að hann borgaði einhverja ótilgreinda peningaupphæð daginn eftir, auk þess sem að hann afhenti mönnunum bíl sinn. Mennirnir tveir sitja í gæsluvarðhaldi í fangelsinu í Hólmsheiði fram á miðvikudag, en í upphaflegri gæsluvarðhaldskröfu sem Héraðsdómur Norðurlands eystra samþykkti var þess meðal annars óskað að dómurinn tæki tillit til þess að fangelsinu á Akureyri hafi verið lokað. Lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að vista menn í gæsluvarðhaldi í fangageymslum lögreglu auk þess sem það geti verið skaðlegt fyrir rannsóknina. Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Landsréttur hefur vísað frá kröfu annars þeirra sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við frelssissviptingarmál á Akureyri í síðustu viku, þess efnis að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn og félagi hans séu grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi sínu í tvær klukkustundir, rakað af honum hárið og hótað honum og fjölskyldu hans. Mennirnir tveir voru handteknir í síðustu viku af sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Norðurlandi eystra. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október, grunaðir um að hafa í sameiningu svipt ungan mann frelsi sínu, beitt hann ofbeldi og haft í hótunum við hann um frekara ofbeldi gagnvart ættingjum hans ef hann greiddi þeim ekki háa fjárhæð, að því er segir í færslu lögreglunnar um málið frá síðustu viku. Handtekinn með amfetamín og e-pillur Lögmaður annars þeirra skaut málinu til Landsréttar sem vísaði því frá fyrir helgi á þeim grundvelli að kæran fullnægði ekki lögum um meðferð sakamála. Í úrskurðinum er málið rakið. Þar segir að brotaþolinn hafi upphaflega verið handtekinn þann 9. október með um 140 grömm af amfetamíni og nokkrar e-pillur. Taldi lögregla ljóst að hluti efnanna væri ætlaður til sölu auk þess sem að lögregla rannsakaði hvaðan efnið hafi komið. Hárið rakað af að hluta Grunur beindist að því að efnin hafi komið frá tilgreindum manni. Húsleit heima hjá honum varð til þess að lagt var hald á hvítt efni sem lögreglu gruni að séu fíkniefni. Nokkrum dögum síðar fékk lögregla tilkynningu um að setið hefði verið fyrir drengnum, hann frelssisviptur og farið með hann á heimili mannsins sem húsleitin var gerð hjá. Í úrskurði Landsréttar er atburðum lýst svo, samkvæmt lýsingu brotaþola, að mennirnir tveir hafi haldið honum föngnum í tvær klukkustundir, slegið hann utan undir, tekið hann hálstaki, rakað hluta af hári hans af, þeir hafi hótað að skera tattú af hendi hans með ostaskera og að pinna yrði stungið í augað á honum. Á meðan þessu stóð eru mennirnir jafnframt sagðir hafa hótað fjölskyldu brotaþola og að honum hafi aðeins verið sleppt með því skilyrði að hann borgaði einhverja ótilgreinda peningaupphæð daginn eftir, auk þess sem að hann afhenti mönnunum bíl sinn. Mennirnir tveir sitja í gæsluvarðhaldi í fangelsinu í Hólmsheiði fram á miðvikudag, en í upphaflegri gæsluvarðhaldskröfu sem Héraðsdómur Norðurlands eystra samþykkti var þess meðal annars óskað að dómurinn tæki tillit til þess að fangelsinu á Akureyri hafi verið lokað. Lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að vista menn í gæsluvarðhaldi í fangageymslum lögreglu auk þess sem það geti verið skaðlegt fyrir rannsóknina.
Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira