Innlent

Enginn vinnings­hafi gefið sig fram í happ­drætti Ástþórs

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ástþór segist ekki munu blanda sig frekar í málið og að enginn hafi gefið sig fram sem sigurvegara.
Ástþór segist ekki munu blanda sig frekar í málið og að enginn hafi gefið sig fram sem sigurvegara. Ástþór Magnússon

Ástþór Magnússon segist ekkert vita um hvort einhver hafi hreppt stærsta vinninginn í happdrætti Lýðræðishreyfingarinnar fyrir forsetaframboð Ástþórs. Vinningurinn var rafmagnsbíll af gerðinni Hupmobile K3 en ásamt honum var fjöldinn allur af smærri vinningum.

Dregið var úr happdrættinu þriðja júní síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Þá var birt skrá á heimasíðu framboðs Ástþórs þar sem vinningsnúmerin voru gerð opinber. Enginn hefur þó enn sem komið er gefið sig fram sem sigurvegara.

Ástþór segir í samtali við fréttastofu að hann blandi sér ekki frekar í málið og að hans aðkomu að happdrættinu sé lokið.

„Vinningaskráin er þarna og þeir sem hafa vinning geta gefið sig fram,“ segir hann.

Ert þú eða veist þú um einhvern sem vann í happdrætti Ástþórs? Ef svo er geturðu sent okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×