NBA

Fréttamynd

Finley skoraði flautukörfu gegn LA Lakers

Michael Finley skoraði þriggja-stiga körfu og tryggði San Antonio 96-94 sigur á LA Lakers þegar 1,3 sekúndur voru eftir í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Phoenix gefur ekkert eftir og vann sinn 17. sigur í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Sagan er með Phoenix

Phoenix Suns er óumdeilanlega heitasta liðið í NBA-deildinni um þessar mundir og hefur nú unnið 16 leiki í röð. Sú sigurhrina fer í sögubækur NBA sem sú sjötta besta frá upphafi. Miðað við tölfræðina bendir margt til þess að Phoenix verði meistarar þegar uppi er staðið í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago með gott tak á Miami

Meistarar Miami töpuðu í þriðja sinn á tímabilinu fyrir Chicago í nótt, 100-97. þar sem Shaquille O'Neal lék ekki með. Kirk Hinrich spilaði frábæra vörn á Dwayne Wade og Miami tapaði í fimmta sinn í síðustu sex leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix setti félagsmet

Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Pheonix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson braut skilorð

Bakvörðurinn skrautlegi Stephen Jackson sem nýverið gekk í raðir Golden State Warriors í NBA deildinni, braut skilorð í fyrra þegar hann lenti í áflogum og skaut af byssu fyrir utan strípibúllu í Indianapolis. Dómari í málinu komst það þessu í dag, en Jackson var enn á skilorði eftir áflogin á leik Detroit og Indiana fyrir tveimur árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Philadelphia - Cleveland í beinni á Sýn í kvöld

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá viðureign Philadelphia 76ers og Cleveland Cavaliers í NBA deildinni á miðnætti í kvöld. Cleveland hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum og kom síðasta tap einmitt á heimavelli gegn 76ers í fyrrakvöld. LeBron James og félagar eiga því harma að hefna í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James fékk flest atkvæði

Nú er búið að birta lista yfir þá leikmenn sem verða í byrjunarliðum Austur- og Vesturdeildar í Stjörnuleiknum í NBA deildinni, sem haldinn verður í Las Vegas í næsta mánuði. LeBron James sló Kínverjanum Yao Ming við að þessu sinni og fékk flest atkvæði aðdáenda um allan heim - rúmar 2,5 milljónir atkvæða.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago stöðvaði sigurgöngu Dallas

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls stöðvaði átta leikja sigurgöngu Dallas Mavericks og þá tapaði New Jersey þriðja leiknum í röð með aðeins einu stigi þegar liðið lá fyrir LA Clippers.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami tapaði í endurkomu Shaquille O´Neal

Shaquille O´Neal spilaði í nótt sinn fyrsta leik með Miami Heat síðan í nóvember þegar hann kom af bekknum í tapi Miami á útivelli fyrir Indiana Pacers. Cleveland er í bullandi vandræðum og tapaði á heimavelli fyrir lágt skrifuðu liði Philadelphia. Báðir leikir fóru í framlengingu.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix burstaði Washington

Sigurganga Phoenix Suns heldur áfram í NBA deildinni og í dag burstaði liðið Washington á útivelli 127-105 og vann sinn 14. leik í röð. Dallas virðist einnig ósigrandi þessa dagana og skellti Orlando nokkuð auðveldlega á útivelli 111-95.

Körfubolti
Fréttamynd

Casey rekinn frá Minnesota

Dwane Casey, þjálfari Minnesota Timberwolves í NBA deildinni, var látinn taka pokann sinn hjá liðinu í kvöld. Liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð, en hefur engu að síður unnið helming leikja sinna í vetur. Casey tók við Minnesota sumarið 2005, en það verður aðstoðarþjálfarinn Randy Wittman tekur við starfi hans.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigur í fyrsta leik Anthony og Iverson með Denver

Carmelo Anthony spilaði í nótt sinn fyrsta leik með Denver Nuggets eftir 15 leikja bann og þetta var jafnframt fyrsti leikur hans með Allen Iverson. Lengi hafði verið beðið eftir því að þeir Anthony og Iverson spiluðu sinn fyrsta leik saman og þeir ollu ekki vonbrigðum og tryggðu Denver sigur á Memphis.

Körfubolti
Fréttamynd

Verður sagan á bandi Phoenix?

Phoenix Suns varð í nótt aðeins áttunda liðið í sögu NBA deildarinnar til að ná tveimur 13 leikja sigurhrinum á sama keppnistímabilinu, en áður hafði liðið unnið 15 leiki í röð frá 20. nóvember til 19. desember.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrettán í röð hjá Phoenix Suns

Phoenix Suns burstaði Minnesota Timberwolves 131-102 í NBA í nótt og vann þar með sinn 13. leik í röð. Amare Stoudemire skoraði 25 stig fyrir Phoenix, Leandro Barbosa 20 og Shawn Marion skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst. Randy Foye skoraði 25 stig fyrir Minnesota.

Körfubolti
Fréttamynd

Jefferson úr leik

Framherjinn Richard Jefferson verður úr leik um óákveðinn tíma í liði New Jersey Nets í NBA eftir að ljóst varð að hann þyrfti að fara í uppskurð vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann allar götur síðan í haust. Ljóst er að hann verður frá í að minnsta kosti nokkrar vikur og ekki er ástandið gott fyrir hjá liði Nets, sem hefur valdið stuðningsmönnum sínum gríðarlegum vonbrigðum í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Flugeldasýning í boði Phoenix í kvöld?

