Innlent

Björgunar­sveita­fólk fylgdi sjúkra­bíl í hvass­viðri

Árni Sæberg skrifar
Vegum var lokað víða á Suðurlandi í dag.
Vegum var lokað víða á Suðurlandi í dag. Landsbjörg

Mikið hvassviðri og skafrenningur gekk yfir Suðurlandið í morgun í snörpum hvelli. Björgunarsveitafólk hafði í nægu að snúast, meðal annars fylgdi það sjúkrabíl í útkall vegna veikinda.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar fylgi hvellinum töluvert af aðstoðarbeiðnum. Björgunarsveitafólk kom starfsfólki heilbrigðisstofnana til aðstoðar við að komast til vinnu og fylgdi sjúkrabíl í útkall vegna veikinda.

Þá kom björgunarsveitafólk ríflega tuttugu manns tail aðstoðar vegna ófærðar. Í einhverjum tilfellum var hægt að losa fasta bíla en öðrum farþegum var komið í skjól og bílar skildir eftir.

Fólk er áfram beðið um að fara varlega og bíða með óþarfa ferðalög en veður virðist þá hafa tekið að ganga niður upp úr klukkan 11.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×