Skóla- og menntamál Eldur í Víkurskóla í Grafarvogi og ekki hægt að útiloka íkveikju Eldur kom upp í Víkurskóla í Grafarvogi um klukkan hálf fjögur í nótt. Eldurinn virðist hafa komið upp í vinnurými í skólanum eða fundaraðstöðu að sögn Stefáns Kristinssonar varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Innlent 27.3.2023 06:44 Læra íslensku sem er sérhæfð fyrir vinnu í skólum Í Reykjanesbæ er rekin svokölluð leikskólasmiðja þar sem innflytjendur læra íslensku sem er sérsniðin fyrir störf í leik- og grunnskólum en skortur á íslenskukunnáttu getur staðið fólki af erlendum uppruna fyrir þrifum. Innlent 26.3.2023 23:14 Segir íslenska háskóla skrapa botninn Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna Innlent 26.3.2023 12:09 Flúði land með heyrnarlaus börn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda Móðir tveggja heyrnarlausra drengja gafst upp á því þjónustuleysi sem hún segir einkenna málefni heyrnarlausra barna og flutti fyrir rúmum tveimur vikum með fjölskylduna til Svíþjóðar þar sem hún segist fá sjálfsagða þjónustu. Innlent 26.3.2023 11:30 Nemendur í Versló auka næringargildi salts með fiskbeinum Nemendur við Verzlunarskóla Íslands hafa aukið næringargildi salts með þróun og framleiðslu á salti sem inniheldur næringarefni úr fiskbeinum. Þeir segja starfsmenn fiskbúða fegna að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða. Innlent 24.3.2023 21:00 Að taka ekki næsta skref Nokkur umræða hefur spunnist í kringum fyrirhugaða lokun upplýsinga- og ráðgjafarvefjarins Næsta skref.is. Sú ákvörðun að loka vefnum var öllum sem að komu erfið enda er hann í mikilli notkun meðal almennings, hjá símenntunarmiðstöðvum og innan formlega skólakerfisins. Skoðun 24.3.2023 15:00 Hvað svo? Um leikskólamál í Reykjavík Leikskólamál í Reykjavík eru núna í brennidepli. Fyrir því eru frekar einfaldar ástæður. Að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi hafa margir foreldrar í höfuðborginni ekki aðgang að dagvistunarúrræði fyrir börnin sín. Afleiðingar þess fyrir fjárhag heimilisins geta orðið umtalsverðar. Skoðun 24.3.2023 07:01 „Þetta er óskiljanleg ráðstöfun“ Formaður Félags náms- og starfsráðgjafa segir veigamikið verkfæri tekið úr sambandi með lokun upplýsinga og ráðgjafavefsins Næsta skref. Ráðgjafar séu bæði ósáttir og undrandi þar sem vefurinn hafi verið mikið notaður og fallið vel í kramið. Stjórnvöld þurfi að koma að málinu, finna stað fyrir vefinn og tryggja fjármagn en arðsemi vefsins sé ekki mældur í peningum. Innlent 23.3.2023 22:27 Jæja, er þetta ekki bara orðið gott? Síðasta haust þegar fyrsta bylgja mótmæla foreldra í Ráðhúsinu var í gangi ritaði ég grein. Hún á jafn vel við í dag og fyrir nokkrum mánuðum síðan. Skoðun 23.3.2023 12:33 Forgangsröðum í þágu menntunar Á nýafstöðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru samþykktar tvær ályktanir um menntamál. Í annarri er lýst yfir þungum áhyggjum af starfsaðstæðum í skólum landsins. Víða hefur skólahúsnæði verið lokað vegna myglu og annarra vandamála og mikið álag er í leik- og grunnskólum vegna undirmönnunar. Skoðun 23.3.2023 09:31 Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. Innlent 21.3.2023 23:36 Vísindin á bak við lesfimipróf Góð lesfimi birtist í því að geta lesið af nákvæmni, jöfnum hraða og með réttum áherslum. Hún sýnir hvort barn hefur náð góðum tökum á umskráningu stafa yfir í hljóð og geti lesið bæði kunn og ókunn orð hratt og án fyrirhafnar. Skoðun 21.3.2023 16:00 Gjaldfelling leikskólastigsins er ekki lausnin Það er ótrúlega dapurt að heyra enn eina umræðuna um vöntun leikskólaplássa í Reykjavík í fjölmiðlum. Í Kastljós mættu Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og ræddu þessi mál. Mér sem leikskólastjóra fannst gott að hlusta á Árelíu sem virðist að einhverju leyti skilja vandann sem þessi mál eru í. Skoðun 21.3.2023 12:31 Hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur ákveðið að hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að rekja megi ákvörðunina til myglu og