Innlent

Vann rúmar 55 milljónir í Lottó

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Nokkrir miðahafar höfðu tilefni til að gleðjast þegar dregið var úr Lottó í kvöld en einn tiltekinn alveg sérstaklega.
Nokkrir miðahafar höfðu tilefni til að gleðjast þegar dregið var úr Lottó í kvöld en einn tiltekinn alveg sérstaklega. Getty

Einn ljónheppinn miðahafi vann rúmar 55 milljónir króna í Lottó í kvöld. Miðaeigandinn keypti miðann á lotto.is.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá.

Þrír skipta með sér öðrum vinningi og hrepptu rúmar 272 þúsund krónur. Einn miðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, annar í Lottó-appinu og enn annar á lotto.is.

Fyrsti vinningurinn í Jókernum gekk ekki út í kvöld en fjórir skipta með sér öðrum vinningnum. Einn vinningsmiði Jókersins var keyptur í söluskálanum Björk á Hvolsvelli, einn í Lottó-appinu og tveir voru í áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×