Innlent

Maður sakaður um fjölmörg ofbeldisbrot í Hrísey úrskurðaður í gæsluvarðhald

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Maðurinn er sakaður um að beita unnustu sína, sambýlisfólk og nágranna ofbeldi. 
Maðurinn er sakaður um að beita unnustu sína, sambýlisfólk og nágranna ofbeldi.  Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fertugsaldri, búsettur í Hrísey, var í morgun úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. nóvember næstkomandi af Héraðsdómi Norðurlands eystra að kröfu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Í tilkynningu um málið á Facebook segist lögreglan vera að rannsaka fjölmörg ofbeldisbrot mannsins, meðal annars gegn unnustu sinni, sambýlisfólki og nágrönnum í Hrísey.

Að mati lögreglu mátti ætla að maðurinn myndi halda áfram að brjóta af sér á meðan málum hans er ekki lokið í kerfinu og því var gerð krafa um gæsluvarðhald, sem héraðsdómur féllst á.

Þá segir að maðurinn verði fluttur með aðstoð Ríkislögreglustjóra í fangelsið á Hólmsheiði til að sæta þar gæsluvarðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×