Lífið

Nánast engar líkur taldar á að Hera komist á­fram

Árni Sæberg skrifar
Hera Björk stígur á svið í Málmey í kvöld.
Hera Björk stígur á svið í Málmey í kvöld. Alma Bengtsson/EBU

Hera Björk stígur á svið í Málmey í Svíþjóð á fyrra undankvöldi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Veðbankar telja hverfandi líkur á að hún taki þátt í lokakeppninni á laugardagskvöld.

Eurovisionvefsíðan Eurovisionworld hefur um árabil haldið utan um stuðla allra helstu veðbanka á Eurovision. Meðal þess sem tekið er saman á vefnum er hvaða framlög veðbankar telja líkleg til þess að komast upp úr undanriðlunum.

Þegar Vísir tók síðast stöðuna á líkunum stóðu þær í nítján prósent fyrir Scared of heights í flutningi Heru Bjarkar, framlag okkar Íslendinga. Þá var lagið talið hafa minnstan möguleika allra laga fyrra undankvöldsins en þó meiri möguleika en Tékkland á að komast upp úr seinna undankvöldinu.

Nú þegar aðeins örfáar klukkustundir eru þangað til að Hera Björk stígur á svið hefur heldur syrt í álinn. Nú telja veðbankar aðeins tíu prósent á að hún komist áfram. Næstminnstar líkur eru taldar á að Moldóva komist áfram, nítján prósent.


Tengdar fréttir

Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru

Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×