Innlent

Björgunarsveitir við öllu búnar: „Að vera ekki á ferðinni, það borgar sig aldrei“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Búist er við samgöngutruflunum víða á Suðausturlandi. Myndin er úr safni.
Búist er við samgöngutruflunum víða á Suðausturlandi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á miðnætti. Finnur Smári Torfason hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar segir að meðlimir sveitarinnar séu við öllu búnir.

Búast má við allt að 45 metrum á sekúndu og getur færð því orðið harla slæm. Finnur segir að bílar séu klárir og meðlimir Björgunarfélagsins muni ekki sofna á verðinum. Viðbúnaður sé þó með venjulegu móti, enda séu meðlimir sveitarinnar alltaf klárir í útkall.

Búast má við snörpum vindhviðum staðbundið yfir 45 metrum á sekúndu en Finnur fagnar því að ofankoma sé ekki í kortunum. Aðspurður um hvaða ráðstafanir ökumenn geti gert svarar Finnur: „Að vera ekki á ferðinni, það borgar sig aldrei!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×