Fjárhættuspil

Fréttamynd

Aug­lýsa netspilavíti með króka­leiðum

Erlent netspilavíti auglýsir í íslensku sjónvarpi með krókaleiðum. Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn segir fjárhættuspil á netinu vera normalíseruð í samfélaginu sem getur valdið miklum skaða.

Innlent
Fréttamynd

„Var búin að tapa öllu sem ég átti“

Ástrós Lind Eyfjörð var 24 ára gömul þegar hún ánetjaðist spilakössum. Hún þróaði strax með sér gífurlega sterka fíkn og þráhyggju og tapaði háum fjárhæðum á stuttum tíma. Á tímabili var vanlíðan hennar svo mikil að hún íhugaði að svipta sig lífi.

Innlent
Fréttamynd

Fékk þrefaldan vinning

Einn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í Happdrætti Háskólans í kvöld. Þar sem hann var með þrefaldan miða fékk hann fimmtán milljónir í stað fimm í sinn hlut.

Lífið
Fréttamynd

Mickelson hafi veðjað yfir 130 milljörðum á seinustu þrem áratugum

Atvinnufjárhættuspilarinn Billy Walters greinir frá því í væntanlegri bók sinni að kylfingurinn Phil Mickelson hafi veðjað meira en einum milljarði bandaríkjadollara á hinar ýmsu íþróttir síðustu þrjá áratugi, en það samsvarar rúmlega 130 milljörðum íslenskra króna.

Golf
Fréttamynd

Ton­ey í átta mánaða bann

Framherjinn Ivan Toney, leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í átta mánaða bann vegna 232 brota á veðmálareglum deildarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Guð­faðir pókersins“ er látinn

Ein stærsta goð­sögn póker heimsins, Doy­le Brun­son, sem kallaður hefur verið „guð­faðir pókersins“ er látinn 89 ára gamall. Hann lést í Las Vegas, að því er fram kemur í til­kynningu frá fjöl­skyldunni hans.

Sport
Fréttamynd

Börn veðji á sína eigin leiki

Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað milljóna miði keyptur í Reykja­vík

Fimm hlutu annan vinning í Eurojackpot í dag og hlutu rétt tæpar 100 milljónir hver. Einn miðanna var keyptur í Bitahöllinni við Stórhöfða í Reykjavík. Hinir miðanna voru keyptir í Slóvakíu, Noregi og tveir í Þýskalandi.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri grun­sam­legir leikir og aldrei fleirum refsað

Yfir 1.000 leikir, í hinum ýmsu greinum, fóru fram á síðasta ári þar sem grunur leikur á um hagræðingu úrslita. Leikirnir hafa aldrei verið fleiri en sömuleiðis hefur aldrei fleirum verið refsað fyrir svindl með því að hafa ólögleg áhrif á leiki.

Sport
Fréttamynd

Val­geir nýr fram­kvæmda­stjóri happ­drættis DAS

Valgeir Elíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri happdrættis DAS. Hann mun starfa við hlið fráfarandi forstjóra, Sigurðar Ágústs Sigurðssonar, fram í maí næst komandi. Sigurður hefur verið forstjóri happdrættisins í 33 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið

Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela

Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd.

Lífið
Fréttamynd

Veðmálafyrirtæki hverfi framan af treyjunum

Bresk stjórnvöld eru langt komin með frumvarp sem mun banna veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í ensku úrvalsdeildinni. Viðræður eru sagðar eiga sér stað milli stjórnvalda og forráðamanna félaga í deildinni.

Enski boltinn