Læra íslensku sem er sérhæfð fyrir vinnu í skólum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. mars 2023 23:14 Næstum allir sem hafa tekið þátt í leikskólasmiðjunni eru nú þegar komnir með vinnu. Vísir/Einar Í Reykjanesbæ er rekin svokölluð leikskólasmiðja þar sem innflytjendur læra íslensku sem er sérsniðin fyrir störf í leik- og grunnskólum en skortur á íslenskukunnáttu getur staðið fólki af erlendum uppruna fyrir þrifum. Leikskólasmiðjan er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunnar, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Skóla ehf. Margir af þeim sem taka þátt eru með háskólamenntun og jafnvel kennaramenntun frá heimalandinu. Mikill áhugi var á smiðjunni í bænum og komust færri að en vildu, en öll pláss fylltust á fyrsta sólarhringnum. Bókleg kennsla fer fram í skólastofu í hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og svo eru verklegar lotur. Allflestir nemendurnir eru þegar komnir með vinnu. Nanna Bára Maríasdóttir, verkefnastjóri hjá MSS, segir flesta nemendurna hafa reynslu af skólakerfum. „Þetta eru allt saman nemendur sem hafa menntun frá heimalandinu og flestir hafa reynslu í að vinna í skólakerfinu.“ Verkefnið gangi út á meira en bara íslenskukennslu. „Þau eru mjög ánægð og það er gaman að fylgjast með því hvernig þau vaxa líka sem einstaklingar hérna úti í samfélaginu. Við erum að byggja eins og við getum tengsl út í samfélagið. Bæði við skólastarfið, við bókasafnið og við söfnin. Við förum út og byggjum tengingar út í samfélagið sem getur gagnast þeim líka í persónulega lífinu.“ Þrátt fyrir að verkefnið hafi gengið mjög vel þá snýst þetta á endanum, eins og svo margt annað um fjármagn. „Ég ætla að skora á fræðslusjóð og yfirvöld. Þá sem að stýra peningunum, eins og til dæmis menntamálaráðherra, að sjá til þess að við getum verið með fleiri svona smiðjur og fagnám. Þar sem við getum eflt þennan flotta hóp sem við erum að fá til okkar til starfs. Við erum að sjá að þetta virkar, þau eru að týnast út í atvinnulífið og það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt.“ Innflytjendamál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Reykjanesbær Íslensk tunga Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Leikskólasmiðjan er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunnar, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Skóla ehf. Margir af þeim sem taka þátt eru með háskólamenntun og jafnvel kennaramenntun frá heimalandinu. Mikill áhugi var á smiðjunni í bænum og komust færri að en vildu, en öll pláss fylltust á fyrsta sólarhringnum. Bókleg kennsla fer fram í skólastofu í hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og svo eru verklegar lotur. Allflestir nemendurnir eru þegar komnir með vinnu. Nanna Bára Maríasdóttir, verkefnastjóri hjá MSS, segir flesta nemendurna hafa reynslu af skólakerfum. „Þetta eru allt saman nemendur sem hafa menntun frá heimalandinu og flestir hafa reynslu í að vinna í skólakerfinu.“ Verkefnið gangi út á meira en bara íslenskukennslu. „Þau eru mjög ánægð og það er gaman að fylgjast með því hvernig þau vaxa líka sem einstaklingar hérna úti í samfélaginu. Við erum að byggja eins og við getum tengsl út í samfélagið. Bæði við skólastarfið, við bókasafnið og við söfnin. Við förum út og byggjum tengingar út í samfélagið sem getur gagnast þeim líka í persónulega lífinu.“ Þrátt fyrir að verkefnið hafi gengið mjög vel þá snýst þetta á endanum, eins og svo margt annað um fjármagn. „Ég ætla að skora á fræðslusjóð og yfirvöld. Þá sem að stýra peningunum, eins og til dæmis menntamálaráðherra, að sjá til þess að við getum verið með fleiri svona smiðjur og fagnám. Þar sem við getum eflt þennan flotta hóp sem við erum að fá til okkar til starfs. Við erum að sjá að þetta virkar, þau eru að týnast út í atvinnulífið og það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt.“
Innflytjendamál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Reykjanesbær Íslensk tunga Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira