Sér eftir því sem hann sagði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 06:30 Ruben Amorim fór yfir ummæli sín eftir síðasta leik á blaðamannafundi fyrir Evrópuleik liðsins í kvöld. Getty/Carl Recine/ Ruben Amorim, þjálfari Mancheser United, sagði eftir síðasta leik að núverandi lið Manchester United væri mögulega það versta í sögu félagsins en nú sér Portúgalinn eftir orðum sínum. Amorim lét þessi stóru orð falla eftir 3-1 tapið á móti Brighton á sunnudaginn og daginn eftir mátti sá þau á forsíðum allra helstu blaða í Bretlandi. Amorim hitti fjölmiðlamenn aftur í gær og þá var annað hljóð í þessum 39 ára gamla Portúgala. Framundan er Evrópuleikur á móti skoska liðinu Rangers í kvöld. Hann sagðist þá sjá eftir þessum ummælum sínum en hann væri að blekkja sjálfan sig ef hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri að glíma við mörg stór vandamál eftir sjö töp í fimmtán leikjum. „Í fyrsta lagi þá vil ég tala aðeins um þessi ummæli mín. Ég var að tala meira um sjálfan mig en leikmennina mína. Ég var að tala um það að ég væri ekki að hjálpa leikmönnum mínum,“ sagði Ruben Amorim. „Ef þið skoðið það betur þá hef ég aldrei sett pressuna á leikmennina þegar þið viljið fá mig til að segja að leikmennirnir séu ekki nógu góðir,“ sagði Amorim. „Ég geri mér grein fyrir því að ég gaf ykkur þessa fyrirsögn og að stundum er ég pirraður. Ég á ekki að segja svona hluti en svona er þetta bara,“ sagði Amorim. „Stundum er mjög erfitt að fela pirringinn minn. Það góða er að ég sagði það sama í klefanum aðeins fimm mínútum fyrr en reyndar með aðeins öðrum hætti. Viðbrögð leikmanna minna voru ósköp eðlileg enda vanir því að ég tali hreint út,“ sagði Amorim. Amorim tók brjálæðiskast í klefanum og braut meðal annars sjónvarp í reiðikasti sínu. „Ég er ungur maður og stundum geri ég mistök. Þess vegna tala ég vanalega ekki við leikmenn strax eftir leiki. Að þessu sinni þurfti ég að tala við þá en það voru kannski mistök. Stundum verð ég líka stressaður á þessum fjölmiðlafundum og segi hluti sem ég á ekki að segja. Ég er bara ungur maður sem geri stundum mistök,“ sagði Amorim. „Ég er samt bara að tala um augljósa hluti. Ef þið viljið það þá get ég reynt að blekkja mig og aðra með því að segja allt aðra hluti. Ég sagði ykkur þetta og ég sagði leikmönnum mínum þetta. Ég held að það sé gott að ég sé hreinskilinn við ykkur eins og þá,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Amorim lét þessi stóru orð falla eftir 3-1 tapið á móti Brighton á sunnudaginn og daginn eftir mátti sá þau á forsíðum allra helstu blaða í Bretlandi. Amorim hitti fjölmiðlamenn aftur í gær og þá var annað hljóð í þessum 39 ára gamla Portúgala. Framundan er Evrópuleikur á móti skoska liðinu Rangers í kvöld. Hann sagðist þá sjá eftir þessum ummælum sínum en hann væri að blekkja sjálfan sig ef hann gerði sér ekki grein fyrir að hann væri að glíma við mörg stór vandamál eftir sjö töp í fimmtán leikjum. „Í fyrsta lagi þá vil ég tala aðeins um þessi ummæli mín. Ég var að tala meira um sjálfan mig en leikmennina mína. Ég var að tala um það að ég væri ekki að hjálpa leikmönnum mínum,“ sagði Ruben Amorim. „Ef þið skoðið það betur þá hef ég aldrei sett pressuna á leikmennina þegar þið viljið fá mig til að segja að leikmennirnir séu ekki nógu góðir,“ sagði Amorim. „Ég geri mér grein fyrir því að ég gaf ykkur þessa fyrirsögn og að stundum er ég pirraður. Ég á ekki að segja svona hluti en svona er þetta bara,“ sagði Amorim. „Stundum er mjög erfitt að fela pirringinn minn. Það góða er að ég sagði það sama í klefanum aðeins fimm mínútum fyrr en reyndar með aðeins öðrum hætti. Viðbrögð leikmanna minna voru ósköp eðlileg enda vanir því að ég tali hreint út,“ sagði Amorim. Amorim tók brjálæðiskast í klefanum og braut meðal annars sjónvarp í reiðikasti sínu. „Ég er ungur maður og stundum geri ég mistök. Þess vegna tala ég vanalega ekki við leikmenn strax eftir leiki. Að þessu sinni þurfti ég að tala við þá en það voru kannski mistök. Stundum verð ég líka stressaður á þessum fjölmiðlafundum og segi hluti sem ég á ekki að segja. Ég er bara ungur maður sem geri stundum mistök,“ sagði Amorim. „Ég er samt bara að tala um augljósa hluti. Ef þið viljið það þá get ég reynt að blekkja mig og aðra með því að segja allt aðra hluti. Ég sagði ykkur þetta og ég sagði leikmönnum mínum þetta. Ég held að það sé gott að ég sé hreinskilinn við ykkur eins og þá,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira