NBA

Fréttamynd

NBA: Charlotte stöðvaði sigurgöngu Cleveland

Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Charlotte Bobcats stöðvuðu átta leikja sigurgöngu Cleveland Cavaliers með 108-100 sigri í framlengdum leik. Cleveland höfðu forystu nær allan leikinn en í síðasta leikhluta komu Charlotte-menn til baka og náðu að jafna. Þeir áttu svo meira eftir til að klára framlenginguna. LeBron James var að vanda langatkvæðamestur Cleveland-manna, skoraði 37 stig og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Charlotte skiptist stigaskorið jafnar á milli manna; Gerald Wallace var stigahæstur með 27 stig, Matt Carroll skoraði 20, Raymond Felton 17 og Walter Herrmann kom af bekknum og skoraði 19 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Kidd og Bryant leikmenn vikunnar

Jason Kidd hjá New Jersey og Kobe Bryant hjá LA Lakers voru útnefndir leikmenn vikunnar í NBA deildinni í gær. Kidd leiddi New Jersey til sigurs í þremur af fjórum leikjum sínum og skoraði 14,5 stig, gaf 12,8 stoðsendingar og hirti 7,5 fráköst. Kobe Bryant fór fyrir liði Lakers og skoraði að meðaltali 46,7 stig að meðaltali í þremur leikjum með LA Lakers, en liðið vann tvo af þremur leikjum sínum í vikunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston steinlá fyrir New Orleans

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans vann auðveldan sigur á Boston í Oklahoma City 106-88 og Atlanta burstaði Sacramento 99-76. Leikur New Jersey og Denver verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan 23 í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant orðinn stigahæstur á ný

Kobe Bryant er nú kominn með hæsta meðaltalið í stigaskorun í NBA deildinni í fyrsta skipti í vetur eftir að hann skoraði 115 stig í síðustu tveimur leikjum. Carmelo Anthony hjá Denver hafði verið stigahæstur í deildinni síðan 18. nóvember, en nú er Bryant kominn upp í 30 stig að meðaltali í leik á meðan Anthony er með 29,8 stig að meðaltali.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn ein sýningin hjá Kobe Bryant

Kobe Bryant olli ekki aðdáendum sínum vonbrigðum frekar en fyrri daginn þegar hann skoraði 50 stig fyrir LA Lakers í 109-102 sigri liðsins á Minnesota í beinni útsendingu á NBA TV í nótt. Orlando stöðvaði sigurgöngu Miami og Houston burstaði Philadelpha með 50 stiga mun á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Góður sigur Dallas í Detroit

Dallas vann í kvöld mikilvægan sigur á Detroit á útivelli í NBA deildinni í körfubolta. Dirk Nowitzki fór fyrir liði Dallas eins og svo oft áður og skoraði 28 stig og hirti 12 fráköst. Detroit var án leikstjórnandans Chauncey Billups sem er meiddur, en staðgengill hans Ron Murray skoraði 18 stig fyrir Detroit.

Körfubolti
Fréttamynd

New York skellti Toronto

Einum leik er þegar lokið í NBA deildinni í körfubolta í kvöld. New York Knicks lagði Toronto auðveldlega í Madison Square Garden 92-74. Stephon Marbury skoraði 14 af 21 stigi sínu í þriðja leikhlutanum þar sem New York hafði betur 35-13 og lagði grunninn að sigrinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers - Minnesota í beinni á miðnætti

Leikur LA Lakers og Minnesota Timberwolves verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á miðnætti í nótt. Kobe Bryant skoraði 65 stig í sigri Lakers í síðasta leik eftir að liðið hafði tapað sjö leikjum í röð og gaman verður að sjá hvort kappinn verður í viðlíka stuði í kvöld. Þá verður annar stórleikur á dagskrá í NBA í kvöld þegar Detroit tekur á móti Dallas.

Körfubolti
Fréttamynd

Denver valtaði yfir Phoenix

Nokkur óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver rótburstaði Phoenix, Boston hélt upp á dag heilags Patreks með fyrsta sigri sínum í San Antonio í 18 ár og Chicago tapaði fyrir Memphis. Þá vann Cleveland 8. leikinn í röð og Indiana afstýrði vafasömu meti þegar liðið vann sinn fyrsta sigur í 12 leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant skoraði 65 stig

Kobe Bryant var ekki á þeim buxunum að tapa áttunda leiknum í röð með liði sínu LA Lakers þegar það mætti Portlant í NBA deildinni í nótt. Lakers hafði betur 116-111 eftir framlengdan leik, þar sem Kobe Bryant skoraði 65 stig fyrir Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Milwaukee - San Antonio á Sýn í kvöld

Leikur Milwaukee Bucks og San Antonio Spurs í NBA deildinni frá í gærkvöld verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 0:40. San Antonio var búið að vinna 13 leiki í röð fyrir viðureignina í gærkvöldi.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn tapar Lakers

3 leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Los Angeles Lakers steinlá fyrir Denver Nuggets113-86. Þetta var 7. tapleikur Lakers í röð og í 1. sinn á 16 ára þjálfaraferli sem Phil Jackson upplifir það að lið hans tapi 7 í röð. Linas Kleiza var stigahæstur hjá Nuggets með 29 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað á ferlinum. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 25 stig. 13 leikja sigurhrinu San Antonio Spurs lauk í gærkvöldi í Bradley Center í Milwaukee. Milwaukee vann 101-90. Daginn fyrir leikinn rak Milwaukee þjálfarann, Larry Stotts, og aðstoðarþjálfarinn, Larry Krystkowiak, tók við liðinu. Miami Heat vann 8da leikinn í röð í gærkvöldi, sigraði New Jersey 93-86. Shaquille O´Neal skoraði 19 stig fyrir Miami þar af 17 í seinni hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Ummæli Phil Jackson kostuðu 7 milljónir

Phil Jackson þjálfari LA Lakers í NBA deildinni var í dag sektaður um 3,5 milljónir króna fyrir ummæli sín síðasta fimmtudag, þegar hann sagði forráðamenn deildarinnar vera á nornaveiðum. Hann lét þessi orð falla eftir að aganefnd deildarinnar rannsakaði meint brot Kobe Bryant hjá Lakers í þriðja sinn á stuttum tíma. Þá var félagið einnig sektað um sömu upphæð og því kostuðu ummælin alls um 7 milljónir króna.

Körfubolti
Fréttamynd

Hæ krakkar, notið eiturlyf

Miðherjinn Scot Pollard hjá Cleveland Cavaliers er ekki vinsælasti maðurinn í Ohio um þessar mundir eftir misheppnað grín hans í beinni útsendingu sjónvarps á sunnudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix skellti Dallas í stórkostlegu einvígi

Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Milwaukee rekur þjálfarann

Terry Stotts var í kvöld rekinn úr starfi sínu sem þjálfari NBA liðsins Milwaukee Bucks. Liðinu hefur gengið afleitlega í vetur og er það í neðsta sæti miðdeildarinnar með 23 sigra og 41 tap. Ekki hefur verið tilkynnt hver tekur við starfinu út leiktíðina.

Körfubolti
Fréttamynd

Memphis - Cleveland í beinni í kvöld

Leikur Memphis Grizzlies og Cleveland Cavaliers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Cleveland stefnir að því að vinna sjöunda leikinn í röð í vetur, en svo gæti farið að það þyrfti að vera án LeBron James annan leikinn í röð vegna bakmeiðsla kappans. Leikurinn hefst klukkan 12 á miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Ég hata ekki homma í alvörunni

Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway rötuðu á síður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrettán sigrar í röð hjá San Antonio

San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Endurkoma Krists gæti ekki bjargað okkur

Slæmt gengi LA Lakers í NBA deildinni undanfarið er farið að hafa áhrif á ótrúlegustu menn. Sjálfur Zen-Meistarinn Phil Jackson lét hafa eftir sér í LA Times í dag að liðið spilaði svo illa þessa dagana að sjálfur Kristur gæti ekki bjargað því.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýr þjálfari hjá Bobcats í sumar

Michael Jordan, yfirmaður körfuboltamála hjá Charlotte Bobcats í NBA deildinni, tilkynnti í dag að þjálfarinn Bernie Bickerstaff fengi nýtt hlutverk hjá félaginu í sumar. Bickersteff hefur stýrt liðinu í þrjú ár og á að baki 67 sigra og 161 tap, en hann mun væntanlega taka sér sæti á skrifstofunni í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Isiah Thomas fékk nýjan samning hjá Knicks

Isiah Thomas, forseti og þjálfari New York Knicks, skrifaði undir nýjan samning við félagið um helgina. Þessi tíðindi komu nokkuð á óvart í ljósi þess að eigandi félagsins hafði áður sagt að hann ætlaði að taka ákvörðun um framtíð Thomas eftir að keppnistímabilinu lyki.

Körfubolti
Fréttamynd

Golden State batt enda á sigurgöngu Dallas

Sautján leikja sigurgöngu Dallas Mavericks í NBA deildinni lauk í nótt þegar liðið steinlá á útivelli fyrir Golden State Warriors 117-100. Sigurganga Dallas var sú sjöunda besta í sögu deildarinnar og var tapið aðeins það þriðja hjá liðinu á síðustu þremur mánuðum.

Körfubolti
Fréttamynd

Versta tap í sögu LA Lakers á heimavelli

Ekkert lát er á sigurgöngu Dallas í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið yfirburðasigur á LA Lakers, 108-72, útivelli. Þetta var 17. sigur Dallas í röð og hefur liðið nú unnið 52 af 61 leik sínum í vetur. Þetta var jafnframt versta tap Lakers í sögu félagsins síðan það flutti frá Minneapolis til Los Angeles árið 1960.

Körfubolti
Fréttamynd

Yao Ming óstöðvandi

Kínverski risinn Yao Ming skoraði 37 stig í gærkvöldi þegar Houston Rockets sigraði Orlando Magic 103-92.  Ming er nýstaðinn upp úr erfiðum meiðslum og var aðeins að spila fjórða leik sinn eftir að hafa misst af 32 leikjum eftir að hafa fótbrotnað fyrr á leiktíðinni.  Tracy McGrady var einnig atkvæðamikill í liði Houston, skoraði 19 stig og var með 10 stoðsendingar.  Í síðustu 10 leikjum hefur Houston haft betur í rimmunni við Orlando í 9 þeirra.

Körfubolti
Fréttamynd

Ron Artest: Ég hef brugðist

Fimm dögum eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi hefur leikmaður Sacramento í NBA-deildinni, beðist afsökunar á framferði sínu. Artest segist hafa brugðist hlutverki sínu, sem eiginmaður, faðir og leikmaður Sacramento, og biður um fyrirgefningu.

Körfubolti
Fréttamynd

12. sigur San Antonio í röð

San Antonio Spurs er á fljúgandi siglingu í NBA-deildinni um þessar mundir og í nótt vann liðið sinn 12. sigur í röð þegar það lagði New Jersey af velli á heimavelli, 93-77. Eins og svo oft áður var það liðsheildin sem skóp sigur San Antonio, en allir þeir 12 leikmenn sem voru á skýrslu liðsins náðu að skora stig í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Rasheed Wallace: Það þýðir ekkert að sekta mig

Vandræðagemlingurinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur sent þau skilaboð til forráðamanna NBA-deildarinnar að það þýði ekkert að sekta sig eða setja sig í leikbann – hann muni ekki breyta leikstíl sínum. Wallace, sem er þekktur fyrir sorakjaft í leikjum Detroit, segist eiga nóg af peningum til að borga sínar sektir.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq stendur sig vel í fjarveru Wade

Tröllið Shaquille O´Neal hjá Miami lék einn sinn besta leik á tímilinu í nótt þegar meistarar Miami lögðu Minnesota í NBA-deildinni í nótt, 105-91. O´Neal skoraði 32 stig, þar af 15 í fyrsta fjórðung, og hitti úr 13 af 16 skotum sínum í leiknum.

Körfubolti