rakaskemmda sem fundust í febrúar á þessu ári. Innlent 21.3.2023 11:45 Nokkuð í gjaldtöku og hún ekki úr lausu lofti gripin Stúdentar mótmæltu í gærmorgun fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands. Rektor segir málið eiga sér langan aðdraganda. Innlent 21.3.2023 06:31 Nám fyrir öll - Eldri borgara, miðaldra á krossgötum og nýstúdenta Ég heyrði fyrst um þjóðfræðinám fyrir um 15 árum þegar amma mín, þá um sjötugt, ákvað að taka námskeið í þjóðfræði sér til skemmtunar eftir að hún var komin á eftirlaun. Skoðun 20.3.2023 19:31 Umhverfis- og lýðheilsuþing í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit Það stendur mikið til í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit í komandi viku því á þriðjudaginn verður haldið Umhverfis-og lýðheilsuþing og þá er von á ellefu erlendum gestum í heimsókn vegna Erasmus verkefnis, sem skólinn tekur þátt í. Innlent 19.3.2023 14:00 Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. Innlent 18.3.2023 12:09 Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, rétt í þessu. Lið MR hlaut 36 stig gegn 25 stigum liðs Framhaldsskóla Suðurlands. MR varði þannig titilinn og Hljóðneminn fer aftur á sinn stað á þriðju hæð Gamla skóla. Lífið 17.3.2023 21:36 Þrjú sóttu um stöðu skólastjóra í Melaskóla Alls sóttu þrír einstaklingar um að verða skólastjóri í Melaskóla samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Einn þessara einstaklinga dró umsókn sína þó til baka og því eru umsækjendur tveir. Innlent 17.3.2023 15:50 Leikskólakennari í innvistarvanda Hvað felst í titlinum? Kennari sem á í innri vanda eða er það húsnæðið sem kennarinn vinnur í sem er í vanda? Þó að seinni fullyrðingin sé skilgreiningin (innvistarvandi = rakaskemmdir/mygla í húsnæði á vegum borgarinnar) þá er í raun ekki hægt að aðgreina þessar tvær skilgreiningar. Skoðun 17.3.2023 08:01 Skiptar skoðanir um að loka grunnskólanum Fundur var haldinn í vikunni með foreldrum barna sem stunda nám í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Á fundinum var ræddur sá möguleiki að leggja niður starfsemi í skólanum þar sem einungis níu börn stunda þar nám núna. Innlent 17.3.2023 07:01 „Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. Innlent 16.3.2023 22:53 Er engin arðsemi af menntun háskólakennara? Háskólar eru hreyfiafl framfara í nútíma samfélagi og uppspretta nýjunga og nýsköpunar. Þeir afla einnig og varðveita margvíslega þekkingu og móta skilning á heiminum á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Í háskólum eru nýjar kynslóðir þjálfaðar til fjölbreyttra starfa. Skoðun 16.3.2023 12:30 Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. Innlent 16.3.2023 11:46 Brúar dómsmálaráðherra bilið? Meðalaldur barna við innritun á leikskóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuðir og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur meirihlutanum í borginni ekki tekist að lækka innritunaraldurinn svo neinu nemi; það er staðan. Skoðun 16.3.2023 07:30 Lítið áunnist þrátt fyrir „fagurgala og falleg fyrirheit“ borgarinnar Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna í leikskólamálum í Reykjavík óásættanlega þar sem staðan heldur áfram að versna. Fagurgalar og falleg fyrirheit komi frá stjórnsýslunni sem leggur ekki í vinnuna sem til þurfi. Foreldrar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar og hefur verið óskað eftir því að leikskólamálin verði sett á dagskrá borgarráðs á morgun. Innlent 15.3.2023 16:51 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. Innlent 14.3.2023 14:00 Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. Innlent 13.3.2023 13:51 „Hvað svo?“ – Nám í þjóðfræði Nú þegar Háskóladagurinn er nýbúinn eru líklega mörg að velta fyrir sér að fara í nám og skoða hvað er í boði. Þegar ég lauk framhaldsskóla fékk ég oft spurninguna hvað ég ætlaði svo að gera næst. Oft fannst mér ætlast til þess að næsta skref væri háskólanám, þar sem ég þyrfti að velja námið út frá því hvað ég ætlaði svo að verða. Skoðun 10.3.2023 12:01 « ‹ 41 42 43 44 45 46 47 48 49 … 142 ›
