Björgunarsveitir

Fréttamynd

Gátu ekkert gert nema fylgjast með ferða­manninum fljóta burt

Aðstæður í Reynisfjöru í síðustu viku þar sem ung kínversk kona lést af slysförum voru það erfiðar að ekki þótti stætt að leggja björgunarmenn í hættu við að reyna að bjarga konunni. Var lítið annað hægt að gera en að fylgjast með henni fljóta burt.

Innlent
Fréttamynd

Vísar um­mælum björgunar­sveitar­manns al­farið á bug

Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 

Innlent
Fréttamynd

Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum

Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum.

Innlent
Fréttamynd

Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi

Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarkallinn orðinn að safngrip

Forseti Íslands var hífður af þilfari björgunarskips upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag þegar björgunarsveitir hófu formlega sölu neyðarkalls sveitanna með sérstakri sjóbjörgunaræfingu.

Innlent
Fréttamynd

Minna á endur­skins­merkin á milli eld­gosa­vakta

Ráðstefnan Slysavarnir hófst í dag en ráðstefnan, sem Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir, fer nú fram í fjórða sinn. Ríflega 30 fyrirlesarar munu í dag og á morgun fara yfir hin ýmsu málefni tengd slysavörnum og öryggismálum. Að sögn verkefnastjóra er af nægu að taka og mikilvægt að minna á mikilvægi slysavarna.

Innlent
Fréttamynd

Festust í snjó og síma­sam­bands­leysi en eru nú fundin

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út rétt fyrir klukkan hálf átta í kvöld eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um fastan bíl á Mælifellssandi rétt norður af Mýrdalsjökli. Þrír voru í bílnum sem verið er að draga upp úr snjó sem hann festist í.

Innlent
Fréttamynd

Festust á inni­skónum á Vaðla­heiði: „Neyðar­línan sagði að við þyrftum að redda okkur sjálf“

Fjórir krakkar sem voru á leið frá Akureyri að Menntaskólanum á Laugum á föstudag lentu í miklum hrakförum þegar þau festu jeppann sinn úti í vegkanti á Vaðlaheiði. Þau hringdu strax í neyðarlínuna, enda illa búin og óreynd, en fengu þau skilaboð að þau þyrftu að leysa úr flækjunni sjálf. Björgunarsveitir myndu ekki koma þeim til aðstoðar. 

Innlent
Fréttamynd

Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk

Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor.

Innlent
Fréttamynd

Aðstæður erfiðar á vettvangi rútuslyssins og búið að loka veginum

Átta farþegar smárútu sem fór út af vegi og valt við Dyrhólaey á Suðurlandi eru komnir í skjól á Volcano Hotel skammt frá vettvangi. Þrír eru taldir slasaðir en ekkert er um alvarleg meiðsli. Búið er að loka fyrir umferð um Suðurlandsveg milli Seljalandsfoss og Víkur vegna slæms veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu trippi úr mýrar­flagi

Betur fór en á horfðist í dag þegar björgunarveitarfólk í Austur-Húnavatnssýslu bjargaði hesti sem hafði fest í mýrarflagi. Eftir talsvert umstang náðist trippið upp og var flutt heim í hús.

Innlent
Fréttamynd

Mikill vatnselgur myndaðist á Siglufirði

Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu íbúa í nokkrum húsum þar sem vatn flæddi inn á Siglufirði í lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Annar var tíðindalaust hjá björgunarsveitum á landinu eftir klukkan 22:00 í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi

Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag.

Innlent