Spánn opnar fyrir ferðamenn Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 09:44 Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar. Vísir/Getty Neyðarástandi hefur verið aflétt á Spáni og mun landið aftur opna fyrir ferðamönnum. Ferðamenn frá Evrópusambandinu og Bretlandi munu ekki þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Landið hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum en 28.322 andlát eru tengd Covid-19. Aðeins tvö lönd í Evrópusambandinu eru með fleiri andlát; Frakkland og Ítalía. Í þrjá mánuði hafa verið harðar aðgerðir í gildi til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og var neyðarástandi lýst yfir þann 14. mars síðastliðinn. Í nokkrar vikur var fólki ekki heimilt að fara út og hreyfa sig og börn máttu ekki fara út af heimili sínu. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna þrátt fyrir afléttingar og munu reglur um grímur og félagsforðun áfram gilda. Fólk þarf því að halda 1,5 metra fjarlægð og nota grímur á stöðum þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð, til að mynda í verslunum. „Við verðum að vera vakandi og fylgja reglum um hreinlæti og smitvarnir,“ sagði Sánchez og bætti við að það væri nauðsynlegt að koma í veg fyrir aðra bylgju. Hiti komufarþega verður mældur á flugvellinum og munu þeir þurfa að gefa upp hvort þeir hafi áður greinst með veiruna. Þá munu allir þurfa að gefa upp símanúmer eða aðrar upplýsingar svo hægt sé að hafa samband við þá. Um 80 milljónir ferðamanna heimsækja Spán árlega að því er fram kemur á vef BBC og eru tekjur vegna ferðaþjónustu um tólf prósent af vergri landsframleiðslu landsins. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Spánverjar opna landið fyrir ferðamönnum í júlí Yfirvöld á Spáni hyggjast opna landið að nýju fyrir erlendum ferðamönnum í júlí, þetta tilkynnti spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez í ávarpi sínu sem sjónvarpað var í dag. 23. maí 2020 13:20 Dauðsföll færri en hundrað í fyrsta sinn í tvo mánuði 87 dauðsföll urðu af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. 17. maí 2020 09:57 Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. 13. maí 2020 21:04 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið aflétt á Spáni og mun landið aftur opna fyrir ferðamönnum. Ferðamenn frá Evrópusambandinu og Bretlandi munu ekki þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Landið hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum en 28.322 andlát eru tengd Covid-19. Aðeins tvö lönd í Evrópusambandinu eru með fleiri andlát; Frakkland og Ítalía. Í þrjá mánuði hafa verið harðar aðgerðir í gildi til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og var neyðarástandi lýst yfir þann 14. mars síðastliðinn. Í nokkrar vikur var fólki ekki heimilt að fara út og hreyfa sig og börn máttu ekki fara út af heimili sínu. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna þrátt fyrir afléttingar og munu reglur um grímur og félagsforðun áfram gilda. Fólk þarf því að halda 1,5 metra fjarlægð og nota grímur á stöðum þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð, til að mynda í verslunum. „Við verðum að vera vakandi og fylgja reglum um hreinlæti og smitvarnir,“ sagði Sánchez og bætti við að það væri nauðsynlegt að koma í veg fyrir aðra bylgju. Hiti komufarþega verður mældur á flugvellinum og munu þeir þurfa að gefa upp hvort þeir hafi áður greinst með veiruna. Þá munu allir þurfa að gefa upp símanúmer eða aðrar upplýsingar svo hægt sé að hafa samband við þá. Um 80 milljónir ferðamanna heimsækja Spán árlega að því er fram kemur á vef BBC og eru tekjur vegna ferðaþjónustu um tólf prósent af vergri landsframleiðslu landsins.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Spánverjar opna landið fyrir ferðamönnum í júlí Yfirvöld á Spáni hyggjast opna landið að nýju fyrir erlendum ferðamönnum í júlí, þetta tilkynnti spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez í ávarpi sínu sem sjónvarpað var í dag. 23. maí 2020 13:20 Dauðsföll færri en hundrað í fyrsta sinn í tvo mánuði 87 dauðsföll urðu af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. 17. maí 2020 09:57 Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. 13. maí 2020 21:04 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Spánverjar opna landið fyrir ferðamönnum í júlí Yfirvöld á Spáni hyggjast opna landið að nýju fyrir erlendum ferðamönnum í júlí, þetta tilkynnti spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez í ávarpi sínu sem sjónvarpað var í dag. 23. maí 2020 13:20
Dauðsföll færri en hundrað í fyrsta sinn í tvo mánuði 87 dauðsföll urðu af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. 17. maí 2020 09:57
Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. 13. maí 2020 21:04