Körfubolti

Sagan er með Phoenix

Leikmenn Phoenix eru með rjúkandi sjálfstraust þessa dagana.
Leikmenn Phoenix eru með rjúkandi sjálfstraust þessa dagana. MYND/Getty

Phoenix Suns er óumdeilanlega heitasta liðið í NBA-deildinni um þessar mundir og hefur nú unnið 16 leiki í röð. Sú sigurhrina fer í sögubækur NBA sem sú sjötta besta frá upphafi. Miðað við tölfræðina bendir margt til þess að Phoenix verði meistarar þegar uppi er staðið í haust.

LA Lakers á metið yfir lengstu sigurhrinu frá upphafi og verður það seint slegið. Liðið náði þeim árangri tímabilið 1971-1972 og vann þá 33 leiki í röð. Tímabilið áður hafði Milwaukee sett met með því að vinna 20 leiki í röð en í þriðja sæti á þessum lista er lið LA Lakers frá tímabilinu 1999-2000 með 18 sigurleiki í röð.  Öll þessi lið stóðu uppi sem NBA-meistarar á viðkomandi keppnistímabilum.

Þrjú lið hafa síðan náð að vinna 18 leiki í röð; New York tímabilið 1969-1970, Boston tímabilið 1981-1982 og Chicago tímabilið 1995-1996. New York og Chicago urðu bæði NBA-meistarar á þessum leiktíðum.

Með þessar upplýsingar til hliðsjónar má segja að það séu afgerandi líkur á því að Phoenix verði meistarar, fari svo að þeir vinni næstu tvo leiki sína. 18 sigurleikir eða meira á tímabili hafa nefnilega alltaf, að einu dæmi undanskildu, skilað viðkomandi liði NBA-titlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×