Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2020 12:07 Frá Dalvík. Vísir/getty 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Smitum hefur fjölgað jafnt og þétt á Norðurlandi eystra undanfarna daga og eru 16 af þeim 75 smitum sem greindust í gær á landinu á Norðurlandi eystra. Alls eru 240 í sóttkví. „Eftir gærdaginn var þetta þróun sem við reiknuðum alveg með um helgina. Þetta kemur ekki á óvart, því miður,“ segir Hermann. Í fyrradag greindust tíu smit og fjórtán í gær. Smitin eru flest á Akureyri en veiran virðist einnig hafa dreift sér um á Dalvík, þar voru fjögur smit í fyrradag en fleiri hafa bæst við eftir gærdaginn. Átta af smitunum er á Dalvík, átta á Akureyri. „Það er dálítil fjölgun á Dalvík, þar hefur hún dreift sér og svo er hinn hlutinn hérna á Akureyri,“ segir Hermann. Smitin hafa verið rakin úr ýmsum áttun og komið hefur fram að fjölgun í smitum á svæðinu megi að einhverju leyti rekja til samkvæmis og jarðarfarar og tengjast smit gærdagsins meðal annars inn í það. „Þetta tengist inn í þetta áfram og svo er annað atriði hér sem nær inn á eina sjúkraþjálfun hérna. Það eru komin smit sem ná þangað inn, í eina sjúkraþjálfun.“ Þá hefur verið staðfest að barn í 5. bekk í Brekkuskóla á Akureyri. er með Covid-19. Af þessum sökum, og á meðan smitrakning fer fram, eru allir nemendur árgangsins sem voru í skólanum miðvikudaginn 28. október komnir í sóttkví sem og kennarar 5. bekkjar sem höfðu verið í samskiptum við barnið. Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundi þar sem aðgerðirnar verða kynntar hér, fundurinn hefst klukkan 13.00. Dalvíkurbyggð Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alltaf hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. 29. október 2020 12:59 Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. 28. október 2020 14:13 Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01 „Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. 30. október 2020 08:59 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Smitum hefur fjölgað jafnt og þétt á Norðurlandi eystra undanfarna daga og eru 16 af þeim 75 smitum sem greindust í gær á landinu á Norðurlandi eystra. Alls eru 240 í sóttkví. „Eftir gærdaginn var þetta þróun sem við reiknuðum alveg með um helgina. Þetta kemur ekki á óvart, því miður,“ segir Hermann. Í fyrradag greindust tíu smit og fjórtán í gær. Smitin eru flest á Akureyri en veiran virðist einnig hafa dreift sér um á Dalvík, þar voru fjögur smit í fyrradag en fleiri hafa bæst við eftir gærdaginn. Átta af smitunum er á Dalvík, átta á Akureyri. „Það er dálítil fjölgun á Dalvík, þar hefur hún dreift sér og svo er hinn hlutinn hérna á Akureyri,“ segir Hermann. Smitin hafa verið rakin úr ýmsum áttun og komið hefur fram að fjölgun í smitum á svæðinu megi að einhverju leyti rekja til samkvæmis og jarðarfarar og tengjast smit gærdagsins meðal annars inn í það. „Þetta tengist inn í þetta áfram og svo er annað atriði hér sem nær inn á eina sjúkraþjálfun hérna. Það eru komin smit sem ná þangað inn, í eina sjúkraþjálfun.“ Þá hefur verið staðfest að barn í 5. bekk í Brekkuskóla á Akureyri. er með Covid-19. Af þessum sökum, og á meðan smitrakning fer fram, eru allir nemendur árgangsins sem voru í skólanum miðvikudaginn 28. október komnir í sóttkví sem og kennarar 5. bekkjar sem höfðu verið í samskiptum við barnið. Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundi þar sem aðgerðirnar verða kynntar hér, fundurinn hefst klukkan 13.00.
Dalvíkurbyggð Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alltaf hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. 29. október 2020 12:59 Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. 28. október 2020 14:13 Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01 „Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. 30. október 2020 08:59 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Alltaf hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. 29. október 2020 12:59
Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. 28. október 2020 14:13
Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01
„Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. 30. október 2020 08:59