Eldur í Víkurskóla í Grafarvogi og ekki hægt að útiloka íkveikju Eldur kom upp í Víkurskóla í Grafarvogi um klukkan hálf fjögur í nótt. Eldurinn virðist hafa komið upp í vinnurými í skólanum eða fundaraðstöðu að sögn Stefáns Kristinssonar varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Innlent 27.3.2023 06:44
Læra íslensku sem er sérhæfð fyrir vinnu í skólum Í Reykjanesbæ er rekin svokölluð leikskólasmiðja þar sem innflytjendur læra íslensku sem er sérsniðin fyrir störf í leik- og grunnskólum en skortur á íslenskukunnáttu getur staðið fólki af erlendum uppruna fyrir þrifum. Innlent 26.3.2023 23:14
Segir íslenska háskóla skrapa botninn Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna Innlent 26.3.2023 12:09
Flúði land með heyrnarlaus börn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda Móðir tveggja heyrnarlausra drengja gafst upp á því þjónustuleysi sem hún segir einkenna málefni heyrnarlausra barna og flutti fyrir rúmum tveimur vikum með fjölskylduna til Svíþjóðar þar sem hún segist fá sjálfsagða þjónustu. Innlent 26.3.2023 11:30
Nemendur í Versló auka næringargildi salts með fiskbeinum Nemendur við Verzlunarskóla Íslands hafa aukið næringargildi salts með þróun og framleiðslu á salti sem inniheldur næringarefni úr fiskbeinum. Þeir segja starfsmenn fiskbúða fegna að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða. Innlent 24.3.2023 21:00
Að taka ekki næsta skref Nokkur umræða hefur spunnist í kringum fyrirhugaða lokun upplýsinga- og ráðgjafarvefjarins Næsta skref.is. Sú ákvörðun að loka vefnum var öllum sem að komu erfið enda er hann í mikilli notkun meðal almennings, hjá símenntunarmiðstöðvum og innan formlega skólakerfisins. Skoðun 24.3.2023 15:00
Hvað svo? Um leikskólamál í Reykjavík Leikskólamál í Reykjavík eru núna í brennidepli. Fyrir því eru frekar einfaldar ástæður. Að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi hafa margir foreldrar í höfuðborginni ekki aðgang að dagvistunarúrræði fyrir börnin sín. Afleiðingar þess fyrir fjárhag heimilisins geta orðið umtalsverðar. Skoðun 24.3.2023 07:01
„Þetta er óskiljanleg ráðstöfun“ Formaður Félags náms- og starfsráðgjafa segir veigamikið verkfæri tekið úr sambandi með lokun upplýsinga og ráðgjafavefsins Næsta skref. Ráðgjafar séu bæði ósáttir og undrandi þar sem vefurinn hafi verið mikið notaður og fallið vel í kramið. Stjórnvöld þurfi að koma að málinu, finna stað fyrir vefinn og tryggja fjármagn en arðsemi vefsins sé ekki mældur í peningum. Innlent 23.3.2023 22:27
Jæja, er þetta ekki bara orðið gott? Síðasta haust þegar fyrsta bylgja mótmæla foreldra í Ráðhúsinu var í gangi ritaði ég grein. Hún á jafn vel við í dag og fyrir nokkrum mánuðum síðan. Skoðun 23.3.2023 12:33
Forgangsröðum í þágu menntunar Á nýafstöðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru samþykktar tvær ályktanir um menntamál. Í annarri er lýst yfir þungum áhyggjum af starfsaðstæðum í skólum landsins. Víða hefur skólahúsnæði verið lokað vegna myglu og annarra vandamála og mikið álag er í leik- og grunnskólum vegna undirmönnunar. Skoðun 23.3.2023 09:31
Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. Innlent 21.3.2023 23:36
Vísindin á bak við lesfimipróf Góð lesfimi birtist í því að geta lesið af nákvæmni, jöfnum hraða og með réttum áherslum. Hún sýnir hvort barn hefur náð góðum tökum á umskráningu stafa yfir í hljóð og geti lesið bæði kunn og ókunn orð hratt og án fyrirhafnar. Skoðun 21.3.2023 16:00
Gjaldfelling leikskólastigsins er ekki lausnin Það er ótrúlega dapurt að heyra enn eina umræðuna um vöntun leikskólaplássa í Reykjavík í fjölmiðlum. Í Kastljós mættu Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og ræddu þessi mál. Mér sem leikskólastjóra fannst gott að hlusta á Árelíu sem virðist að einhverju leyti skilja vandann sem þessi mál eru í. Skoðun 21.3.2023 12:31
Hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur ákveðið að hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að rekja megi ákvörðunina til myglu og rakaskemmda sem fundust í febrúar á þessu ári. Innlent 21.3.2023 11:45
