Smíði nýrra björgunarskipa hafin Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 15:27 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður Landsbjargar, og Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá kynntu áformin í Hörpu í dag. Landsbjörg Smíði á fyrsta nýja björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófst fyrir helgi í skipasmíðastöð í Finnlandi. Búið er að ganga frá kaupum á þremur nýjum björgunarskipum og kostar hvert þeirra um 285 milljónir króna. Áætlað er að afhenda fyrsta skipið á goslokahátíð í Vestmannaeyjum í júní á næsta ári þar sem skipið verður með heimahöfn. Með nýju skipunum styttist viðbragðstími Landsbjargar á sjó um helming í flestum tilfellum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg en Sjóvá styrkir smíði skipanna um 142,5 milljónir. Áætluð afhending á öðru skipinu er fyrir árslok 2022 á Siglufirði. Smíði á þriðja skipinu hefst síðan í janúar 2023 og afhending á því verður eftir mitt það ár. Landsbjörg Landsbjörg Stefna að því að endurnýja öll skipin Með samkomulagi sem gert var í janúar síðastliðnum milli ríkisins og Landsbjargar var tryggð allt að helmings fjármögnun þessara skipa. Slysavarnafélagið Landsbjörg hafði safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma en um er að ræða stærsta einstaka fjárfestingaverkefni félagsins í sögu þess. Það er markmið Landsbjargar að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín og verður því áfram unnið að fjármögnun tíu björgunarskipa til viðbótar. „Með nýjum björgunarskipum verður bylting í viðbragðstíma og aðbúnaði fyrir áhafnir og skjólstæðinga. Skipin skipta miklu máli fyrir öryggi sjófarenda í kringum landið og er smíði nýju skipanna stærsta fjárfesting sem félagið hefur ráðist í frá upphafi. Svona veglegur styrkur frá Sjóvá er afrakstur áratuga langs og trausts samstarfs, og gerir okkur kleift að hefja smíði fyrstu þriggja skipanna,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í tilkynningu. Björgunarsveitir Slysavarnir Tengdar fréttir Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár. 3. september 2021 23:38 Landsbjörg semur um smíði á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við finnsku skipasmíðastöðina KewaTec um smíði á þremur nýjum björgunarskipum. Stefnt er að því að skipin verði tekin í notkun fyrir mitt ár 2023. 1. júlí 2021 14:22 Landsbjörg auglýsir útboð á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur auglýst útboð á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. janúar 2021 08:06 Ríkið styrkir Landsbjörgu til kaupa á björgunarskipum Ríkið styrkir Landsbjörgu um allt að 450 milljónir króna til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023 samkvæmt samkomulagi sem var undirritað í dag. Auk þess var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum. 19. janúar 2021 16:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Áætlað er að afhenda fyrsta skipið á goslokahátíð í Vestmannaeyjum í júní á næsta ári þar sem skipið verður með heimahöfn. Með nýju skipunum styttist viðbragðstími Landsbjargar á sjó um helming í flestum tilfellum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg en Sjóvá styrkir smíði skipanna um 142,5 milljónir. Áætluð afhending á öðru skipinu er fyrir árslok 2022 á Siglufirði. Smíði á þriðja skipinu hefst síðan í janúar 2023 og afhending á því verður eftir mitt það ár. Landsbjörg Landsbjörg Stefna að því að endurnýja öll skipin Með samkomulagi sem gert var í janúar síðastliðnum milli ríkisins og Landsbjargar var tryggð allt að helmings fjármögnun þessara skipa. Slysavarnafélagið Landsbjörg hafði safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma en um er að ræða stærsta einstaka fjárfestingaverkefni félagsins í sögu þess. Það er markmið Landsbjargar að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín og verður því áfram unnið að fjármögnun tíu björgunarskipa til viðbótar. „Með nýjum björgunarskipum verður bylting í viðbragðstíma og aðbúnaði fyrir áhafnir og skjólstæðinga. Skipin skipta miklu máli fyrir öryggi sjófarenda í kringum landið og er smíði nýju skipanna stærsta fjárfesting sem félagið hefur ráðist í frá upphafi. Svona veglegur styrkur frá Sjóvá er afrakstur áratuga langs og trausts samstarfs, og gerir okkur kleift að hefja smíði fyrstu þriggja skipanna,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í tilkynningu.
Björgunarsveitir Slysavarnir Tengdar fréttir Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár. 3. september 2021 23:38 Landsbjörg semur um smíði á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við finnsku skipasmíðastöðina KewaTec um smíði á þremur nýjum björgunarskipum. Stefnt er að því að skipin verði tekin í notkun fyrir mitt ár 2023. 1. júlí 2021 14:22 Landsbjörg auglýsir útboð á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur auglýst útboð á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. janúar 2021 08:06 Ríkið styrkir Landsbjörgu til kaupa á björgunarskipum Ríkið styrkir Landsbjörgu um allt að 450 milljónir króna til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023 samkvæmt samkomulagi sem var undirritað í dag. Auk þess var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum. 19. janúar 2021 16:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár. 3. september 2021 23:38
Landsbjörg semur um smíði á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við finnsku skipasmíðastöðina KewaTec um smíði á þremur nýjum björgunarskipum. Stefnt er að því að skipin verði tekin í notkun fyrir mitt ár 2023. 1. júlí 2021 14:22
Landsbjörg auglýsir útboð á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur auglýst útboð á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. janúar 2021 08:06
Ríkið styrkir Landsbjörgu til kaupa á björgunarskipum Ríkið styrkir Landsbjörgu um allt að 450 milljónir króna til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023 samkvæmt samkomulagi sem var undirritað í dag. Auk þess var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum. 19. janúar 2021 16:45