Fastlega má búast við því að hið frábæra lið Phoenix Suns bjóði áskrifendum NBA TV á Fjölvarpinu upp á skrautsýningu klukkan eitt í nótt þegar liðið tekur á móti Minnesota Timberwolves. Tveir bestu menn gestanna, þeir Kevin Garnett og Ricky Davis, verða í leikbanni og því verður forvitnilegt að sjá hvort liðinu tekst að hanga í Phoenix sem hefur unnið 12 leiki í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Góð sárabót fyrir Dallas

Einum leik er lokið í NBA í dag en hér var á ferðinni einvígi liðanna sem börðust um meistaratitilinn í fyrra. Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan Miami tryggði sér titilinn í sumar, en Dallas kom fram hefndum með góðum sigri á útivelli 99-93 þar sem Jerry Stackhouse var hetja gestanna og skoraði 16 stig í fjórða leikhlutanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Óeftirminnileg endurkoma Artest til Detroit

Ron Artest hagaði sér vel í nótt þegar hann sneri loks aftur til Detroit með liði sínu Sacramento, en þangað hafði hann ekki komið síðan hann varð valdur að uppþoti þar fyrir tveimur árum sem kostaði hann yfir 70 leikja bann. Detroit vann auðveldan sigur 91-74 í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Artest mætir til Detroit með hanakamb

Villingurinn Ron Artest hjá Sacramento Kings ætlar ekki beinlínis að láta lítið fyrir sér fara í nótt þegar hann mætir í The Palace, heimavöll Detroit Pistons, í fyrsta skipti síðan hann lenti þar í einum frægustu slagsmálum í sögu hópíþrótta í Bandaríkjunum fyrir um tveimur árum. Artest lét félaga sinn raka á sig hanakamb í gærkvöldi.

Körfubolti
Fréttamynd

New Jersey - Orlando í beinni í nótt

Leikur New Jersey Nets og Orlando Magic verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Hér eru á ferðinni tvö af bestu liðum Austurdeildar og er áhorfendum gefst þarna færi á að sjá einn efnilegasta miðherja deildarinnar Dwight Howard hjá Orlando.

Körfubolti
Fréttamynd

Heitt í kolunum í Minneapolis

Það var heitt í kolunum í Minneapolis í nótt þegar Detroit Pistons kom í heimsókn og vann frækinn 104-98 sigur í tvíframlengdum leik. Kevin Garnett og Antonio McDyess var vísað úr húsi eftir að þeim lenti saman og gæti Garnett átt yfir höfði sér leikbann eftir að hann sló til mótherja síns.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas - LA Lakers á Sýn í kvöld

Stórleikur Dallas Mavericks og LA Lakers sem fram fór í NBA deildinni í gærkvöldi verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 23:30. Hér eru á ferðinni tvö af bestu liðum deildarinnar sem hafa verið á miklu flugi undanfarið.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigurganga Dallas heldur áfram

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Ótrúleg sigurganga Dallas Mavericks hélt áfram þegar liðið lagði LA Lakers örugglega á heimavelli sínum 114-95. Josh Howard skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 26 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Ný körfuboltahöll Nets fær nafnið Barclays Center

Barclays-bankinn á Englandi, sem m.a. er stuðningsaðili ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, ætlar nú í aukna útrás í Bandaríkjunum. Bankinn hefur skrifað undir 20 ára styrktarsamning við NBA lið New Jersey Nets sem flytja mun til Brooklyn á næstu árum. Þar er áformað að byggja glæsilega höll á stórum reit í borginni og reiknað er með að kostnaður verði hátt í 300 milljarðar íslenskra króna.

Körfubolti
Fréttamynd

Brown verður ekki sóttur til saka fyrir tertukast

Lögregluyfirvöld í Los Angeles hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar í máli manns sem segir framherjann Kwame Brown hjá LA Lakers hafa leikið sig ansi grátt um síðustu helgi, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brown er sakaður um vafasama iðju utan vallar.

Körfubolti
Fréttamynd

Indiana og Golden State stokka upp

Lið Indiana Pacers og Golden State Warriors gerðu með sér mikil og stór leikmannaskipti í NBA deildinni í gærkvöldi, en þessi viðskipti liðanna komu sérfræðingum í deildinni mjög á óvart. Svo virðist sem hvorugt liðið komi áberandi betur út úr skiptunum, en átta leikmenn skiptu um heimilisfang í viðskiptunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tap í fyrsta leik hjá Webber

Utah Jazz eyðilagði í nótt frumraun Chris Webber með Detroit Pistons, sem einnig endurheimti leikstjórnandann Chauncey Billups úr meiðslum. LA Lakers vann góðan útisigur á San Antonio og Cleveland steinlá fyrir Portland á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórleikur Tracy McGrady dugði skammt

Texasliðin Dallas og Houston áttust við í NBA deildinni í nótt og var það sjóðheitt lið Dallas sem hafði betur 109-96 eftir að hafa staðið af sér stórskotahríð Tracy McGrady hjá Houston, en hann skoraði 21 af 45 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Dallas.

Körfubolti
Fréttamynd

Ætlar sér að vinna titil

Chris Webber mun spila með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur. Nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Pistons á svipaðan hátt og Rasheed Wallace gerði á meistaraárinu 2004.

Körfubolti
Fréttamynd

Anthony körfuboltamaður ársins í Bandaríkjunum

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets var í dag kjörinn körfuboltamaður ársins í Bandaríkjunum fyrir frammistöðu sína með landsliðinu á HM í körfubolta sem fram fór í Japan í fyrra. Þetta þykja mörgum nokkuð kaldhæðnislegar fréttir í ljósi þess að hann situr nú af sér 15 leikja bann í NBA fyrir slagsmál.

Körfubolti