Björgunarsveitir

Fréttamynd

„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan“

Löng bílaröð myndaðist að bílastæðinu sem liggur við gönguleið að gossvæðinu í Geldingadal í kvöld. Klukkan níu var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg og svæðið verður rýmt á miðnætti. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík biður fólk að sýna þolinmæði á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar

Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu skipverjum á smábát sem var farinn að leka

Björgunarskipið Björg á Rifi var kallað út á hæsta forgangi til aðstoðar við smábát hvers áhöfn varð vör við leka um borð. Báturinn var staddur rétt utan við höfnina á Rifi. Björgunaraðgerðir gengu vel og skjótt fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Að­stoðuðu á annað hundrað manns í gær­kvöldi og í nótt

Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Stika langstystu leiðina inn á gossvæðið

Björgunarsveitarmenn eru þessa stundina að hefjast handa við að stika gönguleið frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika sem er talin vera besta leiðin inn á gossvæðið í Geldingadal.

Innlent
Fréttamynd

Týndist á gönguleiðinni en náði að láta vita af sér

Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld vegna göngumanns sem hafði villst af leið nærri gossvæðinu á sjöunda tímanum í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Leit var í startholunum þegar göngumaðurinn náði að láta vita af sér og þurfti ekki aðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum.

Innlent
Fréttamynd

Snjóbíll björgunarsveitar fór niður um ís á hálendinu

Engan sakaði þegar snjóbíll frá Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík sem var æfingarferð fór niður um ís nálægt Landmannalaugum snemma í morgun. Unnið er að því að koma bílnum aftur upp á fast land. Varhugarverðar aðstæður eru nú á hálendingu vegna hlákutíðar undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Biðla til fólks að halda sig heima

Björgunarsveitir á Reykjanesskaga voru kallaðar út á þriðja tímanum og eru nú í viðbragðsstöðu eftir að Veðurstofa Íslands gaf út að óróapúls hafi mælst suður af Keili við Litla-Hrút. Slík merki mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið.

Innlent
Fréttamynd

Tveir lentu í snjóflóði undir hlíðum Skessuhorns

Tveir menn lentu í snjóflóði sem féll í hlíðunum undir Skessuhorni í Borgarfirði í dag. Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur í dag en mönnunum tókst að koma sér út úr flóðinu af sjálfsdáðum og hringdu á eftir aðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Vélsleðaslys við Tjaldafell: Fór fram af hengju

Kona slasaðist þegar vélsleði hennar fór fram af hengju við Tjaldafell norðan Skjaldbreiðar í dag. Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út upp úr klukkan tólf í dag vegna slyssins en konan finnur til verkja en hún var á ferðalagi ásamt hópi fólks sem kom henni í skjól í nærliggjandi skála.

Innlent
Fréttamynd

Bráðvantaði rafstöðvarnar í flóðinu

Þrettán björgunarsveitir fengu í dag afhentar færanlegar rafstöðvar sem eiga að efla fjarskiptaöryggi þegar gerir óveður eða náttúruhamfarir verða. Björgunarsveitarmaður segir að slíkar stöðvar hefðu komið að miklum notum þegar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir jól.

Innlent