Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 10:43 Kona og börn veifa spænskum fánum og klappa til að heiðra heilbrigðisstarfsmenn og lögreglu í kórónuveirufaraldrinum í borginni Logroño í La Rioja-héraði. Börn hafa þurft að vera alfarið innandyra í útgöngubanninu. Vísir/EPA Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. Spánn hefur orðið einna verst úti í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Fleiri en 200.000 manns hafa greinst smitaðir af veirunni þar, næstflestar sýkingar í heiminum, og 21.282 hafa látið lífið. Aðeins á Ítalíu hafa fleiri látið lífið. Faraldurinn virðist þó hafa náð hámarki og hefur hægt verulega á greiningu nýrra smita. Innan við fimm hundruð manns láta nú lífið á dag en dauðsföllin voru um 950 á dag þegar mest lét. Bráðabirgðalíkhúsi sem sett var upp í skautahöll í Madrid þegar útfararstjórar réðu ekki við álagið í mars var lokað í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, tilkynnti í dag að byrjað yrði að slaka á útgöngubanninu í áföngum í seinni hluta maí en varaði jafnframt við því að takmörkunum yrði komið á aftur ef faraldurinn versnaði í kjölfarið. Börnin fá að fara í stutta göngutúra Þegar hefur verið slakað aðeins á takmörkunum vegna faraldursins, meðal annars með því að leyfa starfsfólki í ákveðnum greinum að snúa aftur til vinnu í síðustu viku. Þá stendur til að leyfa börnum yngri en fjórtán ára að fara út frá næstu helgi. Fram að þessu hefur börnum verið gert að halda sig innandyra í útgöngubanninu. Nú mega þau fara í stutta göngutúra utandyra undir eftirliti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði ríkisstjórnin aðeins að leyfa börnum að fylgja foreldrum sínum til að kaupa mat eða lyf en þau áform leiddu til mótmæla þar sem fólk barði potta og pönnur á svölum húsa. Faraldurinn heldur engu að síður áfram að raska spænsku þjóðlífið. Tilkynnt var í gær að ekkert yrði af nautahlaupinu á San Fermín-hátíðinni í Pamplona í Navarra-héraði í júlí sem laðar þúsundir ferðamanna að sér árlega. Þetta er í fyrsta skipti í fjóra áratugi sem hátíðinni er frestað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. Spánn hefur orðið einna verst úti í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Fleiri en 200.000 manns hafa greinst smitaðir af veirunni þar, næstflestar sýkingar í heiminum, og 21.282 hafa látið lífið. Aðeins á Ítalíu hafa fleiri látið lífið. Faraldurinn virðist þó hafa náð hámarki og hefur hægt verulega á greiningu nýrra smita. Innan við fimm hundruð manns láta nú lífið á dag en dauðsföllin voru um 950 á dag þegar mest lét. Bráðabirgðalíkhúsi sem sett var upp í skautahöll í Madrid þegar útfararstjórar réðu ekki við álagið í mars var lokað í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, tilkynnti í dag að byrjað yrði að slaka á útgöngubanninu í áföngum í seinni hluta maí en varaði jafnframt við því að takmörkunum yrði komið á aftur ef faraldurinn versnaði í kjölfarið. Börnin fá að fara í stutta göngutúra Þegar hefur verið slakað aðeins á takmörkunum vegna faraldursins, meðal annars með því að leyfa starfsfólki í ákveðnum greinum að snúa aftur til vinnu í síðustu viku. Þá stendur til að leyfa börnum yngri en fjórtán ára að fara út frá næstu helgi. Fram að þessu hefur börnum verið gert að halda sig innandyra í útgöngubanninu. Nú mega þau fara í stutta göngutúra utandyra undir eftirliti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði ríkisstjórnin aðeins að leyfa börnum að fylgja foreldrum sínum til að kaupa mat eða lyf en þau áform leiddu til mótmæla þar sem fólk barði potta og pönnur á svölum húsa. Faraldurinn heldur engu að síður áfram að raska spænsku þjóðlífið. Tilkynnt var í gær að ekkert yrði af nautahlaupinu á San Fermín-hátíðinni í Pamplona í Navarra-héraði í júlí sem laðar þúsundir ferðamanna að sér árlega. Þetta er í fyrsta skipti í fjóra áratugi sem hátíðinni er frestað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54