Landspítalinn

Fréttamynd

Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng

Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 

Innlent
Fréttamynd

Fjarvistir vegna COVID-19 valda áhyggjum

Allverulega hefur bæst í hóp þeirra sem eru frá vinnu á Landspítalanum vegna kórónuveirusýkingar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir þungar vikur fram undan. Möguleg allsherjar aflétting á sóttvarnatakmörkunum í samfélaginu fyrir mánaðamót veldur viðbragðsstjórn áhyggjum.

Innlent
Fréttamynd

Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum

Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti.

Innlent
Fréttamynd

Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag

Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Fengu Ný­sköpunar­verð­laun for­seta fyrir gagna­sjá fyrir gjör­gæslu­deild

Verkefnið „Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá“, sem unnið var af þeim Margréti Völu Þórisdóttur og Signýju Kristínu Sigurjónsdóttur, báðar með BS í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, og Valgerði Jónsdóttur, BS í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, hreppti Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands sem afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Stjórnendum Landspítala stendur uggur af afléttingaáætlun

Starfandi forstjóri Landspítalans segir fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda á sóttvarnaaðgerðum innanlands ekki boða gott. Ekkert lát sé á því að starfsmenn spítalans veikist af veirunni og innlögnum vegna veirunnar fjölgi í takt við fleiri smit í samfélaginu. 

Innlent
Fréttamynd

„Skiptir hlutverk feðra gjörsamlega engu máli?“

Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þegar til skoðunar kom hjá ljósmóður á dögunum var Sævari gert að bíða fyrir utan og það þykir Dóru Björt ekki boðlegt.

Innlent