Bretland

Fréttamynd

Fórnar­lömbin há­skóla­nemar og maður á sex­tugs­aldri

Einstaklingarnir þrír sem stungnir voru til bana í Nottingham í gær voru maður á sextugsaldri og tveir 19 ára nemar við Nottingham University. Lögregla hefur 31 árs gamlan mann í haldi grunaðan um verknaðinn og telur ekki að aðrir hafi átt þátt að máli.

Erlent
Fréttamynd

Sturgeon sleppt úr haldi

Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli

Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund.

Erlent
Fréttamynd

Ofurpar í kortunum: Hadid og DiCaprio sjást enn og aftur saman

Leikarinn Leonardo DiCaprio og fyrirsætan Gigi Hadid borðuðu kvöldverð saman í Lundúnum á þriðjudag. Morguninn eftir sást til þeirra koma hvort í sínu lagi, með nokkurra mínútna millibili, á sama hótelið. Orðrómur um samband þeirra hefur fengið byr undir báða vængi.

Lífið
Fréttamynd

Segir sak­lausan Schofi­eld á­reittan í norna­veiðum

Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson furðar sig á gagnrýni í garð Phillip Schofield og segir málið vera nornaveiðar. Hann hafi ekki framið neinn glæp og sé aðeins sekur um að vera samkynhneigður. Schofield sjálfur hefur sagt að ferill sinn sé á enda og hann sjái ekkert nema svartnætti fram undan.

Erlent
Fréttamynd

Gröf Vivienne Westwood vanhelguð

Gröf hinnar goðsagnakenndu Vivienne Westwood, sem lést á síðasta ári, var vanhelguð þegar stóru blómakeri, sem skreytti grafreit hennar, var stolið. Fjöldi fólks hefur lýst yfir hneykslan sinni vegna þjófnaðarins.

Erlent
Fréttamynd

Bretar viður­kenna Holodomor sem þjóðar­morð

Neðri deild breska þingsins hefur samþykkt tillögu þess efnis að Holodomor verði viðurkennt sem þjóðarmorð. Allt að fimm milljónir Úkraínumanna sultu til bana á fjórða áratugnum vegna gjörða sovéska ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Skipu­lags­yfir­völd ó­sátt við Damon Albarn

Ís­lenski ríkis­borgarinn og popp­stjarnan Damon Albarn á í deilu við sveitar­stjórn í De­von sýslu í suður­hluta Eng­lands vegna varmadælu sem hann hefur komið fyrir utan heimili sitt í sýslunni. Nefndin segir tón­listar­manninn hafa komið dælunni fyrir án leyfis.

Lífið
Fréttamynd

Ray Ste­ven­son látinn

Breski leikarinn Ray Ste­ven­son er látinn, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjón­varps­þátta­seríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvik­mynda­seríanna Thor og Divergent.

Lífið
Fréttamynd

Leitað við stíflu í máli McCann

Blásið hefur verið til leitar í lóni við stíflu í Portúgal í tengslum við mál Madeleine McCann. Stíflan er í um 50 km fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem fjölskyldan hennar dvaldi þegar McCann var numin á brott í maí 2007.

Fréttir
Fréttamynd

Lömuð sænsk kona föst á Bret­lands­eyjum vegna skrif­ræðis

Sænsk kona sem hefur verið búsett í Lundúnum í 25 ár lamaðist í hjólaslysi fyrir um ári síðan og hefur verið send á milli sjúkrahúsa á Bretlandseyjum í ár. Maðurinn hennar vill flytja hana heim til Svíþjóðar en þar neita yfirvöld að taka við henni þar sem hún er ekki skráður íbúi.

Erlent
Fréttamynd

Lentu loksins í Kefla­vík eftir næstum 40 tíma seinkun

Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt.

Innlent