Nokkuð í gjaldtöku og hún ekki úr lausu lofti gripin Stúdentar mótmæltu í gærmorgun fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands. Rektor segir málið eiga sér langan aðdraganda. Innlent 21.3.2023 06:31
Nám fyrir öll - Eldri borgara, miðaldra á krossgötum og nýstúdenta Ég heyrði fyrst um þjóðfræðinám fyrir um 15 árum þegar amma mín, þá um sjötugt, ákvað að taka námskeið í þjóðfræði sér til skemmtunar eftir að hún var komin á eftirlaun. Skoðun 20.3.2023 19:31
Umhverfis- og lýðheilsuþing í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit Það stendur mikið til í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit í komandi viku því á þriðjudaginn verður haldið Umhverfis-og lýðheilsuþing og þá er von á ellefu erlendum gestum í heimsókn vegna Erasmus verkefnis, sem skólinn tekur þátt í. Innlent 19.3.2023 14:00
Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. Innlent 18.3.2023 12:09
Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, rétt í þessu. Lið MR hlaut 36 stig gegn 25 stigum liðs Framhaldsskóla Suðurlands. MR varði þannig titilinn og Hljóðneminn fer aftur á sinn stað á þriðju hæð Gamla skóla. Lífið 17.3.2023 21:36
Þrjú sóttu um stöðu skólastjóra í Melaskóla Alls sóttu þrír einstaklingar um að verða skólastjóri í Melaskóla samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Einn þessara einstaklinga dró umsókn sína þó til baka og því eru umsækjendur tveir. Innlent 17.3.2023 15:50
Leikskólakennari í innvistarvanda Hvað felst í titlinum? Kennari sem á í innri vanda eða er það húsnæðið sem kennarinn vinnur í sem er í vanda? Þó að seinni fullyrðingin sé skilgreiningin (innvistarvandi = rakaskemmdir/mygla í húsnæði á vegum borgarinnar) þá er í raun ekki hægt að aðgreina þessar tvær skilgreiningar. Skoðun 17.3.2023 08:01
Skiptar skoðanir um að loka grunnskólanum Fundur var haldinn í vikunni með foreldrum barna sem stunda nám í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Á fundinum var ræddur sá möguleiki að leggja niður starfsemi í skólanum þar sem einungis níu börn stunda þar nám núna. Innlent 17.3.2023 07:01
„Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. Innlent 16.3.2023 22:53
Er engin arðsemi af menntun háskólakennara? Háskólar eru hreyfiafl framfara í nútíma samfélagi og uppspretta nýjunga og nýsköpunar. Þeir afla einnig og varðveita margvíslega þekkingu og móta skilning á heiminum á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Í háskólum eru nýjar kynslóðir þjálfaðar til fjölbreyttra starfa. Skoðun 16.3.2023 12:30
Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. Innlent 16.3.2023 11:46
Brúar dómsmálaráðherra bilið? Meðalaldur barna við innritun á leikskóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuðir og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur meirihlutanum í borginni ekki tekist að lækka innritunaraldurinn svo neinu nemi; það er staðan. Skoðun 16.3.2023 07:30
Lítið áunnist þrátt fyrir „fagurgala og falleg fyrirheit“ borgarinnar Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna í leikskólamálum í Reykjavík óásættanlega þar sem staðan heldur áfram að versna. Fagurgalar og falleg fyrirheit komi frá stjórnsýslunni sem leggur ekki í vinnuna sem til þurfi. Foreldrar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar og hefur verið óskað eftir því að leikskólamálin verði sett á dagskrá borgarráðs á morgun. Innlent 15.3.2023 16:51
Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. Innlent 14.3.2023 14:00
Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. Innlent 13.3.2023 13:51
„Hvað svo?“ – Nám í þjóðfræði Nú þegar Háskóladagurinn er nýbúinn eru líklega mörg að velta fyrir sér að fara í nám og skoða hvað er í boði. Þegar ég lauk framhaldsskóla fékk ég oft spurninguna hvað ég ætlaði svo að gera næst. Oft fannst mér ætlast til þess að næsta skref væri háskólanám, þar sem ég þyrfti að velja námið út frá því hvað ég ætlaði svo að verða. Skoðun 10.3.2023 12:01