Forgangsröðum í þágu menntunar Hólmfríður Árnadóttir og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifa 23. mars 2023 09:31 Á nýafstöðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru samþykktar tvær ályktanir um menntamál. Í annarri er lýst yfir þungum áhyggjum af starfsaðstæðum í skólum landsins. Víða hefur skólahúsnæði verið lokað vegna myglu og annarra vandamála og mikið álag er í leik- og grunnskólum vegna undirmönnunar. Þar er tekið undir ályktun frá ársþingi Kennararsamband Íslands sem segir of fáa kennara útskrifast á ári hverju og mikið álag sé vegna þessa og einnig takmarkað aðgengi að sérfræðiþjónustu. Erfiðar starfsaðstæður valda langtímaveikindum kennara og annars starfsfólks, þá sé starfsmannavelta ör og þróun í kennsluháttum verður vegna þessa hægari en ella. Þessir þættir hafa jafnframt neikvæð áhrif á vellíðan og gæði námsumhverfis barna. Það er óforsvaranlegt að nemendur, kennarar og annað starfsfólk sitji uppi með svarta pétur þegar kemur að viðhaldi, nýbyggingum, þróun starfsumhverfis og starfsemi skóla, sérstaklega þegar meiri hluti hennar er skyldunám. Innan íslenska skólakerfisins eru fjölmargir eldhugar sem hafa leitt framþróun í skólastarfi en því miður eru of mörg sem heltast úr lestinni og fjöldinn allur af kennaramenntuðum einstaklingum starfa ekki við kennslu. Ríki og sveitarfélög verða að beita sér fyrir því að jafna aðstöðumun og gera starfsaðstæður betri með því að hlúa enn frekar að fjölbreyttum fagstéttum skólanna, bæði með auknum stuðningi við kennaranám og fjármagni til reksturs og framkvæmda. Grunn- og leikskólar eru á forræði sveitarfélaganna en lagarammi þeirra er settur af ríki. Geta sveitarfélaganna til að mæta þeim kröfum sem bæði ríki og samfélagið setur er því æði misjöfn og börn víða um land sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að aðgengi að sérfræðiþjónustu eða aðstöðu innan skólanna. Jöfnunarsjóður er mikilvægt tæki til jöfnunar og þess að tryggja jafnræði barna um allt land og skapa þeim námsumhverfi við hæfi en hann er ekki nóg. Þörf er á að endurskoða úthlutanir Jöfnunarsjóðs svo hann uppfylli hlutverk sitt betur að þessu leyti en um leið veita auka fjármagni til framkvæmda og flýta fyrir því að þær eigi sér stað. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, verða að leita leiða til að jafna þennan aðstöðumun því þrátt fyrir öflugt starfsfólk skólanna mun núverandi ástand ekki ganga til lengdar. Þá telur landsfundur fjárhagsstöðu háskólanna á Íslandi vera mikið áhyggjuefni. Háskólar á Íslandi njóta mun minni fjárveitinga á hvern nemanda en háskólar á Norðurlöndum þrátt fyrir að lengi hafi það verið yfirlýst stefna stjórnvalda að efla rekstur þeirra. Eins og staðan er nú eru fjárveitingar ónógar, hvort sem er til rannsókna eða kennslu. Um leið og við fögnum stórauknum stuðningi á síðustu árum við opinbera rannsókna- og nýsköpunarsjóði þá má ekki gleyma að háskólarnir eru undirstaða þekkingarsamfélagsins sem við lifum í. Rekstrarhluta háskólanna verður að tryggja og hann verður ekki leystur með auknum álögum á nemendur. Við tökum því undir áhyggjur stúdenta og háskólanna allra og ítrekum mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi óháð búsetu, efnahag og öðrum þáttum þegar kemur að námi fyrir öll. Við hyllum skólana okkar á tyllidögum, og stærum okkur af því að vera menntaþjóð. Það er því ekki boðlegt að setja skólamál ítrekað aftast í röðina, bæði í þjóðfélagsumræðu og þegar kemur að fjármagni. Við hvetjum því stjórnvöld til að hlusta á viðvaranir og áhyggjur Kennarasambands Íslands, háskólanna og stúdenta og forgangsraða fjármagni í þágu menntunar og fólksins í landinu. Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kennari og félagi í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru samþykktar tvær ályktanir um menntamál. Í annarri er lýst yfir þungum áhyggjum af starfsaðstæðum í skólum landsins. Víða hefur skólahúsnæði verið lokað vegna myglu og annarra vandamála og mikið álag er í leik- og grunnskólum vegna undirmönnunar. Þar er tekið undir ályktun frá ársþingi Kennararsamband Íslands sem segir of fáa kennara útskrifast á ári hverju og mikið álag sé vegna þessa og einnig takmarkað aðgengi að sérfræðiþjónustu. Erfiðar starfsaðstæður valda langtímaveikindum kennara og annars starfsfólks, þá sé starfsmannavelta ör og þróun í kennsluháttum verður vegna þessa hægari en ella. Þessir þættir hafa jafnframt neikvæð áhrif á vellíðan og gæði námsumhverfis barna. Það er óforsvaranlegt að nemendur, kennarar og annað starfsfólk sitji uppi með svarta pétur þegar kemur að viðhaldi, nýbyggingum, þróun starfsumhverfis og starfsemi skóla, sérstaklega þegar meiri hluti hennar er skyldunám. Innan íslenska skólakerfisins eru fjölmargir eldhugar sem hafa leitt framþróun í skólastarfi en því miður eru of mörg sem heltast úr lestinni og fjöldinn allur af kennaramenntuðum einstaklingum starfa ekki við kennslu. Ríki og sveitarfélög verða að beita sér fyrir því að jafna aðstöðumun og gera starfsaðstæður betri með því að hlúa enn frekar að fjölbreyttum fagstéttum skólanna, bæði með auknum stuðningi við kennaranám og fjármagni til reksturs og framkvæmda. Grunn- og leikskólar eru á forræði sveitarfélaganna en lagarammi þeirra er settur af ríki. Geta sveitarfélaganna til að mæta þeim kröfum sem bæði ríki og samfélagið setur er því æði misjöfn og börn víða um land sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að aðgengi að sérfræðiþjónustu eða aðstöðu innan skólanna. Jöfnunarsjóður er mikilvægt tæki til jöfnunar og þess að tryggja jafnræði barna um allt land og skapa þeim námsumhverfi við hæfi en hann er ekki nóg. Þörf er á að endurskoða úthlutanir Jöfnunarsjóðs svo hann uppfylli hlutverk sitt betur að þessu leyti en um leið veita auka fjármagni til framkvæmda og flýta fyrir því að þær eigi sér stað. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, verða að leita leiða til að jafna þennan aðstöðumun því þrátt fyrir öflugt starfsfólk skólanna mun núverandi ástand ekki ganga til lengdar. Þá telur landsfundur fjárhagsstöðu háskólanna á Íslandi vera mikið áhyggjuefni. Háskólar á Íslandi njóta mun minni fjárveitinga á hvern nemanda en háskólar á Norðurlöndum þrátt fyrir að lengi hafi það verið yfirlýst stefna stjórnvalda að efla rekstur þeirra. Eins og staðan er nú eru fjárveitingar ónógar, hvort sem er til rannsókna eða kennslu. Um leið og við fögnum stórauknum stuðningi á síðustu árum við opinbera rannsókna- og nýsköpunarsjóði þá má ekki gleyma að háskólarnir eru undirstaða þekkingarsamfélagsins sem við lifum í. Rekstrarhluta háskólanna verður að tryggja og hann verður ekki leystur með auknum álögum á nemendur. Við tökum því undir áhyggjur stúdenta og háskólanna allra og ítrekum mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi óháð búsetu, efnahag og öðrum þáttum þegar kemur að námi fyrir öll. Við hyllum skólana okkar á tyllidögum, og stærum okkur af því að vera menntaþjóð. Það er því ekki boðlegt að setja skólamál ítrekað aftast í röðina, bæði í þjóðfélagsumræðu og þegar kemur að fjármagni. Við hvetjum því stjórnvöld til að hlusta á viðvaranir og áhyggjur Kennarasambands Íslands, háskólanna og stúdenta og forgangsraða fjármagni í þágu menntunar og fólksins í landinu. Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kennari og félagi í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun