Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2020 21:04 Sjálfboðaliðar dreifa andlitsgrímum og matvælum til bágstaddra í San Antón-kirkjunni í Madrid. Hlutfall smitaðra í borginni er eitt það hæsta á Spáni. Vísir/EPA Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. Um 2,3 milljónir manna gætu hafa smitast af veirunni ef marka má mótefnamælinguna. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 230.000 manns greinst smitaðir af veirunni. Um 60.000 manns voru skimaðir fyrir mótefnum í rannsókn yfirvalda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veiran virtist útbreiddust um mitt landið. Í Madrid bendir mótefnamælingin til þess að um 11,3% íbúa hafi smitast. Hæsta hlutfallið greindist í borgunum Soria og Cuenca í nágrannahéruðum Madridar, 14,2 og 13,5%. Þær niðurstöður virðast renna stoðum undir stefnu spænskra stjórnvalda sem hafa létt á takmörkunum mismikið eftir svæðum á grundvelli útbreiðslu veirunnar á hverjum stað, að sögn Salvadors Illa, heilbrigðisráðherra. Um helmingur landsmanna nýtur nú meira frjálsræðis frá og með síðasta mánudegi en útgöngubannið á Spáni hefur verið eitt það strangasta í Evrópu. Rúmlega 27.100 manns hafa nú látið lífið í faraldrinum á Spáni. Samkvæmt tölfræði Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum er Spánn í fimmta sæti yfir fjölda dauðsfalla í heiminum á eftir Bandaríkjunum, Bretlandi, Ítalíu og Frakklandi. Stjórnvöld ætla að halda landamærum Spánar lokuðum fyrir flestum erlendum ferðamönnum fram í júlí. Landamærunum að Frakklandi og Portúgal hefur verið lokað frá því að neyðarástandi var lýst yfir vegna faraldursins um miðjan mars. Erlendir ferðalangar þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins sem hefur í reynd stöðvað flug- og skipasamgöngur. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. Um 2,3 milljónir manna gætu hafa smitast af veirunni ef marka má mótefnamælinguna. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 230.000 manns greinst smitaðir af veirunni. Um 60.000 manns voru skimaðir fyrir mótefnum í rannsókn yfirvalda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veiran virtist útbreiddust um mitt landið. Í Madrid bendir mótefnamælingin til þess að um 11,3% íbúa hafi smitast. Hæsta hlutfallið greindist í borgunum Soria og Cuenca í nágrannahéruðum Madridar, 14,2 og 13,5%. Þær niðurstöður virðast renna stoðum undir stefnu spænskra stjórnvalda sem hafa létt á takmörkunum mismikið eftir svæðum á grundvelli útbreiðslu veirunnar á hverjum stað, að sögn Salvadors Illa, heilbrigðisráðherra. Um helmingur landsmanna nýtur nú meira frjálsræðis frá og með síðasta mánudegi en útgöngubannið á Spáni hefur verið eitt það strangasta í Evrópu. Rúmlega 27.100 manns hafa nú látið lífið í faraldrinum á Spáni. Samkvæmt tölfræði Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum er Spánn í fimmta sæti yfir fjölda dauðsfalla í heiminum á eftir Bandaríkjunum, Bretlandi, Ítalíu og Frakklandi. Stjórnvöld ætla að halda landamærum Spánar lokuðum fyrir flestum erlendum ferðamönnum fram í júlí. Landamærunum að Frakklandi og Portúgal hefur verið lokað frá því að neyðarástandi var lýst yfir vegna faraldursins um miðjan mars. Erlendir ferðalangar þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins sem hefur í reynd stöðvað flug- og skipasamgöngur.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira