Innlent

Sóttu 11 ára dreng og 12 ára stúlku sem slösuðust í göngu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Tveir þeirra þriggja sem slösuðust á fæti í dag voru börn.
Tveir þeirra þriggja sem slösuðust á fæti í dag voru börn. Landsbjörg

Björgunar­sveitir hafa verið kallað út þrisvar í dag vegna göngu­manna sem slösuðust á fæti. Tals­verð hálka er víðast hvar á landinu í dag.

Fyrsta útkallið barst í dag vegna slyss við gosstöðvarnar en þá fór 11 ára drengur úr hnjálið. Sjúkraflutningamenn fóru ásamt björgunarsveitarfólki á slysstað til að hlúa að drengnum áður en hann var fluttur í bæinn með sjúkrabíl.

Næst var það 12 ára stúlka sem varð að sækja hálftíma síðar við Hestfjall en hún hafði einnig slasast á fæti í göngu. Hún hrasaði og fékk talsverða áverka á fæti sem varð að búa um áður en hún var flutt burt í sjúkrabíl.

Við aðgerðir björgunarsveitarmanna við Hestfjall í dag.Landsbjörg

Vettvangshópur á Flúðum, sem sinnir fyrsta viðbragði í uppsveitum Árnessýslu, varð síðan að koma manni við Geysi í Haukadal til aðstoðar í dag en hann hafði hrasað illa í hálku og fótbrotnað. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×