Skilur ekki hægagang dómsmálaráðuneytisins Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2024 22:29 Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands skilur ekki hvers vegna dómsmálaráðuneytið hefur ekki tekið skref í áttina að breytingu á lögum um veðmálastarfsemi. Það verði að bregðast við sem fyrst. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um skýrslu sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins vann. Markmiðið var að kanna réttarúrbætur á sviði happdrættismála. Meðlimir hópsins voru ósammála um niðurstöður og formaður hópsins skilaði tillögum einn. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sex með sérleyfi á veðmálamarkaði skiluðu saman inn séráliti í staðinn. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ og ein þeirra sem skiluðu séráliti, segist ekki taka tekið þær úrbætur sem formaðurinn vildi gera. „Formaðurinn, hann er í rauninni að koma með tillögur að séríslenskum lögum. Ætlar sér að bylta núverandi kerfi í staðinn fyrir að horfa til Evrópu, nágrannalanda okkar, á þá aðferðarfræði sem þeir hafa farið,“ segir Bryndís. Meðal þess sem formaðurinn telur rétt að gera er að koma lögum á ólöglega veðmálastarfsemi á erlendum síðum svo þær geti starfað hér með leyfi frá stjórnvöldum. Bryndís getur ekki tekið undir það. Það þurfi þó að bregðast við gríðarlegri aukinni notkun Íslendinga á erlendu síðunum. „Það verða að koma breytingar. Það eru allir að tapa í dag. Nema þessi ólöglegu netspilafyrirtæki,“ segir Bryndís. Hún skilur að vissu leyti hvers vegna ráðuneytið er ekki búið að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti, sem hafa staðið óbreytt síðan 2011. „Það eru mörg stór mál þar á borði og ég veit að happdrættismarkaðurinn er ekki í forgangi. En ég skil samt ekki, eftir svona langan tíma og svo marga ráðherra eins og ég hef hitt síðan ég byrjaði, að það sé ekki hægt að stíga lítil skref í einu. Það þarf ekki endilega að taka allan markaðinn og umturna honum, bara lítil skref. Smá breytingar,“ segir Bryndís. HHÍ vill fá að bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. „Að sjálfsögðu viljum við koma þeim vörum á netið og taka þátt í 21. öldinni. Við erum auðvitað ekki að fá tækifæri til þess núna,“ segir Bryndís. Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um skýrslu sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins vann. Markmiðið var að kanna réttarúrbætur á sviði happdrættismála. Meðlimir hópsins voru ósammála um niðurstöður og formaður hópsins skilaði tillögum einn. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sex með sérleyfi á veðmálamarkaði skiluðu saman inn séráliti í staðinn. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ og ein þeirra sem skiluðu séráliti, segist ekki taka tekið þær úrbætur sem formaðurinn vildi gera. „Formaðurinn, hann er í rauninni að koma með tillögur að séríslenskum lögum. Ætlar sér að bylta núverandi kerfi í staðinn fyrir að horfa til Evrópu, nágrannalanda okkar, á þá aðferðarfræði sem þeir hafa farið,“ segir Bryndís. Meðal þess sem formaðurinn telur rétt að gera er að koma lögum á ólöglega veðmálastarfsemi á erlendum síðum svo þær geti starfað hér með leyfi frá stjórnvöldum. Bryndís getur ekki tekið undir það. Það þurfi þó að bregðast við gríðarlegri aukinni notkun Íslendinga á erlendu síðunum. „Það verða að koma breytingar. Það eru allir að tapa í dag. Nema þessi ólöglegu netspilafyrirtæki,“ segir Bryndís. Hún skilur að vissu leyti hvers vegna ráðuneytið er ekki búið að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti, sem hafa staðið óbreytt síðan 2011. „Það eru mörg stór mál þar á borði og ég veit að happdrættismarkaðurinn er ekki í forgangi. En ég skil samt ekki, eftir svona langan tíma og svo marga ráðherra eins og ég hef hitt síðan ég byrjaði, að það sé ekki hægt að stíga lítil skref í einu. Það þarf ekki endilega að taka allan markaðinn og umturna honum, bara lítil skref. Smá breytingar,“ segir Bryndís. HHÍ vill fá að bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. „Að sjálfsögðu viljum við koma þeim vörum á netið og taka þátt í 21. öldinni. Við erum auðvitað ekki að fá tækifæri til þess núna,“ segir Bryndís.
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent