Spánn

Fréttamynd

Dauðsföllum fækkar á Spáni fjórða daginn í röð

Vonir standa til þess að kórónuveirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu á Spáni eftir að nýjum dauðsföllum fækkaði þar fjórða daginn í röð. Spánn glímir nú við flest tilfelli kórónuveiru í Evrópu og hafa ríflega þrettán þúsund manns látið lífið í faraldrinum.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 10.000 fallið frá á Spáni

Yfir tíu þúsund manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni. Tilkynnt var um yfir 900 dauðsföll af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn.

Erlent
Fréttamynd

Dauðsföllum fjölgar en hægir á nýsmitum á Spáni

Yfirvöld á Spáni segja að 769 manns hafi látið lífið af völdum Covid-19 sjúkdómsins á einum sólarhring, fleiri en nokkru sinni fyrr. Hins vegar hafi heldur hægt á fjölgun þeirra sem greindir hafa verið smitaðir af kórónuveiru. 

Erlent
Fréttamynd

Ástandið að verða alvarlegra á Spáni

Kórónuveiran breiðist nú hraðar út á Spáni en hún gerði á Ítalíu. Fleiri en fimm hundruð manns létust af völdum veirunnar á einum degi og hafa nú hátt í 2.700 manns látið lífið á Spáni. Faraldurinn er einnig sagður breiða úr sér um landið.

Erlent
Fréttamynd

Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla

Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað.

Erlent